Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 16
Áramótablað 29. desember 201516 Fréttir Innlendur fréttaannáll MARS 5. mars Þorsteinn tapaði Vatnsendamálinu Hæstiréttur fellir úr gildi dóm Héraðs­ dóms Reykja­ víkur í Vatns­ endamálinu. Niðurstaðan er sú að Þor­ steinn Hjalte­ sted, sem hefur fengið gríðar­ lega háar bætur frá Kópavogsbæ, sé ekki réttmætur erfingi að jörðinni. Þorsteinn hefur verið á lista yfir auðugustu menn lands­ ins undanfarin ár. Héraðsdómur hafði áður dæmt að Þorsteinn væri réttmætur erfingi. Málaferli vegna þessa máls hafa gengið árum saman og er enn ekki lokið, enda þarf nú að skipta búinu upp á ný. 8. mars ISIS á Njáluslóðum Vefsíða Sögusetursins á Hvolsvelli liggur niðri ef svo mætti að orði komast en svo virð­ ist sem að tölvu­ þrjótar á vegum Ís­ lamska ríkisins hafi komist yfir stjórn síðunnar en skila­ boð frá ISIS eru efst á vefsíðunni. 9. mars „Kallaði mig hóru og hrinti mér í götuna“ Andrea Nótt Guðmundsdóttir, 23 ára þjónn, endaði á sjúkrahúsi eftir að menn veittust að henni og vin­ konum hennar á skemmtistaðnum Condesa í Kaupmannahöfn. Andr­ ea segir í samtali við DV að hún og vinkonur hennar hafi verið úti að skemmta sér þegar maður og vinur hans hafi birst og byrjað að áreita þær. Annar maðurinn gekk mun lengra, hrinti henni og kallaði hana hóru. 10. mars Líkfundur við Sæbraut Lík konu rak að landi við Sólfarið við Sæbraut. Ferðamenn komu að konunni og gerðu lögreglu viðvart. Mikill viðbúnaður var við Sæbraut vegna fundarins, en andlátið virtist ekki hafa borið að með saknæmum hætti. 10. mars Auga stormsins Óveður gengur yfir landið og hefur gríðarleg áhrif á umferð á höfuð­ borgarsvæðinu og í nærliggjandi sveitarfélögum. Óveðrið reyndist meira en spár gerðu ráð fyrir. 12. mars Ekki lengur í aðildarferli Ríkisstjórnin hefur sam­ þykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusam­ bandið á nýjan leik og lítur utanríkisráðherra svo á að aðildarvið­ ræðum hafi verið slitið formlega. 12. mars Brjálaður maður réðst á Þórólf Vitni sjá Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu og fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, hlaupa undan mjög reiðum, stórum leður­ klæddum manni í Ármúla. Þórólfur hljóp með símann í hendi en vitni segja að forstjórinn hafi hringt sjálf­ ur á lögregluna sem kom skömmu síðar. Maðurinn taldi sig hlunnfar­ inn í samskiptum sínum við Sam­ göngustofu. 13. mars Neituðu að mæta í veislu „Það ætlar enginn frá okkur,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þing­ maður Pírata, í sam­ tali við DV, en þingmenn stjórnarandstöðu sniðgengu þing­ veislu í Súlnasal Hótel Sögu vegna trúnaðarbrests milli forseta Alþingis og stjórnarandstöðunnar. Einar K. Guðfinnsson hafði þá hafnað beiðni um að halda sérstakan þingfund til að fara yfir stöðuna í Evrópusam­ bandsmálinu. 17. mars Ákærður fyrir að draga sér 15 milljónir Lögreglumanni á sextugsaldri, sem sætir ákæru fyrir fjárdrátt, er vikið frá störfum. Maðurinn, sem starf­ aði sem lögreglumaður á Vestfjörð­ um þar til í desember í fyrra, dró sér 15,5 milljónir króna úr sjóðum Félags íslenskra leikara. Fjárdráttur­ inn náði yfir fimmtán ára tímabil en maðurinn nýtti féð í eigin þágu, auk þess sem hann millifærði eina millj­ ón króna á reikning móður sinnar. 17. mars Íslendingur grunaður um milljarðasvindl í Bandaríkjunum Lögreglan í Kaliforníu í Bandaríkj­ unum lýsir eftir Alfreð Erni Clausen en hann er sagður hafa stolið um 44 milljónum Bandaríkjadala. Alfreð Örn er sagður hafa svikið út peninga hjá viðskiptavinum lögfræðistofu sem hann á og rekur en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu­ yfirvöldum í Kaliforníu þá leituðust viðskipta­ vinir hans eftir því að endursemja um lánagreiðslur. Tveir samstarfs­ félagar Alfreðs, Stephen Siringor­ ingo og Joshua Michael Cobb, voru handteknir í tengsl­ um við svikamálið þann fimmta mars síðastliðinn og verða þeir ekki látnir lausir nema þeir greiði 17 milljónir dollara í lausnargjald. Alfreð segist ekki vera eftirlýstur á Íslandi og kveðst ekki viss um hvort hann ætli að gefa sig fram við bandarísk lögregluyfirvöld en hans gæti beðið allt að þrjátíu ára fangelsisdómur ef hann verður fundinn sekur. Íslenskir ríkisborgar­ ar eru aldrei framseldir til annarra ríkja. 20. mars Sólmyrkvi Íslendingar fylgjast spenntir með sólmyrkva, vopnaðir sólmyrkva­ gleraugum eða logsuðugleri. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnu­ skoðunarfélags Seltjarnarness, stendur uppi sem einn af mönn­ um ársins, en hann tryggði öllum grunnskólabörnum á landinu frí sólmyrkvagleraugu, stóð fyrir mikilli fræðslu og gerði Íslendinga að sérs­ tökum aðdáendum sólmyrkvans. 20. mars Tapar í formannskosningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir tapar fyrir Árna Páli Árnasyni, sitjandi formanni Samfylkingarinnar, í for­ mannskjöri á landsfundi. Eitt at­ kvæði skilur í milli. 23. mars Veltu bíl af konu Najdan Ilievski og Nikola Tisma unnu ótrúlega hetjudáð á Garð­ skagavegi þegar þeir veltu bíl, með handaflinu einu, til að bjarga konu og tveimur börnum hennar eftir að bíll þeirra endaði á hvolfi utan vegar. 25. mars #freethen- ipple Íslenskar konur taka yfir Twitter með #freethe­ nipple byltingunni. Hundruð íslenskra kvenna birtu myndir af berum brjóstum sínum á samfélagsmiðlum og uppskáru heimsathygli og vitundarvakn­ ingu. Kröfðust þær þess að konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.