Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 10
10 Fréttir Helgarblað 27.–30. nóvember 2015
Verð miðast við 4 dekk
Eik vill bætur út af Turninum
n Fasteignafélagið vill láta meta meinta fasteignagalla í kjölfar kaupa af SMI n Krafan nemur um 100 milljónum
E
ik fasteignafélag vill að dóm
kvaddir matsmenn verði
fengnir til að meta meinta
fasteignagalla í Turninum
við Smáratorg og verslunar
húsnæði við Dalsbraut 1 á Akureyri
sem félagið keypti af SMI ehf. í jan
úar 2014. Samkvæmt heimildum DV
hefur Eik einnig gert athugasemd
ir við frágang nokkurra leigusamn
inga sem SMI gerði áður en kaup
in gengu í gegn og að félagið hafi
ekki verið upplýst um samkomulag
við Akureyrarbæ um framkvæmd
ir á fasteigninni þar. Krafa Eikar um
bætur nemur samkvæmt heimild
um um 100 milljónum króna.
Deilt um klæðningu
Krafan um dómkvaðningu mats
manna verður tekin fyrir í Héraðs
dómi Reykjavíkur í dag, föstudag.
Samkvæmt upplýsingum DV full
yrðir Eik að fasteignagallar hafi
komið í ljós eftir að gengið var frá
kaupunum. Dalsbraut 1 er staðsett
fyrir aftan verslanamiðstöðina Gler
ártorg en stjórnendur Eikar halda
fram að SMI hafi ekki greint þeim
frá samkomulagi við Akureyrarbæ
um að eigandi húsnæðisins myndi
ráðast í og bera kostnaðinn við að
klæða það að utan. Upplýsingar
sem þeim hafi verið gefin í gagna
herbergi fyrir kaupin hafi ekki inni
haldið áðurnefnd atriði.
Hannes Friðjónsson, forstjóri
Eikar, og Halldór Karl Halldórsson,
lögmaður félagsins, vildu ekki tjá
sig um málið þegar eftir því var leit
að. Fasteignafélagið keypti einnig
Glerártorg og verslanamiðstöðina
Smáratorg í Kópavogi af SMI í kaup
unum sem voru handsöluð í ágúst
2013 og gengu í gegn fimm mánuð
um síðar. Kaupverðið var trúnaðar
mál en eignasafn Eikar stækkaði
um rúmlega 70% við kaupin. Eign
ir félagsins námu þá 21 milljarði
króna. Kaupin voru liður í skrán
ingu Eikar í Kauphöll Íslands þang
að sem fasteignafélagið fór í apríl
síðastliðnum.
Jákúp formaður stjórnarinnar
Davíð Freyr Albertsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri SMI, vildi ekki tjá
sig um kröfu Eikar þegar blaðamað
ur náði tali af honum en hann var
starfsmaður og hluthafi félagsins í
janúar 2014. Samkvæmt fyrirtækja
skrá Ríkisskattstjóra er SMI ekki
með skráðan framkvæmdastjóra
og Davíð svarar aðspurður að hann
viti ekki hver veiti félaginu forstöðu í
dag. Jákup á Dul Jacobsen, stofnandi
Rúmfatalagersins, er stjórnarfor
maður SMI, sem hélt eftir eigninni
Korputorgi í Grafarvogi þegar salan
til Eikar var samþykkt. Davíð er í dag
einn eigenda Korputorgs.
Jákup fór einnig fyrir SMI á ár
unum fyrir hrun en fasteignir þess
hýsa enn í dag margar af þeim versl
unum sem hann hefur rekið hér á
landi. Samkvæmt nýjasta ársreikn
ingi félagsins, sem er fyrir árið 2013,
fór hann úr hluthafahópi þess það ár
ásamt Arion banka og slitabúi gamla
Landsbankans (LBI). SMI var í árs
lok 2013 í 70% eigu The Calabry Trust
samkvæmt ársreikningnum en ekkert
félag með því nafni er skráð hjá fyrir
tækjaskrá Ríkisskattstjóra. Aðrir
hluthafar voru Davíð Freyr, Jákup
Napóleon Purkhús, innkaupastjóri
Rúmfatalagersins og viðskiptafélagi
nafna síns, og María Rúnarsdóttir,
fyrrverandi starfsmaður SMI og nú
verandi hluthafi í Korputorgi. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Stjórnarformaðurinn Jákup á Dul
Jacobsen, stofnandi Rúmfatalagersins, er
stjórnarformaður SMI.
Framkvæmdastjóri Eikar Garðar
Hannes Friðjónsson vildi ekki tjá sig um
kröfur fasteignafélagsins á hendur SMI.