Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 64
Áramótablað 29. desember 201536 Umræða H var sem fólk er í okkar parti veraldarinnar reiknar það með að geta kveikt á útvarpi eða sjónvarpi þar sem finna má menningarlegar rásir á þjóðtungunni; þessu hlutverki hefur Ríkisútvarpið sinnt fyrir okkur í bráð- um heila öld. Eins og við vitum þá eru til samskonar batterí í nágranna- löndum: BBC í Bretlandi, Danmarks Radio, Norges Kringkastning, ARD o.s.frv. í Þýskalandi, og það merki- lega er að ég held að við Íslendingar höfum alltaf reiknað með eða jafnvel gert kröfu um að okkar útsendingar standi sambærilegu efni hinna fjöl- mennari þjóða hvergi að baki: við reiknum með jafngóðri tónlist, dag- skrárgerð, leikritum og bókmennt- um; jafn fræðandi kynnum og jafn innblásnum kennimönnum í út- varpsmessunum. Og þetta má kall- ast merkileg krafa því að þótt hver einstaklingur hér sé kannski að greiða jafn mikið í rekstur þessara stofnana á mann og tíðkast í áður- nefndum löndum þá er greiðenda- fjöldinn eins og allir vita miklu minni hér. En samt hefur þetta einhvern veginn lengst af gengið vel. Og þá kannski ekki síst vegna þess að okkur hefur tekist að gera okkar efni með með minni tilkostnaði en þar sem fjárráðin eru miklu meiri. Á vegum úti Ég á eina persónulega dæmisögu um þetta málefni. En þannig var að þegar hin fræga ameríska skáldsaga „On the road“ – Á vegum úti, í þýðingu Ólafs Gunnarssonar – var að koma út hér á landi á níunda áratug liðinnar aldar, þá gerði ég þátt fyrir RÚV um amerísku Beat-skáldin svonefndu, en umrædd bók er frægasta verkið úr þeim ranni. Beat-skáldin voru bæði skáldsagnahöfundar eins og Kerouac eða William S. Burroughs, og líka voru fræg ljóðskáld í þeirra hópi eins og Allen Ginsberg og Gregory Corso; að auki er margt í vestrænni tón- list og nútímasögu sem gaman er að skoða í samhengi við bókmennt- ir þessa hóps. Og ég hafði semsé gert klukkutíma þátt fyrir RÚV, með frá- sögnum og sýnishornum. Um svip- að leyti og hann var fluttur var hér staddur danskur vinur minn, úr þar- lendum bókmenntaheimi, og í ljós kom er við ræddum saman að hann hafði gert samskonar þátt fyrir DR um nákvæmlega sama málefni, og merkilegt þótti okkur að við vorum sumpart með sömu dæmin og sýnis- hornin, en við höfðum reyndar svip- aðan bókmenntaáhuga báðir tveir. Og annað var merkilegt, við höfðum fengið nákvæmlega sömu upphæð greidda fyrir viðvikið. Semsé í krón- um talið! Ég í íslenskum og hann í dönskum, þrjú þúsund minnir mig að upphæðin hafi verið hjá báðum. Miðað við núverandi gengi hefur hann semsé fengið tuttugufalt meira greitt en ég, og stemmir það svo- sem ágætlega við að Danir eru u.þ.b. tuttugufalt fleiri en við. Við Íslendingar gerum ráð fyrir því að hér sé boðið upp á vandað, skemmtilegt, fræðandi efni á þjóð- tungunni, en stjórnvöld fallast ekki á að það geti kostað nema eitthvert brot af því sem annars staðar kostar að halda úti slíkri dagskrá, og helst alltaf minna og minna á hverju ári. Pólitísk nefnd skipuð af mennta- málaráðuneytinu telur að hér megi halda úti framleiðslu á þess konar vönduðu útvarps- og sjónvarpsefnis með lágum tilkostnaði og dugi til að vera flutt allt árið, en eins og Andri Snær Magnason rithöfundur hefur bent á er samanlagt árlegt framlag til RÚV álíka há upphæð og kostaði að gera amerísku kvikmyndina Dumb and dumber nr. 2. En hún er tæpir tveir tímar af léttu gríni. Einhvers staðar þarna liggur hundurinn grafinn, og með hliðsjón af svona staðreyndum verða menn að leita lausna, en ekki með því að æpa bara á útvarpsstjóra að ef stofn- un hans eigi við vandamál að stríða þá skuli hann gjöra svo vel að leysa þau sjálfur. Sjúklingaskattur Annað málefni sem mjög hefur leit- að á hug minn undanfarin tvö, þrjú ár er það sem eitt sinn var kallað „sjúk- lingaskatturinn“, eða á þeim tíma þegar margir stjórnmálamenn virtust enn telja það vont og ósanngjarnt fyrir komulag í okkar heilbrigðis- málum að leggja efnahagslegar drápsklyfjar á fólk þegar það skyndi- lega missir heilsuna. Hvað er ég að tala um hér? Jú, veikist nú fólk, segjum frískur og fullvinnandi einstaklingur, jafnvel með börn á framfæri, af alvarlegum sjúkdómi tekur að sjálfsögðu við mik- il og erfið þrautaganga. Fram að því hafði lífsbaráttan gengið vel, þetta fólk hafði jafnan átt til hnífs og skeið- ar og getað staðið í skilum með sitt. En þegar það greinist með skugga- legan sjúkdóm fer allt á hvolf; það hættir, að minnsta kosti tímabundið, að geta unnið, og veit jafnvel ekki betur en að það verði óvinnufært það sem það á eftir ólifað; við bæt- ist nagandi óvissa um hvort það muni nokkurn tíma geta lifað sóma- samlega á ný, eða jafnvel lifað yfir- leitt. Það fer inn á spítala í rannsókn- ir og meðferðir, oft kvalafullar – sem bætist ofan á kvíðann yfir afkomu fjölskyldunnar. Og þar sem það geng- ur eftir göngum og milli bygginga á spítalasvæðinu, úr blóðprufu, yfir í röntgen, þaðan að skannanum, svo í viðtal og skoðun hjá lækni, og loks í apótekið til að ná í lyf til að fara með heim, þar til það fáum dögum síðar Pistill um þrjú óskyld málefni og þó ekki … Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Ólafur Ragnar Grímsson „Þá hefur forsetaembættið hér alltaf lifað í hættunni við að vera fyrst og fremst upp á punt; í seinni tíð hafa menn þó farið að tala um það hlutverk forseta að fara með móralska forystu fyrir þjóðinni.“ Mynd SiGtRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.