Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 6
Áramótablað 29. desember 20156 Fréttir Safna frí- merkjum Samband íslenskra kristniboðsfélaga í samstarfi við Póstinn, hefur nú hafið söfnun á notuðum frímerkjum. Heiti verkefnis er: Hendum ekki verðmætum. Söfnunin stendur til 31. janúar 2016 og er tekið við frímerkjum og umslögum á pósthúsum um land allt. Skorað er á einstaklinga og fyrirtæki að skila notuðum frímerkjum í safnkassa sem eru á öllum pósthúsum. Æskilegt er að fá frímerkin á umslögum en einnig er tekið við stökum frímerkjum. Allur ágóði verður notaður í þróunarstarf á sviði menntunar barna, unglinga og fullorðinna í Eþíópíu og Keníu. Í fyrra söfnuðust 3,6 milljónir króna sem meðal annars voru notaðar við uppbyggingarstarf og byggingu framhaldsskóla. Erill vegna hálkuslysa Talsverður erill hefur verið á bráðamóttöku Landspítala undanfarna daga vegna hálku- slysa. Gangandi vegfarendur og bílstjórar hafa fundið fyrir leys- ingum og hláku. Mikið var um að fólk dytti og slasaði sig illa, sér- staklega á úlnliðum og einnig var mikið um ökklabrot. Einnig var talsvert um minniháttar umferð- arslys með tilheyrandi áverkum. Eldra fólk getur farið sérstak- lega illa út úr svona árferði og hálkuslysum. Þarf því að huga að því að vera með mannbrodda og fara gætilega. Ríkið gefur og ríkið tekur n DV skoðar helstu breytingarnar sem taka gildi strax í ársbyrjun 2016 S trax í byrjun janúar taka gildi margvíslegar breytingar á opinberum gjöldum, bæði til hækkunar og lækkunar, auk þess sem ýmsar aðrar aðgerðir sem snerta fjölmarga Ís- lendinga með beinum eða óbeinum hætti verða innleiddar eða aflagð- ar. DV tók saman nokkur dæmi um það sem nýja árið mun bera í skauti sér og þær breytingar sem vænta má strax í upphafi janúar. Sem dæmi má nefna er að tollar á fatnað og skó verða afnumdir, fleiri börn munu fá aðgang að gjaldfrjálsum tannlækn- ingum og breytingar verða á skatt- kerfinu. Hafa ber í huga að listinn er þó hvergi nærri tæmandi. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Tollar á fatnað og skó afnumdir Að jafnaði er tollurinn 15% Dæmi um vörur sem lækka í verði: Buxur, jakkar, bolir, íþróttafatnaður, íþróttaskór, nærfatnaður, vinnufatnaður og vinnuskór, hlífðarfatnaður. n Dæmi 1: –Barnaúlpa sem kostaði í smásölu 10.590 krónur lækkar um 1.381 krónu í verði og mun kosta 9.209 krónur eftir breytingarnar. n Dæmi 2: Snjógalli sem kostaði 25.000 krónur lækkar um 3.261 krónu og mun kosta 21.739 krónur eftir breytingarnar. Í báðum dæmum nemur lækkun 13 prósentum. Með breytingar í hendi sér Margar af helstu breytingunum sem taka gildi árið 2016 má rekja til fjárlaga Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. MynD Sigtryggur Ari Fleiri fá gjaldfrjálsar tannlækningar Frá 1. janúar munu sex og sjö ára börn bætast í hóp þeirra barna sem eiga rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum samkvæmt samningi Sjúkra- trygginga Íslands og tannlækna. Þar með nær samningurinn til allra barna á aldrinum 6–17 ára auk þriggja ára barna. Skilyrði fyrir því að barn eigi rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum er að það hafi verið skráð hjá heimilistannlækni með samning við Sjúkratryggingar Íslands. Þann 15. desember síðastliðinn höfðu 55.555 börn verið skráð hjá heimilistannlækni, af þeim falla 42.372 börn undir samninginn. Alls eru 80 þúsund börn undir 18 ára aldri búsett á Íslandi. 32.303 börn falla ekki undir samninginn vegna aldurs. Persónuafsláttur hækkar um 2% Í upphafi árs ber lögum samkvæmt að hækka persónuafslátt hvers einstak- lings í samræmi við hækkun vísitölu neysluverðs. Árið 2016 verður persónu- afsláttur einstaklings 623.042 krónur, eða 51.920 krónur á mánuði. Persónu- afsláttur hækkar um 12.217 krónur á ársgrundvelli eða 1.018 krónur á mánuði. Hækkunin nemur 2%. Á haustþingi voru lögfestar breytingar á tekjuskattskerfi einstaklinga þar sem skattþrepum er fækkað úr þremur í tvö í tveimur áföngum. Fyrri áfangi kemur til framkvæmda á árinu 2016. – Skatthlutfall tekju- skatts í fyrsta þrepi lækkar um 0,18%, úr 22,86% í 22,68%. – Skatthlutfall tekjuskatts í öðru þrepi lækkar um 1,4%, úr 25,3% í 23,9%. – Þriðja þrepið helst óbreytt í 31,8%. Mánaðarleg tekjumiðunarmörk þrepa verða 336.035 krónur í fyrsta þrepi, 500.955 krónur í öðru þrepi og 836.990 krónur í þriðja þrepi fyrir tekjur ársins 2016. Við þessi hlutföll bætist útsvar sem er mishátt eftir sveitarfélögum. Hámarks- útsvar er óbreytt, 14,52%, en lágmarks- útsvar er 12,44%. Af 74 sveitarfélög- um leggja 57 á hámarksútsvar, þrjú sveitarfélög leggja á lágmarks- útsvar. Meðalútsvar á árinu 2016 verður 14,45% og hækkar um 0,01% frá árinu 2015. Staðgreiðsluhlutfall ársins 2016 í heild, þ.e. bæði vegna tekjuskatts og út- svars, verður þríþætt eftir fjárhæð tekna. 37,13% í fyrsta þrepi, 38,35% á tekjur í öðru þrepi og 46,25% í þriðja þrepi. Hærri álögur á eldsneyti Ríkið mun hækka álögur sínar á eldsneyti nú um áramótin, en hækkun á bensín- og kolefnisgjaldi gæti hækkað lítraverð bensíns um rúmar 2 krónur á meðan hækkun á olíu- og kolefnisgjaldi gætið hækkað lítraverðið af dísilolíu um tæpar 2 krónur. Hinn umdeilda hlutdeild opinberra gjalda í bensínverðinu verður kominn í 56 prósent en 53 prósent í dísilolíu. 9,7% hækkun bóta almanna- trygginga Eins og fram hefur komið í ítarlegri um- fjöllun DV um málefni og stöðu öryrkja og ellilífeyrisþega að undanförnu var hámarkslífeyrir almannatrygginga fyrir árið 2015 hjá einstaklingi, með engar aðrar tekjur, 193.962 krónur á mánuði. Það gerir ráðstöfunartekjur upp á 172.516 krónur. Með heimilisuppbót, sem aðeins um 30% lífeyrisþega fá, ná ráðstöfunartekjur rétt rúmum 190 þúsund krónum á mánuði. Formaður Öryrkjabandalags Íslands hefur bent á að þessi hækkun sem verður í ársbyrjun muni hafa lítil sem engin áhrif og aðeins hækka ráðstöfunartekjur þeirra tekju- lægstu um kannski 12 þúsund krónur. Skattleysismörk hækka um 2,5% Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars verða 145.659 krónur á mánuði árið 2016 að teknu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldagreiðslu launþega í lífeyrissjóð. Í fyrra var upphæðin 142.153 krónur á mánuði. Hækkunin nemur því 2,5%. Verðbreytingar á áfengi og tóbaki Sumar áfengis- og tóbakstegundir munu hækka í verði og aðrar lækka vegna breytinga sem taka gildi nú um áramótin. Áfengi verður fært í 11% virðisaukaskatts- þrepið, en áfengisgjaldið hækkað með þeim hætti að tekjur ríkissjóðs verði sem næst óbreyttar á næsta ári og verðlagn- ing einstakra tegunda áfengis raskist eins lítið og kostur er. Rökin fyrir að- gerðinni eru að einfalda virðisaukaskattskil veitingahúsa og minnka hvata og tækifæri til undanskota. Áhrif breytinganna gætu orðið mismunandi en samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu getur mesta lækkunin orðið 13,4% en mesta hækkunin tæp 8%. Morgunblaðið greindi frá því á dögunum að breytingin, hækkun á tóbaksgjaldi um 2,5%, gæti leitt til 1,5% hækkunar heildsöluverðs, miðað við að ekki verði hækkanir frá birgjum. Tekjuskattur lækkar lítillega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.