Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 51
Áramótablað 29. desember 2015 Kynningarblað - Komdu með í … gamlárspartí 9
U
m þetta leyti árs seljum við
gríðarlega mikið af kókos-
bollum sem eru notaðar í
eftirrétti. Þristurinn er líka
alltaf mjög vinsæll. Hann
er settur í alls konar kökur og eftir-
rétti. Síðan eru súkkulaði-jólatrén
mjög vinsæl en þau eru fyllt með
sælgæti á sambærilegan hátt og
páskaegg og þau eru gerð úr páska-
eggjasúkkulaði. Jólatrén eru í einni
stærð, 900 grömm.“
Þetta segir Kjartan Árnason hjá
sælgætisgerðinni Kólus en sívin-
sælar vörur fyrirtækisins verða
áberandi í áramótaboðum lands-
manna, nú sem fyrr, bæði sem hrá-
efni í eftirréttum og sem sælgæti í
skálum.
Meðal annarra nýjunga, fyrir
utan jólatrén, sem hafa slegið í
gegn hjá Kólus eru Þristakúlur,
sem eru súkkulaðihúðaður lakkrís
með karamellufyllingu – gómsæt-
ara verður sælgæti ekki.
Salan eykst mikið í desember að
sögn Kjartans, sérstaklega í vörum
sem notaðar eru í kökur og aðra
eftirrétti. En að sjálfsögðu er líka
sívinsælt að hafa sælgæti frá Kólus
í nammiskálum í áramótaboðun-
um.
Sælgætisgerðin Kólus er til húsa
að Tunguhálsi 5 en fyrirtækið var
stofnað sem lakkrísgerð fyrir um
50 árum. Fyrir 20 árum hóf Kólus
síðan líka framleiðslu á súkkulaði.
Fyrirtækið framleiðir sælgæti und-
ir merkinu Sambó sem landsmenn
þekkja mjög vel en árið 2000 yfirtók
Kólus líka sælgætisgerðina Völu-
sælgæti og fluttist þá sú framleiðsla
að Tunguhálsi 5.
„Við byggðum eina hæð ofan
á verksmiðjuna okkar og þar er
Völusælgæti framleitt undir kenni-
tölu Kólus, til dæmis Völubuff,
borgarar, sexa, froskar, bananar og
sportlakkrís,“ segir Kjartan.
Þristurinn í sérflokki
Eitt vinsælasta sælgæti Íslendinga
er Þristurinn en þessi ómótstæði-
lega blanda af lakkrís, súkkulaði og
karamellu hefur lengi runnið ljúf-
lega niður í landann. Í umfangs-
mikilli bragðkönnun sem vefmið-
illinn Vísir gerði í fyrra vann Þristur
yfirburðasigur. Alls tóku 50 álits-
gjafar þátt í könnuninni og meðal
ummæla þeirra um Þrist voru eftir-
farandi:
„Þristur er mjög góður því það
er ekkert í líkingu við hann. Þetta
súkkulaði- og karamellubragð er
mjög sérstakt.“
„Þristur er besta íslenska
nammið. Lakkrís er í miklu upp-
áhaldi hjá mér og hann má finna í
Þristi en hann býður líka upp á svo
margt annað. Mjúka fyllinguna sem
er best nýkomin úr verksmiðjunni
og svo auðvitað súkkulaði. Þristur
er bestur í minnstu stærðinni sem
er, nota bene, einn af fjölmörgum
kostum. Þú færð þér bara fleiri ef þig
langar í meira. Nammi sem á alltaf
við, allir eru til í og þú tekur með þér
til Íslendinga í útlöndum.“ n
Gríðarlega mikil sala á sæl-
gæti frá Kólus fyrir áramótin