Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Blaðsíða 12
12 Fréttir Vikublað 16.–18. júní 2015 Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Gestum Selasetursins fjölgað um 80 prósent n Búist við hátt í 30 þúsund gestum í sumar n Vinsældir selaskoðunar aukast G estir sem heimsækja Sela- setrið á Hvammstanga í Húnaþingi vestra voru 80 prósentum fleiri í maí síð- astliðnum en í sama mánuði í fyrra. Búist er við 25 til 30 þúsund gestum þangað í sumar. Fjöldi gesta sem hefur farið í sela- skoðun hjá Selasiglingu ehf. hefur jafn- framt aukist um 30–40 prósent á hverju ári síðan fyrirtækið hóf störf fyrir sex árum. Þar er vonast til að gestirnir verði 2.500 til 3.000 talsins í sumar. Sameiginleg markaðssetning Unnur Valborg Hilmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Selasetursins, er að vonum ánægð með aukna aðsókn í setrið. „Þetta hefur áhrif á svo margt í sveitarfélaginu. Þeir sem reka gisti- pláss, veitingastaði, verslanir og fleira njóta góðs af henni,“ segir hún. Unnur segir erfitt að benda á eina ástæðu fyrir aðsókninni. Aukinn fjöldi ferðamanna til landsins er einn þáttur. Einnig hefur samstarf á milli ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu aukist síðustu tvö til þrjú ár. „Það er líklegt að það sé líka að skila sér. Við höfum verið að markaðssetja okkur meira í sameiningu en við gerðum.“ Kynna sér sögustaði Náðarstundar Hún nefnir einnig áhrif skáld- sögunnar Náðarstund eftir Hönnuh Kent sem kom út fyrir síðustu jól hér á landi en hafði áður komið út á ensku. Hún fjallar um atburðina sem leiddu til síðustu aftökunnar á Íslandi í Húnavatnssýslu árið 1830. „Strax í fyrra fengum við hingað fólk sem var búið að lesa bókina og var að kynna sér þessa sögustaði.“ Sjá heilu selafjölskyldurnar Eðvald Daníelsson, skipstjóri Brim- ils og annar eigandi Selasiglingar ehf., segir mikla aðsókn vera í selaskoðun í sumar. Þrjár bátsferðir eru farnar á dag, alla daga vikunnar, en leyfi er fyr- ir 30 manns í hverri ferð. Siglt er um Miðfjörð og tekur siglingin um einn og hálfan tíma. Hann segir nánast eingöngu útlendinga fara í selaskoðun. „Ís- lendingar telja sig almennt geta séð seli og þurfi ekki að kaupa sig í þannig ferðir. En þetta er öðruvísi. Það er mjög óalgengt að almenningur geti séð heilu selafjölskyldurnar eins og við sjáum,“ segir Eðvald, en sam- kvæmt síðustu selatalningu eru á bil- inu 50 til 60 selir í firðinum. Flestir koma frá Suður-Evrópu Að sögn Eðvalds hefur tíðarfarið ver- ið mjög erfitt að undanförnu og það hafi stundum dregið úr áhuga ferða- manna á að fara í selaskoðun. „Fólk- ið nýtur þess ekki almennilega fyr- ir kulda. Það er sama hversu mikið maður pakkar inn fólki frá þessum heitari löndum, það er alltaf að drep- ast úr kulda,“ segir hann en flestir koma frá Suður-Evrópu. Annars hef- ur fólk komið alls staðar að. Í fyrra kom til dæmis ellefu manna hópur frá Malasíu í selaskoðun. Hann hvetur fleiri Íslendinga til að líta við á Hvammstanga. „Það vita allir hvar afleggjarinn er en fáir Ís- lendingar hafa komið þangað. Það tekur fjórar mínútur að keyra frá hring veginum.“ n „Það er sama hversu mikið mað- ur pakkar inn fólki frá þessum heitari löndum, það er alltaf að drepast úr kulda. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Unnur Valborg Hilmarsdóttir Segir margar ástæður fyrir góðri aðsókn í Selasetrið. Brimill Báturinn Brimill siglir með ferða- menn í selaskoðun. Selasetur Íslands Búist er við hátt í 30 þúsund gestum í Selasetrið í sumar. 11 prósent skrifuðu undir 25.700 Íslendingar skrifuðu undir áskorun til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, til að mæla fyrir því að aðildarríki SÞ samþykki nýtt þróunarmarkmið um að auka skilning á virkni tauga- kerfisins. Þjóðarátakið ,,Stattu með taugakerfinu” hefur nú staðið yfir í fjórar vikur og var markmiðið að fá Íslendinga til að skrifa undir áskor- unina. Það er fordæmislaust að ein þjóð tali fyrir einu líffærakerfi á alþjóðavettvangi en 25.700 Ís- lendingar samsvara 11% kosninga- bærra manna hérlendis, segja þeir sem standa að söfnuninni. Það er von félaganna sem að undirskriftalistanum standa að rödd Íslendinga heyrist á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna og að lækning á taugasjúkdómum og skaða í taugakerfinu verði að veruleika. Mænuskaðastofnun Ís- lands, SEM – samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonsamtökin vilja koma þakklæti til allra þeirra sem skrif- uðu undir áskorunina. Barn brenndist við Geysi Þyrla Land helg is gæsl unn- ar lenti við Borgarspítalann í Foss vogi rétt fyrir fjögur á mánudag með barn sem hlaut bruna sár á fót um á Geys is- svæðinu í Haukadal. Sam kvæmt upp lýs ing um frá lög reglu er talið að barnið, sem er sex ára gamalt, hafi hlotið fyrsta stigs brunasár og að meiðsli þess séu ekki alvar- leg. Lögreglan á Suðurlandi var kölluð út vegna málsins en henni barst upphaflega tilkynning um að tvö börn hefðu slasast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.