Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 76
48 Skrýtið Sakamál Áramótablað 29. desember 2015 Líkin í tunnunum F rá ágúst 1992 til maí 1999 voru tólf manneskjur myrtar í Suð- ur-Ástralíu. Flest morðanna voru framin hér og þar í grennd við Adelaide en voru kennd við bæinn Snowtown enda höfðu lík flestra fórnarlambanna verið flutt þangað snemma árs 1999 og fundust síðar þar. Aðeins eitt fórnar lambanna var myrt í Snowtown en ekkert þeirra eða ódæðismannanna var úr þeim bæ. Þann 20. maí, 1999, fundust átta lík í plasttunnum í ónotaðri bankahvelf- ingu í Snowtown. Þremur dögum síð- ar fundust tvö lík niðurgrafin í bak- garði í Salisbury, úthverfi norður af Adelaide. Undir lok júní var búið að bera kennsl á níu líkanna en rann- sókn leiddi enn fremur í ljós að tvö óupplýst morð að auki mátti bendla við 'Snowtown-morðingjana'. Forsprakkinn Ódæðisfólkið var féleg hjörð eða hitt þó heldur. Forsprakkinn var John Justin Bunting. Talið er að hann hafi verið driffjöðrin að baki öllum morðunum. Uppáhaldsiðja hans í bernsku var að brenna skordýr með sýru og á unglingsaldri fékk hann dá- læti á nýnasisma. Á fullorðinsaldri þróaðist hjá honum botnlaust hatur á hommum og barnaníðingum. Fylgjendurnir Bunting hitti Robert Joe Wagner 1991 og hvatti hann til að taka þátt í morðunum. Mark Ray Haydon var í genginu og játaði sig síðar sekan um að hafa að- stoðað við að ganga frá líkum fórnar- lamba. James Spyridon Vlassakis bjó hjá Bunting, dróst smám saman inn í hvort tveggja morð og pyntingar en varð að lokum lykilvitni ákæru- valdsins. Elizabeth Harvey, móðir Vlassakis, vissi af morðunum og tók þátt í að minnsta kosti einu. Krabbamein varð henni að aldurtila ekki löngu eftir að Bunting, Wagner, Haydon og Vlassakis voru handteknir. Thomas Trevilyan tók þátt í einu morði en var myrtur af félögum sín- um árið 1997. Treggáfuð mágkona Haydons, Jodie Elliott, var í genginu. Hún var hugfangin af Bunting en andlega fatlaður sonur hennar var myrtur af Bunting. Vinir og kunnningjar Hvað fórnarlömbin varðar virðist sem duttlungar Buntings hafi mestu ráðið í valinu á þeim. Einhver þeirra grunaði Bunting um að vera bar- aníðinga, önnur voru valin vegna óbeitar hans á feitu fólki, fíkniefna- neytendum eða samkynhneigðum. Flest fórnarlambanna voru vinir eða kunningjar í það minnsta eins úr genginu og önnur voru einfaldlega ættingjar. Í kjölfar morðanna sveik gengið út tryggingagreiðslur fórnarlambanna en þó er ekki talið að það hafi verið hvatinn að baki morðunum – heldur einfaldlega drápslöngun Buntings. Hvað sem því líður höfðu Bunting og félagar andvirði um þrettán milljóna íslenskra króna upp úr krafsinu með þessum hætti. Óhugnanlegur fundur Það sem mætti lögreglunni þegar hún kom inn í bankann í Snowtown var eins og í verstu hryllingsmynd. „Þetta var eins og í verstu martröð. Ég held að enginn okkar hafi verið búinn undir það sem við sáum,“ var haft eftir einum þeirra lögreglumanna sem fóru inn í hvelfinguna. Í banka- hvelfingunni var grúi af tólum sem morðingjarnir höfðu beitt við mis- þyrmingar og morð sín; hnífar, sög, haglabyssa, reipi, límband, gúmmí- vettlingar og klútar. Einnig var þar tæki til að gefa rafstuð. Frekari rannsókn leiddi í ljós að hversdagsleg áhöld á borð við nagl- bít, töng og klemmu höfðu verið not- uð við langdregnar pyntingar. Fórnarlömbin I Clinton Trezise var myrtur í ágúst 1992 í stofunni heima hjá Bunting í Salisbury North. Honum hafði verið boðið í heimsókn og hann síðan bar- inn til dauða með skóflu. Lík hans fannst í grunnri gröf árið 1994. Í desember 1995 var Ray Davies, andlega fatlaður maður sem bjó í hjólhýsi í bakgarði Suzanne Allen, vinkonu John Bunting. Hún sakaði Ray um að vera barnaníðingur og þá voru dagar hans taldir. Suzanne kembdi ekki hærurnar, hlaut sömu örlög og Davies og var grafin ofan á honum í garðinum heima hjá Bunting. Michael Gardiner var sendur yfir móðuna miklu í ágúst 1997. Hann var samkynhneigður og Bunting grunaði hann einnig um barnagirnd. Homminn og klæðskiptingurinn Barry Lane var í sambandi með Robert Joe Wagner þegar Wagner kynntist Bunting. Síðar rugluðu Lane og Thomas Trevilyan saman reyt- um. Lane var pyntaður áður en hann var myrtur í október 1997 og tók Trevilyan þátt í því. Sama ár fannst Trevilyan hengdur í tré. Hann var myrtur eftir að hafa verið helst til lausmáll um morðið á Lane. Fórnarlömbin II Gavin Porter var heróínfíkill og vinur James Spyridon Vlassakis. Eftir að Bunting stakk sig á sprautunál sem Porter hafði skilið eftir í sófa voru örlög Porters ráðin – hann var kyrktur. Troy Youde, hálfbróðir Vlassakis og sonur Elizabeth Harvey, var í sept- ember 1998 dreginn úr rúminu og myrtur og tók Vlassakis þátt í því. Í sama mánuði var Fred Brooks, andlega fatlaður sonur Jodie Elliott, n Aðeins eitt Snowtown-morðanna var framið í Snowtown n Sum líkin voru grafin, önnur sett í tunnur og komið fyrir í geymslu Vinkona John Bunting Suzanne Allen olli óbeint dauða eins fórnarlambanna og var síðan myrt sjálf. Á vettvangi Lögreglumaður skoðar verksummerki. John Bunting og Robert Wagner Sá fyrrnefndi var drif- fjöðrin í ódæðunum. „ Í bankahvelf­ ingunni var grúi af tólum sem morðingjarn­ ir höfðu beitt við mis­ þyrmingar og morð sín; hnífar, sög, haglabyssa, reipi, límband, gúmmí­ vettlingar og klútar. Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.