Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 10
10 Fréttir Helgarblað 27.–30. nóvember 2015 Verð miðast við 4 dekk Eik vill bætur út af Turninum n Fasteignafélagið vill láta meta meinta fasteignagalla í kjölfar kaupa af SMI n Krafan nemur um 100 milljónum E ik fasteignafélag vill að dóm­ kvaddir matsmenn verði fengnir til að meta meinta fasteignagalla í Turninum við Smáratorg og verslunar­ húsnæði við Dalsbraut 1 á Akureyri sem félagið keypti af SMI ehf. í jan­ úar 2014. Samkvæmt heimildum DV hefur Eik einnig gert athugasemd­ ir við frágang nokkurra leigusamn­ inga sem SMI gerði áður en kaup­ in gengu í gegn og að félagið hafi ekki verið upplýst um samkomulag við Akureyrarbæ um framkvæmd­ ir á fasteigninni þar. Krafa Eikar um bætur nemur samkvæmt heimild­ um um 100 milljónum króna. Deilt um klæðningu Krafan um dómkvaðningu mats­ manna verður tekin fyrir í Héraðs­ dómi Reykjavíkur í dag, föstudag. Samkvæmt upplýsingum DV full­ yrðir Eik að fasteignagallar hafi komið í ljós eftir að gengið var frá kaupunum. Dalsbraut 1 er staðsett fyrir aftan verslanamiðstöðina Gler­ ártorg en stjórnendur Eikar halda fram að SMI hafi ekki greint þeim frá samkomulagi við Akureyrarbæ um að eigandi húsnæðisins myndi ráðast í og bera kostnaðinn við að klæða það að utan. Upplýsingar sem þeim hafi verið gefin í gagna­ herbergi fyrir kaupin hafi ekki inni­ haldið áðurnefnd atriði. Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar, og Halldór Karl Halldórsson, lögmaður félagsins, vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leit­ að. Fasteignafélagið keypti einnig Glerártorg og verslanamiðstöðina Smáratorg í Kópavogi af SMI í kaup­ unum sem voru handsöluð í ágúst 2013 og gengu í gegn fimm mánuð­ um síðar. Kaupverðið var trúnaðar­ mál en eignasafn Eikar stækkaði um rúmlega 70% við kaupin. Eign­ ir félagsins námu þá 21 milljarði króna. Kaupin voru liður í skrán­ ingu Eikar í Kauphöll Íslands þang­ að sem fasteignafélagið fór í apríl síðastliðnum. Jákúp formaður stjórnarinnar Davíð Freyr Albertsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMI, vildi ekki tjá sig um kröfu Eikar þegar blaðamað­ ur náði tali af honum en hann var starfsmaður og hluthafi félagsins í janúar 2014. Samkvæmt fyrirtækja­ skrá Ríkisskattstjóra er SMI ekki með skráðan framkvæmdastjóra og Davíð svarar aðspurður að hann viti ekki hver veiti félaginu forstöðu í dag. Jákup á Dul Jacobsen, stofnandi Rúmfatalagersins, er stjórnarfor­ maður SMI, sem hélt eftir eigninni Korputorgi í Grafarvogi þegar salan til Eikar var samþykkt. Davíð er í dag einn eigenda Korputorgs. Jákup fór einnig fyrir SMI á ár­ unum fyrir hrun en fasteignir þess hýsa enn í dag margar af þeim versl­ unum sem hann hefur rekið hér á landi. Samkvæmt nýjasta ársreikn­ ingi félagsins, sem er fyrir árið 2013, fór hann úr hluthafahópi þess það ár ásamt Arion banka og slitabúi gamla Landsbankans (LBI). SMI var í árs­ lok 2013 í 70% eigu The Calabry Trust samkvæmt ársreikningnum en ekkert félag með því nafni er skráð hjá fyrir­ tækjaskrá Ríkisskattstjóra. Aðrir hluthafar voru Davíð Freyr, Jákup Napóleon Purkhús, innkaupastjóri Rúmfatalagersins og viðskiptafélagi nafna síns, og María Rúnarsdóttir, fyrrverandi starfsmaður SMI og nú­ verandi hluthafi í Korputorgi. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Stjórnarformaðurinn Jákup á Dul Jacobsen, stofnandi Rúmfatalagersins, er stjórnarformaður SMI. Framkvæmdastjóri Eikar Garðar Hannes Friðjónsson vildi ekki tjá sig um kröfur fasteignafélagsins á hendur SMI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.