Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 83
Menning 55Áramótablað 29. desember 2015
Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá
RARIK viljum þakka fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um
gleðilega hátíð og heillarríkt komandi ár.
Getur þú hugsað þér
daglegt líf án rafmagns?
É
g hef alltaf treyst á góð-
vild ókunnugra,“ er lokalína
Blanche þegar geðlæknirinn
leiðir hana fárveika út af heim-
ili Stellu og Stanleys eftir sum-
arlanga dvöl á eldhúsbeddanum hjá
þeim í New Orleans. Auðæfi fjöl-
skyldunnar hafa sópast burt, ætt-
ingjarnir látnir og Blanche hefur
neyðst til þess að setjast upp á systur
sína og mág, eftir að hafa með laus-
læti fyrirgert allri von um virðingu í
heimabæ sínum. Æskuljóminn er
horfinn, hún er auralaus og tæp á
taugum en heldur fast í ímynd yfir-
stéttarungmeyjar frá horfnum tíma.
Litla systir hennar, Stella, hefur
aðlagast lágstéttarlífi og nýjum tím-
um mun betur og er nú ólétt að fyrsta
barni þeirra hjóna. Stanley dregur
vini sína reglulega heim í póker þar
sem spilað er langt fram á nótt og
drukkið ótæpilega. Hann verður of-
beldishneigður með áfengisneysl-
unni og misþyrmir bæði eiginkonu
sinni og félögum.
Einn spilafélaga Stanleys, Mitch,
verður hrifinn af Blanche og hún eygir
síðustu vonina um að bjarga framtíð
sinni með hjónabandi. Stanley ger-
ir þá drauma að engu með upplýs-
ingum um fortíð hennar. Í fjarveru
Stellu, sem er að fæða barnið, kemur
til uppgjörs milli Stanleys og dauða-
drukkinnar Blanche, átökin enda
með samförum og Blanche fær í kjöl-
farið taugaáfall.
Fantagóð í hlutverki Stellu
Það er einstaklega hátíðlegt að vera
á frumsýningu í Þjóðleikhúsinu á
annan í jólum. Þessi frumsýningar-
tími hentar þó líklega gestum betur
en leikurum, að minnsta kosti í þetta
skipti. Hvorki Nína Dögg né Baltasar
Breki voru sannfærandi í hlutverk-
um sínum sem Blanche og Stanley
í fyrri hluta verksins. Raddbeiting
Nínu Daggar var ofhlaðin dramat-
ískum þindarstuðningi sem flatti
raddsviðið og gerði hana beinlínis
óáhugaverða og gróf undan trú-
verðugleika taugaveiklunarinn-
ar. Baltasar var litlaus, skorti bæði
hita og þunga þess sem hefur sigrað
heiminn í stríði, er konungur á sínu
heimili og leiðtogi sinna félaga.
Lára Jóhanna Jónsdóttir var hins
vegar bæði heillandi og trúverðug
frá fyrstu innkomu í hlutverki sínu
sem Stella og bar sýninguna bókstaf-
lega uppi fyrir hlé ásamt spilafélög-
um Stanleys, ekki síst Guðjóni Davíð
Karlssyni sem var frábær í hlutverki
vonbiðilsins Mitch. Það komst hins
vegar allt annar kraftur í sýninguna
eftir hlé, persónur Nínu Daggar og
Baltasars Breka lifnuðu við og verkið
náði betur til mín.
Of fáguð sviðsetning
Það er áskorun fyrir leikstjóra verks-
ins að binda endahnút þess, oftast
gert með miskunnarlausri nauðg-
un Stanleys á mágkonu sinni. Stef-
án fer hér aðra leið sem geng-
ur ágætlega upp og er kannski
raunsærri útgáfa misþyrmingar-
innar og þeirrar endastöðvar sem
bíður Blanche þegar hún hverfur af
sviðinu í sjúkrabíl. Sviðsetningin er
samt nánast of fáguð, það skorti til-
finningu fyrir svækju, skordýrum
og hitamollugreddu New Orleans
sem kveikir þann lostafulla ofsa sem
í verkinu liggur. Það vantar bæði
áhættu og frumleika. Að sjá brjóstum
leikkvennanna endurtekið þrýst upp
að hálfgegnsæjum baðherbergis-
veggnum sem hluta af kynlífsathöfn
vakti eiginlega bara upp spurningar
um fyrir hvern þessi stelling væri og
hvernig hún væri tilkomin. Það væri
áhugavert að fá Röggu Eiríks til í að
skoða sérstaklega þennan þátt verks-
ins og fjalla um með faglegum hætti.
Gerð er tilraun til að færa leik-
ritið til nútímans en það bætir engu
við og virkar einkennilega þegar
Blanche fer að tala um skeyti í lok
verksins. Búningar og gervi voru vel
unnin ef undan er skilið furðulegt út-
lit Eunice, sem var einstaklega mis-
heppnað og lýti á sýningunni. Leik-
myndin var að mörgu leyti mjög
skemmtileg en velta má fyrir sér
hvort miðlæg skipting rýmanna hafi
gengið upp. Fremri stöngin á sviðinu
var óþarflega fyrirferðarmikil í aug-
um áhorfenda og óljóst hvaða til-
gangi hún þjónaði. Hljóðmyndin var
frábær. Ég býst við að uppsetningin
muni þéttast betur á komandi sýn-
ingum og líklega vinna sér inn fleiri
stjörnur en hér eru gefnar. n
Volgur vagn á lostaleið
Bryndís Loftsdóttir
ritstjorn@dv.is
Leikhús
Sporvagninn Girnd
Höfundur: Tennessee Williams
Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson
Leikstjórn: Stefán Baldursson
Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Baltasar
Breki Samper, Lára Jóhanna Jónsdóttir,
Guðjón Davíð Karlsson, Edda Arnljótsdóttir,
Pálmi Gestsson, Hallgrímur Ólafsson, Ísak
Hinriksson, Baldur Trausti Hreinsson og Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir
Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson
Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson
Sýnt í Þjóðleikhúsinu