Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 58
Áramótablað 29. desember 201512 Völvuspáin 2016 sjónarspil og hálfgerður glund­ roði skapast í tengslum við þessa miklu veislu. Athöfnin sjálf fer fram á Þingvöllum og hefur íslenskur almenningur ekki orðið vitni að annarri eins öryggisgæslu eins og við þetta tækifæri. Hjónin gefa út yfirlýsingar í kjölfarið og þakka Ís­ lendingum gestrisnina og dásama fegurð lands og þjóðina sjálfa. Íslenskir ferðaþjónustufrömuð­ ir meta landkynninguna, sem þessu fylgir, á margar milljónir dollara. Hneyksli Hneykslismálin verða nokkur á þessu ári. Völvan dæs­ ir. Smæðin og tengslin eru svo erfið í þessu litla landi okkar. Eitt hneykslismálið tengist Landeyja­ höfn. Þar munu kom fram upplýs­ ingar sem varpa nýju ljósi á framkvæmdina og margt henni tengt. Lögreglan á höfuð­ borgarsvæðinu mun þurfa að glíma við erfið mál. Þar munu verða tilfærslur á nokkrum af toppun­ um. Þeim er ekki sagt upp en þeim verður ýtt út í kuldann. Ýms­ ir úr þeirra röðum þola ekki að taka við skipunum úr hendi kvenna. Það jafn­ gildir uppsögn þó að það heiti eitt­ hvað allt annað. Utanríkisþjónustan mun glíma við erfitt mál og ógeðfellt. Þar munu embættismenn þurfa að verja gjörð­ ir sínar á kostnað skattgreiðenda. Verktakagreiðslur úr tíð síðustu ríkisstjórnar munu koma upp á yfirborðið og þar mun koma í ljós hversu margir fengu háar greiðslur fyrir mismerki­ lega aðstoð við ríkisstjórnina. Vin­ ir ríkisstjórnarinnar fengu margir greitt fyrir ólíklegustu viðvik. Þessi umræða mun varpa nýju ljósi á svo margt og útskýra tengsl og hags­ muni. Þetta mun auka enn á sundr­ ung og vandræði á vinstri væng stjórnmálanna. Jafnframt verður kastljósinu í kjölfarið beint að vildarvinaráðningum þessarar ríkis­ stjórnar og þolir ekki allt þar mikla skoðun. Endurkoma útrásarvíkings mun verða afskaplega umdeild, en út spyrst að hann hafi eignast dágóðan hluti í Íslandsbanka. Þetta fer mjög öfugt ofan í marga. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið á undir högg að sækja á árinu. Bruðl og óábyrg fjármála­ stjórn verður gagnrýnd. Uppsagn­ ir verða á fyrri hluta árs. Skoðana­ kannanir sýna dvínandi traust til RÚV. Kastljós, sem ver­ ið hefur flaggskip RÚV, verður aflagt í þeirri mynd sem tíðkast hefur um langt skeið. Helgi Selj­ an flytur sig yfir á Skjá Einn og hyggur á land­ vinninga þar. Hraðfréttir deyja drottni sínum og niðurskurðurinn verður ákaflega sýni­ legur. Þetta er ár hnignunar hjá RÚV. Á sama tíma mun mennta­ málaráðherra, Illugi Gunnarsson, eiga í vök að verjast. Óhikað mun Ríkisútvarpið sækja áfram að hon­ um og hagsmunabaráttan verður grímulaus. Báðir málsaðilar munu skaðast vegna þessa. Fréttastofa RÚV verður enn og aftur gagnrýnd harkalega fyrir að gæta ekki hlut­ leysis. Það dregur úr trausti almenn­ ings á stofnunina. Magnús Geir er ekki líklegur til að verða útvarpsstjóri út árið. Leit­ að verður til Eyþórs Arnalds um að taka við keflinu. Hann gæti blómstr­ að í nýju hlutverki, enda óhræddur að taka slaginn. Fréttatíminn kemur inn á fjöl­ miðlamarkaðinn með látum í byrj­ un árs. Gunnar Smári fer mikinn og sankar að sér öflugum blaða­ mönnum. Útgáfudögum verð­ ur fjölgað og Gunnar Smári fer í beina og harða samkeppni við Fréttablaðið – sitt gamla hugarfóstur. Sú samkeppni verður blóðug og hörð enda harðskeyttir kaupsýslumenn í eigendahópi beggja miðla. Fréttatíminn kaupir upp nokkra af smærri fjölmiðlunum. Kjarninn og Stundin ásamt fleir­ um koma upp í hugann, enda aðsókn dræm og tekjur litlar. Tvær grímur renna hins vegar á nýja eigendur blaðsins eftir því sem ráðningum Gunnars Smára fjölgar. Hann er betri í að eyða peningum en afla þeirra, þótt margt sem hann geri sé mjög sniðugt. Kostnaðurinn er við að sliga blaðið þegar líður á árið. Uppgjör verður í lok árs. Það verður harkalegt. Allir fjölmiðlar á Íslandi berjast í bökkum. Sjónvarpsstöðvarnar eru eins og beljur á svelli. Neyslu­ mynstur hefur breyst svo hratt að þær hringsnúast og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Reksturinn er þungur hjá 365 og Morgunblaðinu. Áfram verða uppsagnir hjá 365 og mikla athygli mun vekja þegar Jón Gnarr hættir óvænt. Viltu vita hvað gerist hjá DV? Já, auðvitað. – Þar verður hagn­ aður á næsta ári í fyrsta sinn frá því elstu menn muna. Það mun sannarlega þykja saga til næsta bæjar. „Ætli hún sé að stríða mér?“ Verða að selj ánn Þetta fólk stendur í stórræðum á árinu. Helgi Seljann færir sig yfir til 365. TERTUR PAKKAR RAKETTUR SMÁVARA OPNUNARTÍMAR 28.- 29.- 30. des. 10–22 31. desember 9–16 www.stjornuljos.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.