Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2015, Side 42
Helgarblað 27.–30. nóvember 20152 Jólagjafahandbók - Kynningarblað Eftirminnilegasta jólagjöfin kom unglingnum í vandræði Yrsa Sigurðardóttir og störnukíkirinn hennar www.arc-tic.is www.arc-tic.is ARC-TIC RETRO ertu að leita að rétta úrinu á rétta verðinu? við kynnum arc-tic Retro Gilbert úrsmiður kynnir nýtt úr í ARC-TIC Iceland línunni á frábæru verði, úrið er íslensk hönnun og kemur í ryðfríum 316L 5ATM stálkassa með vönduðu svissnesku quartz gangverki. Úrið heitir ARC-TIC Retro og kemur í tveimur stærðum, 42 mm og 36 mm í bæði hvítu og svörtu og fylgir nató ól með öllum úrum í íslensku fánalitunum. íslensk hönnun VERÐ AÐEINS: 29.900,- E ftirminnilegasta jólagjöfin í mínu tilfelli er forláta stjörnu- kíkir sem ég fékk frá foreldr- um mínum þegar ég var 14 ára. Ef ég ætti að fá stjörnukíki í dag sem myndi veita mér jafn mikla gleði þyrfti það að vera Hubble-sjón- aukinn, þótt þar sé ekki saman að jafna á neinn hátt,“ segir metsölu- höfundurinn Yrsa Sigurðardóttir um eftirminnilegustu jólagjöfina sína og bætir við: „Þessi kíkir kom mér raunar í vandræði þegar frá leið því við flutt- um í nýtt hverfi tæpu ári síðar og ég hóf þar með skólagöngu í nýjum skóla þar sem ég þekkti engan. Þar sem ég stóð úti í garði fyrir framan húsið okkar nýja að góna upp í loftið gegnum elskaðan kíkinn eitt stjörnu- bjart haustkvöldið, bar að tvo tán- inga úr árganginum sem höfðu ætlað að heilsa upp á nýja nemandann. Ég hefði ekki getað verið gripin við hall- ærislegri iðju ef ég hefði æft vikivaka með skotthúfu á túninu. En sem bet- ur fer tókst gestunum að líta fram- hjá þessum „lapsus“ í töffheitum og okkur varð mjög vel til vina og lifir sá vinskapur enn, enda búinn að ganga gegnum eldraun mikla á upphafs- stigum hans.“ n Stjörnukíkir Tækið sem Yrsa fékk leit ná- kvæmlega svona út. Mynd dV Sigtryggur Ari JóhAnnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.