Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 32
32 Fréttir Erlendur fréttaannáll Áramótablað 29. desember 2015
OKTÓBER
3. október
Spítali sprengdur
22 tveir létu lífið, þar
af 12 starfsmenn og
7 sjúklingar, þegar
bandaríski her-
inn gerði loftárás á
sjúkrahús í Kunduz
í Afganistan. Sjúkra-
húsið var rekið af
góðgerðarsamtök-
unum Læknar án
landamæra. Skömmu
eftir atvikið gáfu bandarísk
stjórnvöld út yfirlýsingu þar sem
upplýst var að árásin hafi verið gerð á
vígamenn talíbana, en það „kunni að
hafa orðið skemmdir á nærliggjandi
sjúkrastofnun“. Sameinuðu þjóðirnar
og fleiri alþjóðleg samtök og stofnan-
ir fordæmdu atvikið og kölluðu eftir
rannsókn. Læknar án landamæra
tilkynntu tveimur dögum síðar að
þeir yrðu að loka starfsstöð sinni í
Kunduz, vegna skemmda.
10. október
Sprengjuódæði í
Ankara
Tvær sprengjur sprungu við friðar-
göngu í Ankara, höfuðborg Tyrk-
lands, með þeim afleiðingum að
nærri hundrað mans létu lífið og
hundruð særðust. Var þetta ein
mannskæðasta hryðjuverkaárás í
Tyrklandi um árabil. Sprengjunum
hafði verið komið fyrir á tveimur
stöðum, skammt frá hvor annarri
og sprungu nær samtímis nærri að-
allestarstöð Ankara. Enginn lýsti
ábyrgð á hendur sér fyrst um sinn
en Ahmet Davutoglu, forsætisráð-
herra Tyrklands, sagði ýmislegt
benda til að um sjálfsvígs-
sprengjuárás hafi verið
að ræða.
15. október
Hörð átök í
Palestínu
Fyrstu tvær vikur
október voru blóði
drifnar í Palestínu og Ísr-
ael þar sem 32 Palestínumenn og
sjö Ísraelsmenn létu lífið í átök-
um. Upphafið má rekja til þess
að Palestínumenn töldu yfirgang
Ísraelsmanna fullmikinn við al-
Aqsa-moskuna á Musterishæð í
Jerúsalem, sem bæði gyðingar og
múslimar telja með heilögustu stöð-
um á jörð. Átökin breiðast fljótt út
til annarra staða. Frakkar leggja til á
fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna að alþjóðlegum eftirlitsmönn-
um verði komið fyrir við al-Aqsa en
því hafna Ísraelsmenn.
19. október
Óvænt úrslit í Kanada
Justin Trudeau og Frjálslyndi flokk-
urinn hans vinna óvæntan kosn-
ingasigur í þingkosningunum í
Kanada. Frjálslyndi flokkurinn hlýtur
39,5 prósent atkvæða og 184 þing-
sæti af 338. Íhaldsflokkur sitjandi
forsætisráðherra, Stephen Harper,
hlýtur 31,9 prósent atkvæða og
99 sæti. Niðurstaðan er talin
endurspegla að Kanada-
menn hafi verið orðnir
langþreyttir á íhalds-
samri og afskiptasamri
stjórnsýslu Harpers
sem setið hafði í níu
ár. Trudeau tekur við
sem forsætisráðherra,
47 árum eftir að faðir
hans, Pierre Elliott Trudeau
gegndi því embætti. Trudeau,
sem er 43 ára, er næstyngsti forsætis-
ráðherra í sögu Kanada og þykir
koma sem ferskur blær inn í stöðnuð
stjórnmál Kanada.
29. október
Lögum um fjölda
barna breytt
Kínversk stjórnvöld ákveða að breyta
til og afnema 35 ára gömul lög í
landinu sem höfðu hamlað hjónum
að eignast fleiri en eitt barn. Tilkynnt
er að hjón megi nú eignast tvö börn
og standa vonir til að það hjálpi til
við að endurnýja vinnuafl þjóðarinn-
ar, sem sé sífellt að eldast.
NÓVEMBER
4. nóvember
Sögulegur
leiðtogafundur
Það var til marks um batnandi
samskipti þjóðanna þegar tilkynnt
var í upphafi nóvember að forset-
ar Taívan og Kína myndu hittast á
fundi í fyrsta skipti síðan 1949.
Slíkur fundur hefði þótt
óhugsandi fyrir aðeins
tíu árum síðan en sam-
band þessara tveggja
kaldastríðsóvina hef-
ur losnað úr klaka-
böndum undanfarin
misseri. Fundurinn
fór fram í Singapúr, á
hlutlausum vettvangi.
4. nóvember
Örlagaríkur skemmti-
staðarbruni
Victor Ponta, forsætisráð-
herra Rúmeníu, var
steypt af stóli í kjöl-
far háværra mót-
mæla eftir að 32 létu
lífið í stórbruna á
skemmtistað í lok
október. Mótmæl-
endur komu saman í
Búkarest og gagnrýndu
stjórnvöld harðlega fyr-
ir leyfisveitingar og eftirlit
með samkomustöðum. Ponta
ákvað að axla sína ábyrgð og stíga
til hliðar með þeim orðum: „Ég get
tekið alla pólitíska slagi en ég get
ekki barist við fólkið.“
13. nóvember
Blóðbað í París
Hryðjuverkasamtökin ISIS skipu-
leggja þrjár aðskildar árásir í Par-
ís, höfuðborg Frakklands, þar sem
hópur manna vopnaður hríð-
skotabyssum og sprengjum myrð-
ir 129 manns og skilur hundruð
einstaklinga eftir í sárum sínum.
Mannskæðasta árásin varð á tón-
leikastaðnum Bataclan þar sem
bandaríska rokksveitin Eagles of
Death Metal hélt tónleika. Alls 89
tónleikagestir voru myrtir. Sjö af
átta árásarmönnum ISIS létu lífið
í árásunum en sá áttundi, Abdel-
hamid Abaaoud, sem talinn er hafa
skipulagt árásina, er hundeltur og
drepinn í norðurhluta París 18.
nóvember.
Sönnunargögn finnast sem
bendla Abaaoud við skipulagningu
fjögurra hryðjuverkaárása í París
bara á þessu ári, þar á meðal lest-
arárásina sem komið var í veg
fyrir í ágúst og greint hefur
verið frá hér. Hryðju-
verkin eru mannskæð-
asti harmleikur í sögu
Frakklands síðan í
síðari heimsstyrj-
öldinni. Viðbrögð-
in við árásunum eru
hörð og fyrirskipa
leiðtogar þjóða á borð
við Frakkland, Bretland,
Rússland og Bandaríkin loft-
árásir á höfuðvígi ISIS í Sýrlandi.
20. nóvember
Hótelhryðjuverk í Malí
Íslamskir öfgamenn gera áhlaup
á Radisson Blu-hótelið í Bamako,
höfuðborg Malí, og taka 170 manns
í gíslingu. Franskir og bandarísk-
ir sérsveitarmenn bregðast skjótt
við og gera rassíu á bygginguna
og endurheimta yfirráð yfir henni
hæð fyrir hæð. Að minnsta kosti
27 manns létu lífið, þar af tveir
árásarmannanna. Öfgahópur tengd-
ur al-Qaeda, lýsir ábyrgð á hend-
ur sér. Frakkar líta á þetta sem aðra
árás á hagsmuni sína þar sem Malí
er gömul frönsk nýlenda.
24. nóvember
Rússnesk þota
skotin niður
Tyrkir skjóta niður rússneska orr-
ustuþotu og gefa þær ástæður að
þotan hafi rofið lofthelgi Tyrklands
og að flugmennirnir hafi hunds-
að ítrekaðar viðvaranir eftirlitsað-
ila. Annar af tveimur flugmönnum
þotunnar lætur lífið. Rússar hafa
aðra sögu að segja og Vladimir Pútín
segir að Tyrkir hafi stungið Rússa
í bakið. Hann heitir því að árásin
muni hafa alvarlegar afleiðingar en
þetta var í fyrsta skipti í 50 ár sem
NATO-þjóð skýtur niður rússneskt
loftfar.
30. nóvember
Söguleg
loftslags-
ráðstefna
Loftslagsráð-
stefna Sameinuðu
þjóðanna hefst
í París þar sem
miklar vonir eru
bundnar við að
helstu þjóðarleið-
togum takist að koma
böndum á hnattræna hlýn-
un. Við tekur tveggja vikna mara-
þonráðstefna þar sem 30 þúsund
erindrekar og fulltrúar reyna að
finna hinn gullna meðalveg sem all-
ar þjóðir geta sætt sig við varðandi
það markmið að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda.
DESEMBER
12. desember
Samkomulag í París
Þjóðarleiðtogar um allan heim fagna
niðurstöðu loftslagsráðstefnunnar
í París og segja samkomulag-
ið marka tímamót eft-
ir langar og strangar
samningaviðræð-
ur. Hinn bindandi
samningur fyrir
195 aðildarríki
Sameinuðu þjóð-
anna, kveður með-
al annars á um að
hlýnun jarðar verði
ekki meiri en 2 gráður
á þessari öld, en að reynt
verði að takmarka hana við
1,5 gráður. Þá verður 100 milljörðum
dala veitt til þróunarríkja til að ná
markmiðum í loftlagsmálum.
Gagnrýnendur benda á að þó að
samningurinn sjálfur sé bindandi
þá séu markmið einstakra ríkja um
að draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda það ekki.
14. desember
Ekki verk
hryðjuverkamanna
Stjórnvöld í Egyptalandi lýsa því
yfir að engar sannanir séu fyrir því
að rússnesku farþegaþotunni sem
fórst yfir Sínaí-skaga í október hafi
verið grandað af hryðjuverkamönn-
um. 224 létust í slysinu. Vitnað var
í bráðabirgðaskýrslu sem segir að
ekkert bendi til hryðjuverkaárásar.
18 desember
Drög að vopnahléi
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkir ályktun þar sem leitast
verður eftir því að koma á friði í Sýr-
landi. Reynt verður að hefja friðar-
viðræður milli Assad-stjórnarinnar
og uppreisnarmanna í janúar næst-
komandi.
19. desember
Bretar til
þjóðarat-
kvæðagreiðslu
David Cameron, for-
sætisráðherra Bret-
lands, lýsir því yfir að hann
nálgist samkomulag við leiðtoga
annarra Evrópuríkja um breytingar á
Evrópusambandinu. Cameron hafði
lagt fram tillögur um víðtækar um-
bætur en hann stefnir á að efna til
þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi á
næsta ári um nýjan samning Bret-
lands við ESB. Í henni mun væntan-
lega ráðast hvort Bretar verði áfram í
sambandinu eða segi sig úr því.
20. desember
Hafna hjónabandi
samkynhneigðra
Slóvenar hafna lögum sem hefðu
heimilað hjónabönd samkyn-
hneigðra í landinu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu með yfirgnæf-
andi meirihluta. 63 prósent
kjósenda voru á móti
því að leyfa hjónaband
samkynhneigðra en að-
eins 37 prósent voru því
fylgjandi. Þingið hafði
samþykkt lögin en íhalds-
menn með liðsinni kaþ-
ólsku kirkjunnar knúðu
fram þjóðaratkvæðagreiðslu
um málið.
22. desember
Milljón flóttamanna
til Evrópu
Alþjóðlega stofnunin um fólksflutn-
inga (IOM) greinir frá því að rúm-
lega ein milljón flóttamanna hafi
komið til Evrópu það sem af er ári.
Langflestir í gegnum Grikkland,
eða rúmlega 821 þúsund manns.
Flestir hælisleitendanna og flótta-
mannanna komu frá Sýrlandi, Afríku
og Suður-Asíu. IOM greinir frá því að
um sé að ræða mestu fólksflutninga
síðan í seinni heimsstyrjöldinni.
Eins og fram hefur komið í þess-
um annál þá hafa þessi ferðalög
kostað sitt. Tæplega fjögur þúsund
manns létu lífið í tilraun til að kom-
ast til Evrópu í leit að betra lífi.
KR flugeldaR
KR Heimilinu Frostaskjóli
Opið til kl.22 í dag
Og til kl.16 á gamlársdag