Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2015, Page 32
32 Menning Vikublað 16.–18. júní 2015 Bergrún Íris með yngri son sinn, Hrannar Þór. Hún og eldri sonur hennar, sem er fimm ára, eru strax byrjuð að lesa fyrir þann litla sem er fimm mánaða. Mynd Sigtryggur Ari Sólin tímir ekki að setjast Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur skrifað barnabók um íslenska sumarið S jáðu mig, sumar! er ný barnabók eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur en hún hefur áður sent frá sér bók- ina Vinur minn, vindurinn. Myndskreytingar í bókunum eru eft- ir hana. „Í nýju bókinni, Sjáðu mig, sum- ar!, er íslenska veðrið til umræðu eins og í Vinur minn, vindurinn og sögupersónurnar eru þær sömu: krakkar, amma og afi og köttur sem reyndar er aldrei minnst á en er þarna samt,“ segir Bergrún Íris. „Eft- ir að fyrri bókin kom út var haldin samkeppni þar sem þátttakendur lögðu fram tillögur um nafn á kettin- um sem heitir nú Kári og er læða eða fress, hvort sem hentar hverjum og einum. Einhver kallaði köttinn birtingarmynd barnsins í bókinni og það má vel vera að svo sé.“ Samtal um veðrið Um texta bókanna segir Bergrún: „Textinn er stuttur og einfaldur og býður upp á alls konar vangaveltur og samtal milli foreldra og barna um veðrið. Vinur minn, vindurinn varð til þegar eldri sonur minn var vonsvikinn vegna þess að veðrið var ekki gott og hann gat ekki farið út að leika. Þá fór ég að segja honum frá vindinum. Það er gaman að tala um vindinn því hann er ósýnilegur en maður sér samt allt sem hann gerir, eins og til dæmis þegar hann lætur laufblöðin dansa. Þarna varð til saga sem ég skrifaði niður. Í nýju bókinni, Sjáðu mig, sum- ar!, skín sólin en það rignir líka á ein- hverjum blaðsíðum. Íslenska sum- arið er sérstakt af því að sólin nær ekki alltaf gegnum skýin en það er mjög bjart allan sólarhringinn. Ís- lenska sumarið er svo skemmtilegt að sólin tímir ekki að setjast. Um þetta fjallar bókin meðal annars. Ég prófaði textann nokkrum sinnum á eldri stráknum mínum, sem er fimm ára, til að sjá hvað væri að virka. Svo settist ég niður og gerði myndirnar.“ Vindur minn, vindurinn er til- nefnd til Unglinga- og barnabóka- verðlauna Norðurlandaráðs auk þess sem hún var tilnefnd til Fjöru- verðlaunanna. „Þetta er mikill heið- ur og frábær viðurkenning,“ segir Bergrún. „Ég fór með Vinur minn, vindurinn til bókaforlags sem hafði ekki áhuga á að gefa hana út en ef maður hefur trú á einhverju þá gefst maður ekki upp og bókin kom út hjá Töfralandi sem gefur líka út Sjáðu mig, sumar!“ Frábær tími til að lesa bækur Rannsóknir sýna fram á mikil- vægi bóklesturs fyrir börn og Berg- rún hefur vitanlega sterkar skoðan- ir á þeim málum. „Sem barn var ég alltaf með nefið niðri í bókum. Það er mjög snemma hægt að leggja grunninn að lestraráhuga,“ seg- ir hún. „Ég á tvo syni, fimm ára og fimm mánaða. Ég og sá eldri erum byrjuð að lesa fyrir þann litla. Stóri bróðir stafar sig í gegnum orðin og les fyrir litla bróður. Sá eldri fékk snemma áhuga á bókum og ég man hvað ég varð glöð þegar ég spurði hann einn daginn hvort hann vildi koma í dótabúðina og hann sagði: „Má ég ekki frekar kaupa mér bók?“ Við vorum oft á bókasafninu en honum fannst ekki gaman að þurfa að skila bókunum, hann vildi eiga þær. Nú er sumar og þá er frábær tími til að lesa bækur, til dæmis á ferða- lögum og þegar börn eru þreytt eft- ir mikla útiveru og langan dag. Minn fimm ára vill alltaf fá sögu fyrir svefn- inn og bækurnar eiga alls ekki að fara í sumarfrí. Sjálf ætla ég að taka bækur með í tjaldútileguna í sumar, slökkva á netinu í símanum og skilja spjaldtölvuna eftir heima.“ n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Nú er sumar og þá er frábær tími til að lesa bækur, til dæmis á ferðalög- um og þegar börn eru þreytt eftir mikla úti- veru og langan dag Ein af myndum Bergrúnar í Sjáðu mig, sumar! „Textinn er stuttur og einfaldur og býður upp á alls konar vangaveltur og samtal milli foreldra og barna.“ Frábær glæpasaga A ðdáendur Jo Nesbø hafa lært að gera kröfur til síns manns og verða yfirleitt ekki fyrir vonbrigðum því fáir núlifandi glæpasagnahöfundar kunna jafn vel til verka og þessi norski metsöluhöf- undur. Bækur hans eru yfirleitt mörg hundruð síður og því kann einhverj- um lesendum að bregða þegar þeir fá í hendur glæpasögu eftir hann, Blóð í snjónum, sem er tæpar 200 síður. En enginn skyldi setja upp svip og segja í vandlætingartón: Er þetta nú allt og sumt! Og ekki skyldu lesendur held- ur setja fyrir sig að Harry Hole er ekki á sögusviðinu. Nesbø hefur áður sýnt að hann getur spjarað sig án Hole. Glæpasaga hans, Hausaveiðararnir, þar sem Hole var víðs fjarri, var afar vel heppnuð og bráðskemmtileg. Og nú sannar Nesbø enn sem fyrr snilli sína. Blóð í snjónum er stutt, snörp og innihaldsrík með hrikalegu uppgjöri og áhrifamiklum og merkilega ljóð- rænum lokakafla. Aðalpersónan, Ólafur, er leigu- morðingi sem fær það verkefni að koma ungri eiginkonu yfirmanns síns fyrir kattarnef. Verkefnið ætti ekki að vefjast fyrir Ólafi, en þegar hann verð- ur ástfanginn af konunni vandast málin. Bókin minnir um margt á hin- ar frægu film noir þar sem andrúms- loftið er myrkt og drungalegt og tál- kvendið hefur örlög aðalpersónunnar í hendi sér. Bókin er spennandi frá upphafi til enda og þar eru óvæntar vendingar eins og Nesbø er þekktur fyrir. Aðal- persónan er afar minnisstæð og hið sama á við um hina fötluðu Maríu, sem er aukapersóna í bókinni en um leið lykilmanneskja. Umkomuleysi persóna er áberandi, oft er minnst á Vesalinga Victor Hugos og sú tenging er sterk og grípandi. Nesbø er meistari á sínu sviði, hann kann að skapa hrollvekj- andi að- stæður og mikla spennu, en í bók- um hans hefur róman- tíkin þó ætíð átt vissan sess. Þannig er einnig í þessari bók. Blóð í snjónum er frábærlega vel heppnuð glæpasaga sem grípur lesandann frá fyrstu blaðsíðu. n Blóð í snjónum Höfundur: Jo Nesbø Útgefandi: JPV Þýðing: Bjarni Gunnarsson 192 bls. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Bækur „Blóð í snjónum er stutt, snörp og innihaldsrík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.