Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 24
Helgarblað 27.–30. nóvember 201524 Neytendur Veruleg verðhækkun á metsöluhöfundum n Arnaldur og Yrsa dýrari en á sama tíma í fyrra n Hækkað langt umfram bókaskattinn V erð á bókum tveggja vin- sælustu spennusagnahöf- unda landsins er á bilinu 21 til 34 prósent hærra en á útgáfum sömu rithöf- unda, á sama tíma, í fyrra. Hækk- anirnar eru í flestum tilfellum langt umfram breytingar sem urðu á virðisaukaskatti um síðustu áramót sem og verðlagsbreytingum. DV gerði verðkönnun á nokkrum völdum og vinsælum jólabókum þann 25. nóvember í fyrra þar sem verðsamanburður var gerður á níu bókum milli tíu verslana. Bæði skáldsögum og barna- og unglinga- bókum. Bónus reyndist oftast vera með lægsta verðið af þeim verslun- um sem könnun DV tók til fyrir ári en Eymundsson oftast með hæsta verðið. Bækur Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur, Kamp Knox og DNA, voru meðal þeirra sem skoð- aðar voru í fyrra. Turnarnir tveir í ís- lenskri bókaútgáfu eru einu skáld- sagnahöfundarnir úr könnun DV í fyrra, sem gefa líka út í ár. DV ákvað því að skoða hvernig verðþróun hefði orðið á bókum þeirra milli ára hjá fjórum söluaðilum. Í ljós kom að verulegur verðmunur er á bók- um höfundanna milli ára. Arnaldur dýrari Bók Arnaldar, Kamp Knox, var ódýrust í Hagkaupum í könnun DV í fyrra og kostaði þá 4.099 krón- ur. Nú, ári síðar, kostar Þýska hús- ið eftir Arnald, 5.499 krónur í versl- uninni, eða 34 prósentum meira en Kamp Knox. Verðhækkun á bókum Arnalds hjá Bónus nemur 15,3 pró- sentum milli ára en hækkunin er heldur hóflegri hjá Pennanum Ey- mundsson (1,6 prósent) og A4 (5,2 prósent). Yrsa hækkar Bók Yrsu Sigurðardóttur í fyrra, DNA, var heldur dýrari en Kamp Knox Arnaldar í fyrra. Í fyrra var DNA ódýrust í Bónus í könnun DV og kostaði 4.198 krónur. Í ár kostar nýjasta bók hennar, Sogið, 4.545 krónur í Bónus sem gerir hækkun upp á 8,2 prósent. Mest hækkar bókin í verði í verslunum Pennans Eymundsson og A4. Sogið er 20,7 prósentum dýrari en DNA hjá fyrrnefndu versluninni og 21 pró- senti dýrari hjá A4. Hjá Hagkaup- um er Sogið 14 prósentum dýrari en DNA á sama tíma í fyrra. Verð á bókunum var ýmist fengið af heimasíðum viðkomandi verslana eða í verslununum sjálfum þann 24. nóvember síðastliðinn. Örar breytingar eru oft á verði bóka hjá verslunum vikurnar fyrir jól en til marks um það þá kostaði Þýska húsið hans Arnaldar 5.999 krónur í Hagkaupum þegar hún kom fyrst út, en hefur síðan lækkað um 500 krónur. Hækkanir umfram breytingar En hvað gæti skýrt þessar verð- hækkanir milli ára? Það fyrsta sem ber að nefna er að um síðustu ára- mót tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, þar sem meðal annars neðra þrep virðisaukaskatts hækkaði úr 7 prósentum í 11 pró- sent. Samkvæmt útreikningum Al- þýðusambands Íslands átti verð vöru í þessu þrepi að hækka um 3,7 prósent. Bækur tilheyra þessu neðra þrepi. Því mætti ætla að verð á bók- um ætti almennt að hafa hækkað um að minnsta kosti 3,7 prósent milli ára og verðathugana DV. Í flestum tilfellum er hækkunin hins vegar umtalsvert meiri, og langt umfram áhrif þessara breytinga á virðisaukaskattsþrepinu. Og ef einhver er að velta fyrir sér hækkun á vísitölu neysluverðs þá eru hækkanirnar nú sömuleiðis talsvert umfram verðlag, sem á tímabilinu nóvember 2014 til október 2015 (nýjustu tölur) hækk- aði um 2,3 prósent. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Arnaldur Indriðason Kamp Knox (2014) Þýska húsið (2015) Hækkun Bónus 4.159 kr. 4.798 kr. 15,3% Hagkaup 4.099 kr. 5.499 34% Penninn Eymundsson 5.799 kr. 5.894 kr. 1,6% A4 5.689 kr. 5.989 kr. 5,2% Yrsa Sigurðardóttir DNA (2014) Sogið (2015) Hækkun Bónus 4.198 kr. 4.545 kr. 8,2% Hagkaup 4.999 kr. 5.699 kr. 14% Penninn Eymundsson 5.799 kr. 6.999 kr. 20,7% A4 5.689 kr. 6.889 kr. 21% „Bók Arnaldar, Kamp Knox, var ódýrust í Hagkaupum í könnun DV í fyrra og kostaði þá 4.099 krónur. Nú, ári síðar, kostar Þýska húsið eftir Arnald, 5.499 krónur í versluninni, eða 34 prósentum meira. Dýrari metsölubækur Bækur Yrsu og Arnaldar ná nær undantekningarlaust metsölu hér á landi og er þær að finna undir jólatrjám margra landsmanna fyrir jólin. Það er þó umtalsvert dýrara að kaupa bækur þeirra í ár en það var í fyrra. MYND SigtrYggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.