Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Síða 26
Helgarblað 27.–30. nóvember 201526 Neytendur
Leitin að fullkominni sætu
n Michael Mosley prófaði kraftaverkaberið n Enn deilt um áhrif sætuefna
S
ykri er kennt um bylgju
offitu og annarra heilsufars-
vandamála í vestrænum
ríkjum. Sjónvarpsmaður-
inn Michael Mosley kryfur
í nýrri grein á BBC leitina að hinu
fullkomna sætuefni. „Það er ekki
auðveld leit,“ segir Mosley sem próf-
aði kraftaverkaberið svokallaða.
„Ég hef sjálfur átt í ástarsam-
bandi við sykur alla mína ævi,“ segir
Mosley í upphafi pistils síns. Honum
þykir sykur ómótstæðilegur og segir
að í æsku hafi hann neytt allra þeirra
sætinda sem að kjafti komu. Sykur-
inn hafi hins vegar leikið hann grátt.
Næstum hver einasta tönn hefur
skemmst í gegnum tíðina auk þess
sem hann hefur safnað aukakílóum,
sem hefur leitt til þess að hann hefur
á ævi sinni glímt við háan blóðsykur.
Hann segir að honum hafi, fyrir
ekki svo löngu, tekist að koma bönd-
um á sykurneysluna þó að honum
hafi ekki auðnast að hætta henni al-
veg. Hann hafi undanfarin ár leitað
logandi ljósi að staðgengli sykursins.
Einhverju sem fullnægir sykur-
þörfinni. „Ég hef prófað aspartam,
sakkarín, xylitol og stevíu. Ekkert
þeirra hefur sannfært mig, jafnvel þó
að hrein stevía sé ekki alslæm þegar
henni er blandað saman við sykur
og niðursoðna ávexti.“
Kraftaverkaberið
Hann var því afar spenntur þegar, við
framleiðslu Tomorrow‘s Food, fyrir
BBC, honum var boðið að bragða
þykkni sem unnið er úr afrískum
ávexti sem kallaður er kraftaverka-
berið. Ávöxturinn sprettur á plöntu
sem kallast Synsepalum dulcificum
á latínu. „Og er líkur öllum gervi-
sætuefnum sem ég hef prófað því
hann er gerir matinn ekki sætari,
heldur lætur hann bragðast eins og
hann sé sætari en hann er,“ skrifar
Mosley.
Kraftaverkaberið inniheldur
sameindina miraculin, sem hefur
þá eiginleika að breyta lögun skyn-
fruma í tungunni – sem hefur bein
áhrif á bragðlaukana. Þetta veldur
því að það sem er súrt virðist sætt.
„Kosturinn við þetta eru áhrifin sem
þetta getur haft á þarmaflóruna,“
skrifar hann.
Ágreiningur um áhrif sætuefna
Mosley bendir á að umræðan um
hvort neysla gervisætuefna í stað
sykurs hjálpi manni að léttast hafi
staðið yfir árum saman. Nýleg safn-
greining (tegund gagnagreininga þar
sem niðurstöður nokkurra mark-
tækra rannsókna eru skoðaðar
saman) þar sem yfir 100 rannsóknir
voru skoðaðar, leiddi í ljós að þegar
fólk skipti út sykri fyrir gervisætu-
efni í mataræði sínu, gæti það leitt
til þyngdarmissis. Harvard School of
Public Health bendi hins vegar á að
rannsóknir greini mjög á um áhrifin.
Til séu rannsóknir sem bendi til
þess að drykkir sem innihaldi gervi-
sætuefni í stað sykurs auki líkurnar á
þyngdaraukningu sem og sykursýki 2.
„Enginn veit í raun hvernig gervi-
sætuefni geta leitt til þessa,“ segir
Mosley og bendir á að í rannsókn
sem gerð var í Ísrael hafi komið vís-
bendingar um að gervisæta hafi áhrif
á þarmaflóruna. „Í rannsókninni,
sem birt var í fyrra í vísindaritinu
Nature, báðu rannsakendur heilsu-
hrausta og granna sjálfboðaliða,
sem nota ekki gervisætu alla jafna,
um að neyta hámarks dagskammts
af gervisætu í eina viku. Að vikunni
lokinni sýndi helmingur þátttak-
enda merki um óþol fyrir glúkósa,
sem er eitt af upphafseinkennum
sykursýki 2,“ skrifar Mosley.
Í saursýnum sáust breytingar á
þarmaflórunni hjá þeim sem sem
fengu einkenni óþols. Hjá hinum
varð engin breyting. Mosley vísar í
einn rannsakanda, dr. Eran Elinav,
sem segir að mjög einstaklingsbund-
ið sé hvernig bakteríurnar í þörm-
unum vinni. Þær stýri því hvernig
við þolum ólíka fæðu. Elinav leggi til
að verulega verði dregið úr óhóflegri
neyslu þessara aukaefna.
Erfðabreyttir tómatar í bígerð
Mosley segir að hvað sem áhrifum á
neyslu gervisætuefna líði, þá sé ljóst
að neytendur séu meðvitaðir um
þau. Það sé tækifæri sem þeir sem
rækti kraftaverkaberin vilji ekki fara
á mis við. „Gallinn er að það er dýrt
að rækta þessi ber auk þess sem þau
endast ekki lengi. Þess vegna reyna
vísindamenn í Japan (þar sem berin
njóta hylli) að erfðabreyta tómötum
þannig að þeir innihaldi miraculin-
sameindina. Þeir eiga langt í land.“
Mosley segir að einfaldasta og
ódýrasta leiðin til að nálgast krafta-
verkaberin í dag sé að kaupa töflur
sem innihaldi þurrkað aldinkjöt
berjanna. Það gerði hann.
Sykurþörfin átti að hverfa
„Ég setti töflu spenntur á tunguna og
beið í fimm mínútur á meðan hún
leystist upp. Þá var ég klár í slaginn.
Ég hafði lesið sannfærandi full-
yrðingar um að þetta myndi láta mat-
væli eins og appelsínur bragðast eins
og þær hefðu verið tíndar í sjálfum
Edengarðinum. Sykurþörfin myndi
hverfa eins og dögg fyrir sólu,“ skrifar
Mosley.
Hann upplifði töfluna ekki eins og
henni hafði verið lýst. Hún tók vissu-
lega í burtu biturt bragð sítrónunnar
sem hann sleikti, „en eftirbragðið
var flatt og óspennandi. Dýrt og gott
rauðvín varð að dísætum freyðandi
viðbjóði.“ Hann prófaði að borða bát
af appelsínu en hún varð óæt, þökk sé
töflunni. „Það eina jákvæða við þessa
upplifun – hvað mig varðar – var
að ég hafði ekki lyst á nokkrum mat
þar til áhrifin voru horfin (um það
bil klukkutími). Aðrir kunna að hafa
betri sögu að segja en í mínum huga
stendur leitin að hinu fullkomna
gervisætuefni enn yfir.“ n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is Ís Leitin að efni til
að leysa sykur af
hólmi stendur yfir.
Mynd 123rf.coM
Kraftaverkaberið Mosley var ekki sér-
lega hrifinn af áhrifunum. Mynd 123rf.coM
Þekktur sjónvarpsmaður Mosley próf-
aði töflu unna úr kraftaverkaberinu.
„Dýrt og gott rauð-
vín varð að dísæt-
um freyðandi viðbjóði.
Borgartúni 31, 105 Rvk fonix@fonix.is www.fonix.is552 4420
Verið velkomin til okkar!