Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 4
4 Fréttir Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 V ið finnum alveg fyrir ríkis­ reknu sjónvarpi annars vegar og svo ókeypis Skjá Einum hins vegar,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri Hringbrautar. Sigmundur Ernir viðurkennir að rekstur stöðvarinn­ ar sé þungur en segir að forsvars­ menn hennar telji sig hafa tryggingu fyrir því að reksturinn lifi út næsta ár. „Þá vonandi verðum við komnir með nægar auglýsingar til að viðhalda þessu.“ Þeir finni fyrir hlýhug al­ mennings og sumra fyrirtækja en Sigmundur Ernir bendir á að fyrir­ tæki fari varlegar í markaðssetningu en stundum áður. Það sé gott fyrir samfélagið en ekkert sérstaklega já­ kvætt fyrir Hringbraut. Hann hafi verið í fjölmiðlum í 35 ár og þeir berj­ ist alltaf í bökkum. Nokkrir þættir á sjónvarpsstöðinni Hringbraut eru farnir, eða eru að fara, í jólafrí. Þar á meðal eru þættir Páls Magnússonar, Sigríðar Arnardóttur og Karls Ágústs Úlfssonar. Sigmundur Ernir segir í samtali við DV að þau muni öll snúa aftur á skjáinn á nýju ári. „Við hvílum alltaf þætti öðru hverju.“ Páll Magnússon staðfestir í samtali við DV að hann muni snúa aftur á skjáinn á nýju ári. n Þungur rekstur Hringbrautar Sjónvarpsstjórinn segir þó næsta ár tryggt Sjónvarpsstjórinn Nokkrir þættir eru komnir í jólafrí að sögn Sigmundar Ernis. Styrkja með bensínlítranum Olíuverzlun Íslands hf. ýtti verkefninu „Gefum & gleðjum“ úr vör á dögunum. Næstu fimm föstudaga fram að áramótum munu 5 krónur af hverjum seld­ um eldsneytislítra hjá Olís og ÓB renna til þeirra félaga sem ákveðið hefur verið að styrkja en þau eru: Styrktarfélag barna með einhverfu, Mæðrastyrksnefnd, Neistinn styrktarfélag hjartveikra barna, Geðhjálp og Landsbjörg. „Það er okkar samfélagslega skylda að leggja góðum málefnum lið. Olís hefur undanfarin ár styrkt myndarlega við hin ýmsu verk­ efni, samtök og íþróttafélög og því viljum við halda áfram,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís. Bætur vegna skarkala Breskt par, sem dvaldi á gisti­ heimili í miðborg Reykjavíkur, var mjög ósátt við dvölina vegna ónæðis sem orsakaðist af skarkala frá næturlífi miðborgarinnar. Þar sem gistiheimilið var fullbókað gat fólkið ekki skipt um herbergi og þurfti því að sætta sig við and­ vökunætur vegna óhljóða. Fólkið fór fram á bætur vegna ónæðis­ ins þegar gera átti dvölina upp en því höfnuðu eigendur gistiheim­ ilisins. Parið hafði í framhaldinu samband við Neytendasamtök­ in og eftir íhlutun þeirra þá var niðurstaðan sú að Bretarnir fengu 35.400 krónur í bætur. Leigir moskuna á 10.000 á mánuði Menningarsetur múslima á Íslandi segir leigugreiðslur vegna Ýmishússins vera táknrænar T rúfélagið Menningarsetur múslima á Íslandi greiðir tíu þúsund krónur í húsaleigu á mánuði til Stofnunar múslima á Íslandi ses. fyrir 1.200 fer­ metra Ýmishúsið í Skógarhlíð. Sam­ kvæmt húsaleigusamningi þeirra á leigan að nema sömu upphæð út tíu ára samningstímann eða til ársloka 2023. Taoufik Elmassoudi, stjórn­ armaður og einn stofnenda trúfé­ lagsins, segir leigugreiðslurnar tákn­ rænar þar sem fasteignin hafi verið keypt með fjárframlögum „úr hinum múslimska heimi“. Annar forsvars­ maður trúfélagsins hefur fullyrt að Stofnun múslima á Íslandi hafi fengið margumrædda rúma milljón Banda­ ríkjadala, um 130 milljónir króna, sem Sádi­Arabía gaf til stuðnings byggingar mosku hér á landi, en ítrekað að stofn­ unin sé ótengd menningarsetrinu. „Við óskuðum eftir langtíma leigu­ samningi til að tryggja stöðugleika, sjálfstæði trúfélagsins og að það gæti starfað án þrýstings eða skilyrða,“ segir Taoufik í skriflegu svari við fyrirspurn DV. Hóf söfnunina Húsaleigusamningurinn tók gildi í árs­ byrjun 2013 og var þinglýst í janúar síðastliðnum. Stofnun múslima á Ís­ landi keypti Ýmishúsið við Skógarhlíð 20 í október 2012 en fasteignamat þess fyrir næsta ár er 230 milljónir króna og brunabótamatið rétt tæpar 329 millj­ ónir. Hussein Al Daoudi, stjórnarfor­ maður Stofnunar múslima á Íslandi, skrifaði undir leigusamninginn fyrir hönd hennar. Samkvæmt fyrirtækja­ skrá er stofnunin til húsa á sama stað og trúfélagið. Ahmad Seddeq, ímam menningarsetursins, sagði í samtali við RÚV í mars síðastliðnum að stofnunin hefði fengið peningagjöfina frá Sádi­ Arabíu sem átti að renna til byggingu mosku hér á landi. Hussein sé búsettur í Svíþjóð en að Ahmad viti ekki til hvers stofnunin ætli að nota peningagjöfina. Ítrekaði ímaminn að stofnunin væri ekki trúfélag, ólíkt menningarsetrinu. „Þessi moska var keypt af Stofn­ un múslima á Íslandi með fjárfram­ lögum frá hinum múslimska heimi og þar á meðal Sádi­Arabíu. Byggingin er í hennar nafni en stofnunin er ekki trú­ félag,“ segir Ahmad í samtali við DV. Í svari Taoufik segir að Hussein Al Da­ oudi hafi hafið söfnunina fyrir kaupun­ um á Ýmishúsinu. „Síðar féll hann frá því sem hann hafði áður sagt og stofnaði sjálfseignar­ stofnunina eftir að hafa fengið loforð um fjárframlög. Þegar búið var að safna peningunum sem þurfti voru þeir lagð­ ir inn á bankareikning stofnunarinnar á Íslandi og fasteignin keypt í lok 2012. Við viljum að fasteignin verði skráð undir nafni múslima á Íslandi og að fjárframlög vegna hússins séu í hönd­ um skráðs trúfélags,“ segir Taoufik. Afsprengi klofnings Menningarsetur múslima á Íslandi er annað tveggja trúfélaga íslam hér á landi og afsprengi klofnings innan sam­ félags þeirra. Forsvarsmenn hins trúfé­ lagsins, Félags múslima á Íslandi, hafa ítrekað vísað því á bug að það hafi feng­ ið peningagjöfina frá Sádi­Arabíu sem fyrst var greint frá í mars síðastliðnum á vefsíðu forsetaembættisins. Kom þar fram að Ibrahim S.I. Alibrahim, sendi­ herra Sádi­Arabíu á Íslandi, hefði á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, greint frá því að ein­ ræðisríkið styddi byggingu mosku í Reykjavík og myndi leggja verk efninu til rúmlega eina milljón dala. „Leigusamningurinn um Ýmishús­ ið var gerður áður en það fjárframlag kom til sögunnar,“ segir Ahmad. Forsvarsmenn Félags múslima á Íslandi hafa fullyrt að menningarsetr­ ið í Skógarhlíð sé stutt af sænska trú­ arhópnum Ar­Risalah. Ibrahim Sverrir Agnarsson, fyrrverandi formaður fé­ lagsins, sagði í viðtali við RÚV í október 2012 að Ar­Risalah væri að hans mati öfgahópur. Í fyrirspurn DV til menn­ ingarsetursins var ekki spurt út í meint tengsl þess við Ar­Risalah. Taoufik seg­ ir aftur á móti í svari sínu að ekki sé fótur fyrir ýmsum fullyrðingum á vef­ síðu Ar­Risalah um starfsemi sænska trúarhópsins hér á landi eins og þeirri að hann starfræki skóla fyrir múslima í Skógarhlíð. „Þú getur spurt þá hvar öll þessi starfsemi er rekin en Skógarhlíð 20 er rekin af Menningarsetri múslima á Ís­ landi. Hussein Al Daoudi hefur að undanförnu notað ákveðið fólk hér á Íslandi í þeim tilgangi að grafa undan menningarsetrinu sem á í deilum við hann. Þetta gerir hann til að hafa áhrif á það hverjir sitja í stjórn trúfélagsins. Yfirvöld á Íslandi hafa verið upplýst um þetta,“ segir Taoufik. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is „Þessi moska var keypt af Stofnun múslima á Íslandi með fjárframlögum frá hinum múslimska heimi og þar á meðal Sádi-Arabíu. Ýmishúsið Menningarsetur múslima á Íslandi vildi upphaflega leigja Skógarhlíð 20 til ársins 2038 en á endanum var samið til 2023. Svo virðist sem upp séu komnar deilur á milli leigutakans og forsvarsmanna stofnunar múslima á Íslandi. Mynd SiGtryGGur Ari Ímaminn Ahmad Saddeq, ímam Menn- ingarseturs múslima á Íslandi, ítrekar að leigusamningurinn um Skógarhlíð 20 hafi verið gerður áður en Stofnun múslima á Íslandi tók við rúmlega milljóna dala pen- ingagjöf frá Sádi-Arabíu. Hittust á Bessastöðum Ibrahim S.I. Alibrahim, sendiherra Sádi-Arabíu á Íslandi, greindi Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, frá því í mars að konungsdæmið hefði ákveðið að gefa rúmlega eina milljón dala til byggingu mosku hér á landi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.