Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 30
30 Fréttir Erlent Áramótablað 29. desember 2015 27.–29. apríl Konur og börn frelsuð Nígeríski herinn heldur af stað í björgunarleiðangur inn í Sambisa- frumskóginn í þeim erinda- gjörðum að frelsa konur og börn sem hryðju- verkasamtökin Boko Haram halda föngn- um. Þegar allt var yfir staðið 29. apríl lágu yfir 400 liðs- menn Boko Haram í valnum, þrettán búðir uppreisnar- mannanna voru eyði- lagðar og yfir 700 gíslum var bjargað. MAÍ 2. maí Lítil prinsessa fæðist Hertoginn og hertogynjan af Cambridge, Vilhjálmur Breta prins og Catherine, eignast sitt annað barn. Um var að ræða stúlkubarn sem hlaut nafnið Charlotte Eliza- beth Diana. Hennar opinberi titill er Charlotte prinsessa af Cambridge. 8. maí Cameron endurkjörinn Breski Íhaldsflokkurinn undir for- ystu David Camerons vinnur sann- færandi sigur á Verkamannaflokkn- um í þingkosningum á Bretlandi. Íhaldsmenn tryggja sér hreinan meirihluta á þingi og er Cameron endurkjörinn forsætisráðherra. Ed Miliband, formaður Verkamanna- flokksins, segir af sér daginn eftir kosningar og afhroð. Íhaldsmenn hljóta 331 sæti af 650, og bæta við sig 24 þingsætum. Verkamanna- flokkurinn nær 232 sætum og tapaði 26 frá síðustu kosningum. Frjáls- lyndir demókratar undir forystu Nick Clegg gjalda sömuleið- is afhroð og ná aðeins 8 sætum eftir að hafa myndað meirihluta með Íhaldsmönnum á síðasta kjörtímabili. Clegg segir af sér. 16. maí Dæmdur til dauða Mohamed Morsi, fyrrverandi forseti Egyptalands, sem í apríl hlaut 20 ára fangelsisdóm, er dæmdur til dauða í öðru máli. Ákæran snérist um dular- fulla fangelsisflótta fjölda meðlima Múslimska bræðralagsins árið 2011. 22. maí Sigur fyrir samkynhneigða Írar stigu skrefið til fulls og lögleiddu hjóna- bönd samkyn- hneigðra og varð fyrsta þjóðin til að lögleiða slíkt með þjóðaratkvæða- greiðslu. Kjörsókn var 60,5 prósent og af þeim greiddu 62,1 prósent með tillögu um það að breyta stjórn- arskrá landsins og heimila hjóna- bönd samkynhneigðra. Írska þjóð- in hefur tekið stór skref í þessum efnum enda eru aðeins 22 ár síðan það var bannað með lögum að vera samkynhneigður í landinu. Enda Kerry, forsætisráðherra Írlands, fagnaði niðurstöðunni. JÚNÍ 4. júní Tölvuþrjótar herja á Bandaríkin Bandarísk stjórnvöld greindu frá því að tölvuþrjótar sem taldir eru vera frá Kína hafi komist yfir persónu- upplýsingar minnst fjögurra millj- óna opinberra starfsmanna í einni viðamestu tölvuárás á opinber gagnaver þar í landi. Upp komst um öryggisbrestinn í apríl en bandarísk stjórnvöld segja að árásirnar kunni að hafa byrjað síðla árs 2014. 26. júní Strandgestir myrtir 38 ferðamenn voru myrtir á hinni vinsælu ferðamannaströnd Port El Kantaoui í Túnis. Árásarmaðurinn var hinn 23 ára gamli Seifeddine Rezgui. Líkt og með árásina í Bardo-safninu í mars, lýstu ISIS-samtökin ódæðinu á hendur sér. 29. júní Grikkir í bobba Efnahagsvandræði Grikklands héldu áfram þegar 1,5 milljarða evra skuld þjóðarinnar við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn (AGS) gjaldféll. Alþjóðlegir kröfuhafar Grikklands neituðu að framlengja efnahags- björgunaraðgerðir þjóðarinnar. Bankakerfi Grikklands lamaðist og lokaði eftir áhlaup viðskiptavina og almenningur er sár og reiður. JÚLÍ 5. júlí Grikkir í kreppu Grikkir halda þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeir fylgja fyrirmælum for- sætisráðherrans Alexis Tsipras um að hafna niðurskurðartillögum kröf- uhafa þjóðarinnar sem var eitt af skil- yrðum fyrir frekari efnahagslegum björgunaraðgerðum þeirra. 61 pró- sent þjóðarinnar hafnaði tillögunum en leiðtogar annarra Evrópuríkja segja að samningaviðræður við Grikki muni halda áfram. Útlit er þó fyrir að Grikkjum verði sparkað úr myntbandalaginu. Bönkum er áfram lokað í sex daga til viðbótar. 29. júlí Leiðtogi látinn Leyniþjónusta Afganistan greinir frá því að talið sé að Mullah Muhammad Omar, stofn- andi talíbana, hafi látist árið 2013 í Pakistan. Orðrómur um dauða hans hafði ver- ið þrálátur enda hafði hvorki spurst til hans né sést í fjölda ára. Talí- banar hafa hins vegar ekki staðfest dauða Omars. ÁGÚST Flóttamenn á hrakhólum Sumarið 2015 rann það upp fyrir þjóðarleiðtogum í Evrópu að neyðarástand væri að skapast vegna flóttamannastraums frá Sýr- landi og Afganistan þar sem fólk flúði stríðs- átök og ægivald hryðjuverkasamtaka. Flóttamannaráð Sameinuðu þjóð- anna áætlaði í ágúst- byrjun að þrjú þús- und hælisleitendur og flóttamenn myndu fara um hina svokölluðu Balk- anleið í leit að hæli í Vestur- Evrópu. Angela Merkel og þýsk stjórnvöld bjuggu sig undir að taka á móti 800 þúsund flóttamönnum og hælisleitendum. Þúsundir sýr- lenskra flóttamanna leggja á sig lífs- hættulega för til að ná til Evrópu og fjölmargir lifa ekki af þá svaðilför. Ástandið var grafalvarlegt og kast- ljós fjölmiðla beindist að málefnum flóttamanna. 17.–18. ágúst Banvæn sprenging í Bangkok Sprengju var komið fyrir við Erawan helgiskrínið, vinsælum ferðamanna stað í Bangkok í Taílandi. 20 manns láta lífið og á annað hundrað særast í árásinni. Degi síðar, 18. ágúst, springur önnur sprengja í Bangkok en engan sakaði. Enginn lýsti ábyrgð á hendur sér. 19.–20. ágúst Grikkjum bjargað með risaláni Þýska þingið samþykkti þriðja neyðarlánið til bjargar Grikk- landi og þótti þetta mikill sigur fyrir kanslarann Angelu Merkel. 20. ágúst höfðu aðrar Evrópuþjóðir gert slíkt hið sama og Grikkjum var bjargað fyrir horn. Björgunarpakk- inn er metinn á rúma 95 milljarða evra á þriggja ára tímabili. Grikkir fengu fyrsta hlutann greiddan, 14,5 milljarða evra, eftir samþykktina. Sama dag sagði Alexis Tsipras, for- sætisráðherra Grikklands, af sér eftir hörð innanflokksátök vegna neyðar- lánsins. Bráðabirgðaríkisstjórn var skipuð og ljóst varð að Grikkir þyrftu að ganga til kosninga í þriðja skipt- ið á árinu. 21. ágúst Hetjudáð í Frakklandi Þrír Bandaríkjamenn og Breti yfir- buguðu karlmann vopnaðan AK-47 hríðskotariffli, skammbyssu og hníf um borð í lest skammt fyrir utan París í Frakklandi. Fyrir hetjudáð- ina sæmdi Francois Hollande, forseti Frakklands, fjórmenningana æðstu heiðursorðu Frakka fyrir hugrekki sitt og hetjudáð. Ljóst var að þeir höfðu komið í veg fyrir mannskæða árás. 24. ágúst ISIS eyðileggur menningarminjar Hryðjuverkjasamtökin héldu áfram þeirri vegferð sinni að rústa fornum og ómetanlegum menningarminj- um. Að þessu sinni meðal annars Baalshamin-must- erið, einstaklega vel varð- veitta byggingu í Palmyru, og rómverskt kaþólskt musteri frá fimmtu öld. Skæruliðar ISIS afhöfð- uðu einnig Khaled Assad, 81 árs gamlan fyrrver- andi yfirmann fornminja í Palmyra, eftir að hafa pynt- að upp úr honum upplýsingar um óuppgrafnar minjar í borginni. Palmyra er söguleg borg í Sýrlandi, þar sem er að finna ótal fornminj- ar og rústir auk þess sem borgin er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð- anna. SEPTEMBER Flóttamannavandi Neyðarástand kemur upp í Ungverjalandi þar sem þúsundir flóttamanna sitja fastir á lestarstöð í Búdapest. Þúsundir hæl- isleitenda halda áfram að leggja líf sitt í hættu á hverjum degi til að komast frá Afganistan, Sýrlandi og Norður- Afríku til Evrópu og er Ungverjaland eitt af þeim löndum sem á leið þeirra verða. Við- brögð ungverskra stjórn- valda þykja sérstök. Ákveðið er að reisa gríðarháa gaddavírs- girðingu meðfram landamærum Serbíu og settu lög þar sem heimil- að er að handtaka flóttamenn sem reyna að komast þaðan inn í landið ólöglega. Hinn 14. september funda leið- togar Evrópusambandsþjóða til að finna leið til að bregðast við ástandinu en án árangurs. Bitbeinið var tillaga Jean-Claude Juncker að veita 120 þúsund hælisleit- endum aukalega hæli innan ESB. Skipulagður var fundur í október til að ræða málin á ný. 1. september Spilltur forseti handtekinn Þingið í Gvatemala samþykkti einróma að svipta forseta lands- ins, Otto Perez Molina, friðhelgi. Daginn eftir segir Molina af sér. Hinn 3. september tekur varaforseti landsins við stjórnartaumunum og Molina er handtekinn, sakaður um spillingu. 20. september Tsipras snýr aftur Alexis Tsipras sem hrökklaðist frá völdum sem forsætisráðherra Grikklands í ágúst, nær aftur völd- um eftir þriðju kosningarnar í landinu á árinu. Hlýtur 35 prósent atkvæða og 145 af 300 þingsætum ásamt Syriz-flokki sínum. KR flugeldaR KR Heimilinu Frostaskjóli Opið til kl.22 í dag Og til kl.16 á gamlársdag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.