Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 87

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 87
Áramótablað 29. desember 2015 Fólk 59 Óhætt er að fullyrða að Ís- land hafi sjaldan fengið jafn mikla landkynningu og með heimsókn Biebers. Tónlistarmyndbandið sem hann tók upp sýnir náttúru- fegurðina vel, en það hefur fengið tugi milljóna áhorfa á Youtube, og sjálfur var hann duglegur að birta myndir frá heimsókninni. Hann fékk reyndar ákúrur frá náttúru- verndarsinnum fyrir hafa ekki bor- ið nógu miklu virðingu fyrir náttúru landsins og einhverjir óttuðust að aðrir ferðamenn myndu apa hegð- unina eftir honum og skaða náttúr- una þannig meira en ella. En Bieber heillaðist það mikið af Íslandi að hann ætlar að koma aftur og þá til að halda tónleika. Staðfest hefur verið að Evrópuhluti Purpose-tón- leikatúrs hans hefjist í Kórnum í Kópavogi 9. september 2016. Eru þetta einir stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið hérlendis. Alls verða 19 þúsund miðar í boði. Nágranni tróð upp á Spot Það vakti töluverða athygli í byrj- un árs þegar ástralski leikarinn Alan Fletcher sem einhverjir muna eftir sem Karli Kenn- edy í sjónvarpsþátt- unum Nágrönnum, kom hingað til lands ásamt hljómsveit sinni The Waiting Room til að halda tónleika á skemmtistaðnum Spot. „Ég vissi ekki að Ná- grannar væru sýndir í sjónvarpinu á Íslandi fyrr en íslenskir Face- book-vinir mínir sögðu mér að hálf þjóðin hefði fylgst með þeim í mörg ár,“ sagði Alan í samtali við blaðamann DV í jan- úar. En hann sagðist jafn- framt vera mjög hrifinn af Íslandi og það væri án efa eitt fallegasta land í heimi. Ekki fylgir sögunni hvernig tónleikarnir heppnuðust en það er spurning hvort fleiri miðar hafi selst út á þá staðreynd að hinn viðkunn- anlegi Karl Kennedy var í forsvari fyrir hljómsveitina eða vegna eftir- spurnar eftir henni sjálfri. Kings of Lion kunnu að meta Ísland Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fréttist af því að hljómsveitin Kings of Leon ætlaði að halda tón- leika hér á landi, sem hún gerði í ágúst síðastliðnum. Hljómsveitar- meðlimir stoppuðu stutt hér á landi en náðu þó aðeins að kíkja út á lífið í Reykjavík eftir tónleikana. Söngvari sveitarinnar, Caleb Followill, sagði að þeir hefðu lengið hlakkað til að koma til Íslands og að þeir hefðu svo sannarlega ekki orðið fyrir von- brigðum. Hér væri frábært að vera og þeir myndu eflaust koma aftur síðar. Barinn í Laugardalnum En það eru ekki allir sem eiga jafn gleðilegar minningar af Íslands- dvöl sinni. Jackass-meðlimurinn Bam Margera gerði sér ferð hingað á Secret Solstice-hátíðina sem haldin var í Laugardalnum í júní, en fór af landi brott í fússi eftir að hafa verið laminn af rapparanum Gísla Pálma og fleirum. En barsmíðarnar náðust á myndaband sem fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla, sem og inn á Youtube. Þurfti Margera að leita sér aðhlynningar á slysadeild vegna áverkanna, en hann kærði málið ekki. Samkvæmt sjónvarvottum var Jackass-stjarnan í annarlegu ástandi þegar barmsmíðarnar áttu sér stað og áreitti hann starfsmenn hátíðar- innar. Eftir að Margera hafði farið af landi brott birti hann mynd af Gísla Pálma á Instram-síðu sinni og sagði hann bera ábyrgð á áverkunum. Sagðist hann jafnframt hafa verið að tala við einhvern og snúið undan og því verið algjörlegra óviðbúinn bar- smíðum. Sögum ber því ekki alveg saman um hvað gerðist. n Tók upp myndband Í fyrstu var sagt að Bieber væri kominn hingað til lands í frí, en síðar kom í ljós að hann tók upp tónlistarmyndband þar sem íslensk náttúra var í aðalhlutverki. MyNd INSTagraM Kings of Leon Það var mikið stuð í Laugardalshöll- inni í ágústmánuði þegar Kings of Leon tryllti lýðinn. MyNd davÍð Þór guðLaugSSoN Nágranni á Íslandi Alan Fletcher, sem er þekktastur sem Karl Kennedy í nágrönnum, hélt tónleika með hljómsveit sinni á Spot. MyNd SIgTryggur arI Íslandsóvinur Bam Margera fór frekar fúll af landi brott eftir að rapparinn Gísli Pálmi lúskraði á honum ásamt fleirum. Ekki sáttur Margera vandaði kvölurum sínum ekki kveðjuna á Instagram síðu sinni. MyNd SKjáSKoT/INSTagraM Síðumúla 31 • 108 Reykjavík • S. 581 2220 • Opið kl. 12-18 Lengri og breiðari parketpLankar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.