Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Blaðsíða 24
Helgarblað 27.–30. nóvember 201524 Neytendur Veruleg verðhækkun á metsöluhöfundum n Arnaldur og Yrsa dýrari en á sama tíma í fyrra n Hækkað langt umfram bókaskattinn V erð á bókum tveggja vin- sælustu spennusagnahöf- unda landsins er á bilinu 21 til 34 prósent hærra en á útgáfum sömu rithöf- unda, á sama tíma, í fyrra. Hækk- anirnar eru í flestum tilfellum langt umfram breytingar sem urðu á virðisaukaskatti um síðustu áramót sem og verðlagsbreytingum. DV gerði verðkönnun á nokkrum völdum og vinsælum jólabókum þann 25. nóvember í fyrra þar sem verðsamanburður var gerður á níu bókum milli tíu verslana. Bæði skáldsögum og barna- og unglinga- bókum. Bónus reyndist oftast vera með lægsta verðið af þeim verslun- um sem könnun DV tók til fyrir ári en Eymundsson oftast með hæsta verðið. Bækur Arnaldar Indriðasonar og Yrsu Sigurðardóttur, Kamp Knox og DNA, voru meðal þeirra sem skoð- aðar voru í fyrra. Turnarnir tveir í ís- lenskri bókaútgáfu eru einu skáld- sagnahöfundarnir úr könnun DV í fyrra, sem gefa líka út í ár. DV ákvað því að skoða hvernig verðþróun hefði orðið á bókum þeirra milli ára hjá fjórum söluaðilum. Í ljós kom að verulegur verðmunur er á bók- um höfundanna milli ára. Arnaldur dýrari Bók Arnaldar, Kamp Knox, var ódýrust í Hagkaupum í könnun DV í fyrra og kostaði þá 4.099 krón- ur. Nú, ári síðar, kostar Þýska hús- ið eftir Arnald, 5.499 krónur í versl- uninni, eða 34 prósentum meira en Kamp Knox. Verðhækkun á bókum Arnalds hjá Bónus nemur 15,3 pró- sentum milli ára en hækkunin er heldur hóflegri hjá Pennanum Ey- mundsson (1,6 prósent) og A4 (5,2 prósent). Yrsa hækkar Bók Yrsu Sigurðardóttur í fyrra, DNA, var heldur dýrari en Kamp Knox Arnaldar í fyrra. Í fyrra var DNA ódýrust í Bónus í könnun DV og kostaði 4.198 krónur. Í ár kostar nýjasta bók hennar, Sogið, 4.545 krónur í Bónus sem gerir hækkun upp á 8,2 prósent. Mest hækkar bókin í verði í verslunum Pennans Eymundsson og A4. Sogið er 20,7 prósentum dýrari en DNA hjá fyrrnefndu versluninni og 21 pró- senti dýrari hjá A4. Hjá Hagkaup- um er Sogið 14 prósentum dýrari en DNA á sama tíma í fyrra. Verð á bókunum var ýmist fengið af heimasíðum viðkomandi verslana eða í verslununum sjálfum þann 24. nóvember síðastliðinn. Örar breytingar eru oft á verði bóka hjá verslunum vikurnar fyrir jól en til marks um það þá kostaði Þýska húsið hans Arnaldar 5.999 krónur í Hagkaupum þegar hún kom fyrst út, en hefur síðan lækkað um 500 krónur. Hækkanir umfram breytingar En hvað gæti skýrt þessar verð- hækkanir milli ára? Það fyrsta sem ber að nefna er að um síðustu ára- mót tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, þar sem meðal annars neðra þrep virðisaukaskatts hækkaði úr 7 prósentum í 11 pró- sent. Samkvæmt útreikningum Al- þýðusambands Íslands átti verð vöru í þessu þrepi að hækka um 3,7 prósent. Bækur tilheyra þessu neðra þrepi. Því mætti ætla að verð á bók- um ætti almennt að hafa hækkað um að minnsta kosti 3,7 prósent milli ára og verðathugana DV. Í flestum tilfellum er hækkunin hins vegar umtalsvert meiri, og langt umfram áhrif þessara breytinga á virðisaukaskattsþrepinu. Og ef einhver er að velta fyrir sér hækkun á vísitölu neysluverðs þá eru hækkanirnar nú sömuleiðis talsvert umfram verðlag, sem á tímabilinu nóvember 2014 til október 2015 (nýjustu tölur) hækk- aði um 2,3 prósent. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Arnaldur Indriðason Kamp Knox (2014) Þýska húsið (2015) Hækkun Bónus 4.159 kr. 4.798 kr. 15,3% Hagkaup 4.099 kr. 5.499 34% Penninn Eymundsson 5.799 kr. 5.894 kr. 1,6% A4 5.689 kr. 5.989 kr. 5,2% Yrsa Sigurðardóttir DNA (2014) Sogið (2015) Hækkun Bónus 4.198 kr. 4.545 kr. 8,2% Hagkaup 4.999 kr. 5.699 kr. 14% Penninn Eymundsson 5.799 kr. 6.999 kr. 20,7% A4 5.689 kr. 6.889 kr. 21% „Bók Arnaldar, Kamp Knox, var ódýrust í Hagkaupum í könnun DV í fyrra og kostaði þá 4.099 krónur. Nú, ári síðar, kostar Þýska húsið eftir Arnald, 5.499 krónur í versluninni, eða 34 prósentum meira. Dýrari metsölubækur Bækur Yrsu og Arnaldar ná nær undantekningarlaust metsölu hér á landi og er þær að finna undir jólatrjám margra landsmanna fyrir jólin. Það er þó umtalsvert dýrara að kaupa bækur þeirra í ár en það var í fyrra. MYND SigtrYggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.