Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 2
2 Fréttir Áramótablað 29. desember 2015
Japanskur
ferðamaður lést
Ferðamennirnir sem lentu í um
ferðarslysi á brúnni yfir Hólá á
hringvegi 1, á öðrum degi jóla,
í Öræfum voru frá Japan og
Kína. Ökumaðurinn sem lést var
fæddur 1969 í Japan. Hann var
á ferð með eiginkonu sinni og
tveimur ungum börnum þeirra.
Í hinni bifreiðinni voru karl og
kona, bæði frá Kína. Aðdragandi
slyssins er til rannsóknar hjá lög
reglunni á Suðurlandi.
Hélt ekki
jafnvægi
Lögreglan á Suðurnesjum hafði
yfir hátíðisdagana afskipti af
nokkrum ökumönnum vegna
gruns um ölvun við akstur. Einn
þeirra, sem reyndist verulega
ölvaður, hafði ekið í gegnum
grindverk í Keflavík áður en lög
regla tók hann úr umferð.
Annar, sem stöðvaður var
á Þórustíg, reyndist vera svo
ölvaður að hann hélt ekki jafn
vægi og dottaði öðru hverju í
viðræðum við lögreglumenn í
lögreglubifreið. Hann hafði að
auki ekki ökuréttindi.
Gerðu 1,5 milljarða skuld
upp með ólaunaðri vinnu
n Velja samfélagsþjónustu frekar en sektargreiðslur n Ríkið verður af milljörðum
R
íkissjóður hefur orðið af
1,5 milljörðum króna í
formi dómsekta sem átti
að innheimta vegna dóma
sem féllu á árunum 2012
til 2014 og fólu í sér sektir yfir átta
milljónum króna. Ástæðan er sú
að dómþolarnir gerðu skuldir sín
ar upp með ólaunaðri samfélags
þjónustu. Heildarfjárhæðin nem
ur rúmum þremur milljörðum
króna og hefur einungis tekist að
innheimta tvær sektir upp á sam
tals 44,7 milljónir.
83 dómsmál
Samkvæmt eftirfylgniskýrslu
Ríkis endurskoðunar um eftirlit
með innheimtu sekta og sakar
kostnaðar, sem stofnunin birti um
miðjan desember, er um 83 dóms
mál að ræða. Dómþolar í alls 43
málum, sem í heild kváðu á um 1,5
milljarða króna greiðslur, höfðu í
nóvember 2015 skilað samfélags
þjónustu af sér eða samið um að
refsing þeirra yrði fullnustuð með
ólaunaða framlaginu. Lágu þá fyrir
þrjár beiðnir um afplánun samfé
lagsþjónustu vegna sektardóma
á tímabilinu sem námu yfir átta
milljónum króna.
„Eftir standa 35 dómsmál sem
voru send til fullnustu á tímabilinu
og var heildarsektarfjárhæð þeirra
rúmir 1,4 milljarðar króna eða um
47% heildarfjárhæðar allra sektar
dóma á tímabilinu,“ segir í skýrslu
eftirlitsstofnunarinnar.
Löng saga
Úttekt Ríkisendurskoðunar fylgir
eftir tveimur eldri skýrslum
hennar og leitast við að meta
hvort og þá hvernig innanríkis
ráðuneytið hefur brugðist við
fyrri ábendingum um nauðsyn
legar breytingar á innheimtu
sektanna. Sú fyrri var kynnt í júní
2009 en samkvæmt henni fékkst
einungis lítill hluti dómsekta um
fram átta milljónir króna greiddur
vegna dóma sem féllu á árunum
2000–2006. Á því tímabili voru 75
einstaklingar dæmdir til að greiða
sekt að þeirri fjárhæð, alls um 1,9
milljarða króna, en einungis þrír
dómþolar gert sínar skuldir upp,
alls 42 milljónir króna, þegar skýr
slan var kynnt 2009. Í öllum tilvik
um var um að ræða skattalagabrot.
Árið 2012 birti stofnunin sína
aðra skýrslu um innheimtu sekta
og sakarkostnaðar og var henni
ætlað að fylgja þeirri eldri eftir. Í
henni kom fram að um helmingi
ábendinga Ríkisendurskoðunar
hafði þá verið hrint í framkvæmd.
Lítið hefði þó miðað við að bæta
innheimtu dómsekta. Vísað var
í tölur frá Fangelsismálastofnun
sem sýndu að alls 103 einstak
lingar fengu á árunum 2007–2011
að gera sektir sínar upp með sam
félagsþjónustu. Ríkissjóður varð
þá af þremur milljörðum króna
eða 75,9% af heildarfjárhæð
þeirra 134 sektardóma sem féllu
á tímabilinu. Alls 22 sektir að fjár
hæð 769 milljóna voru þá óupp
gerðar.
Dregin af launum
Ríkisendurskoðun ítrekaði í
desem ber síðastliðnum mikilvægi
þess að fullnusta dóma, sem kveða
á um háar sektargreiðslur, sé bæði
árangursrík og hagkvæm. Því eigi
að takmarka eins og unnt er fjölda
þeirra mála þar sem dómþoli af
plánar vararefsingu hárra dóm
sekta með annað hvort fangelsisvist
eða ólaunaðri samfélagsþjónustu.
Stofnunin taldi aftur á móti ekki
rétt að ítreka fyrri ábendingar sín
ar. Ástæðan er sú að Alþingi hefur
tekið frumvarp til laga um fulln
ustu refsinga til umfjöllunar á yfir
standandi þingi. Í skýrslunni er þó
minnt á hugmyndir eins og þá að
sektarfjárhæð verði dregin af laun
um dómþola í þeim tilvikum sem
greiðslurnar skila sér ekki.
Ekki náðist í Pál Winkel fang
elsismálastjóra við vinnslu fréttar
innar. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
„Eftir standa 35
dómsmál sem
voru send til fulln-
ustu á tímabilinu og var
heildarsektarfjárhæð
þeirra rúmir 1,4 milljarðar
króna.
Litla-Hraun Ríkis-
endurskoðun leggur til
að stjórnvöldum verði
heimilt að kyrrsetja eignir
dómþola þegar sakfelling
og fjársektir liggja fyrir og
draga upphæð þeirra frá
launum þegar greiðslurnar
skila sér ekki.
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000
www.kemi.is - kemi@kemi.is
Fyrir börn - Fyrir fullorðna - Fyrir fagmenn