Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 62
Áramótablað 29. desember 201516 Völvuspáin 2016 talin ein af þeim stærstu sem ráðist hefur verið í. Baltasar er kominn á áður óþekktar slóðir í kvikmynda­ heiminum, þegar Íslendingur á í hlut. Víkingafjár- sjóður og lottóVinningur „Árið 2016 verður athyglisvert ár þegar horft er til fornleifa.“ Völva lítur út um gluggann. Það er fullt tungl. „Straumarnir eru sterkir og skyggn­ ið er gott.“ Hún umlar þetta í átt að kristalskúlunni. Þögnin sem á eftir fylgir fyllir mann eftirvæntingu. Hún skrifar á blað, eitt orð – fjársjóður. Þetta er spennandi. Það er helst á henni að skilja að fornleifarann­ sóknir gefi til kynna merkari fund en áður hefur fundist á Íslandi. Ekki kannski endilega í því samhengi að varpa ljósi á sögu landnáms á Ís­ landi, miklu fremur hvað varðar verðmæti. Þarna finnst gull og fagrir steinar. Margvíslegar getgátur verða til í tengslum við forn­ minjarnar. Hluti fjársjóðsins er frá menningarheimi sem ekki var vit­ að áður að víkingar hefðu heimsótt. Spurningum fjölgar eftir því sem meira er rannsakað af þessum merku minjum. Deilur spretta upp vegna staðsetningar fornminjanna og landeigandi telur sig eiga tilkall til hluta fjársjóðsins. Lögregla þarf að skerast í leikinn. Völvan lítur upp og í fyrsta skipti er eftirvænting í augun­ um. Hún segir glottandi; „Þetta er enginn hafnargarður. Þetta er alvöru.“ Augun verða aftur sljó. Stærsti lottóvinningur sem Ís­ lendingur hefur unnið kemur úr Víkingalottóinu. Upphæðin er hundruð milljóna. Vinningshafinn kemur fram í dagsljósið og lætur gott af sér leiða á mörgum sviðum. Þetta er ein af fallegri sögum ársins. Ég ákveð að stríða henni aðeins. Sérðu nokkuð tölurnar? Henni er ekki skemmt. Hún skrifar tölu á blað og hvolfir því. „Þú mátt sjá hana þegar við erum búin.“ Mengun – á sjó og á landi Hún sér margvíslega mengun á árinu. Eitt af því sem greinilega veldur henni áhyggjum er Hellis­ heiði. Hún telur að þar séu ekki öll kurl komin til grafar og að þær gufur sem þar stíga til himins séu mun hættulegri en áður var talið. Að sama skapi er niðurdæling Orkuveitunnar hættuleg. Hún raskar jafnvægi sem við höfum ekki hugmynd um að er til staðar. Hvað áttu við? Hún veit það ekki og segist ekki sjá í því myrkri sem þar ríkir en í daufu tunglskini má sjá á upphandlegg hennar að hún fær gæsahúð. Ósjálfrátt fæ ég gæsahúð líka. Hvað getur þetta verið? Hún segir að við þekkjum ekki öll þau öfl sem eru í kringum okkur. „Sumt á bara ekki að snerta.“ Hún vill ekki ræða þetta frekar. Olía lekur í sjó á strandstað. Þar fer allt á versta veg. Ekki verður mannskaði en mikil olíumengun sem ekki er hægt að ráða við. Dýra­ líf bíður mikinn skaða og mikið af fugli drepst. Selir lenda líka í olíunni og þetta verður nöturlegt að horfa á. Fjöldi fólks leggur sitt af mörkum við að bjarga fuglum og dýrum en tjónið verður mikið og Íslendingar hafa ekki séð svona mikla olíu­ mengun áður. Mengun kemur einnig upp í vatnsbóli í sveitarfélagi, ekki langt frá Reykjavík. Fyrst í stað veikjast margir og er óttast að um einhvers konar hermdarverk sé að ræða. Annað kemur á daginn og skýring finnst á málinu. Málið verður erfitt fyrir viðkomandi bæjarstjórn sem ekki hafði sinnt viðvörunum sem höfðu borist. kristalskúlan dofnar Við finnum bæði að þetta er að verða gott. Ég bið hana um að leggja frá sér skrif­ færin og horfa í augun á mér. Hún gerir það. Einkennileg birtan úr kúlunni í bland við kertaljós blikar í aug­ um hennar. Ef þú ættir að taka saman það sem þú hefur sagt mér. Hvernig ár verður þetta? Árið 2016? Hún glottir. „Það er ekki mitt að segja. Ef þú vinnur í Víkinga­ lottóinu er það sjálf­ sagt gott ár. Ef þú sætir opinberlega ásökunum um að hafa ekki staðið þig í leik eða starfi, er það sjálfsagt vont ár.“ En á heildina litið? Fyrir þjóðarhag? Hún hugsar sig um. „Ég held að ég verði að segja að miðað við síðustu sjö ár þá séum við að horfa fram á fyrsta árið af sjö sem muni flokkast sem góð ár. Ég vona bara að við berum gæfu til að nota þessi komandi ár vel. Notum hina bitru reynslu sem er að baki til að vanda okkur nú þegar í hönd fara góð ár.“ Er þetta ekki klisja – sjö mögur ár og sjö góð ár? Er þetta ekki bara upp úr Biblíunni? Hún horfir á mig vorkunnaraug­ um. Segir svo að sjö mögur ár séu að baki og hún telji að sjö góð ár séu framundan. „Ég er ekki að vitna í Biblíuna eða slík rit sem ég trúi ekki á. Þetta er það sem ég skynja þegar ég horfi fram á veginn. Hin sjö árin, sem eru liðin, hafa ekkert með það að gera sem við höfum rætt. Þau eru liðin.“ Ég þakka henni fyrir. Þetta er búið að taka tvo daga og við erum bæði nokkuð lúin eftir þetta. Um leið og ég stend upp og kveð og held til dyra, kallar hún á eftir mér.; „Vildirðu ekki sjá töluna?“ Jú, alveg rétt. Hún réttir mér blaðið. Þar er talan 18. n Myrk öfl á HellisHeiði Völvan varar við áður óþekktum öflum sem fara á kreik. TERTUR PAKKAR RAKETTUR SMÁVARA OPNUNARTÍMAR 28.- 29.- 30. des. 10–22 31. desember 9–16 www.stjornuljos.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.