Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 17
Áramótablað 29. desember 2015 Fréttir Innlendur fréttaannáll 17 gætu gengið um berbrjósta, ef þeim sýndist svo, líkt og karlmenn og að hætt væri að klámvæða brjóst og líkja þeim við kynfæri. Forsprakk- inn, Adda Þóreyjardóttir Smáradótt- ir, fór mikinn og vakti verðskuldaða athygli fyrir vasklega framgöngu. Þetta var fyrsta kvennabyltingin af mörgum á samfélagsmiðlum. 28. mars Látinn í tvo mánuði Rúmlega fertugur karlmað- ur fannst látinn í íbúð sinni í fjölbýlis- húsi í Reykjavík, en það var aðstandandi mannsins sem fann hann látinn. Maðurinn hafði verið látinn í tvo mánuði, án þess að nokkur vitjaði hans. 30. mars 700 milljóna áhlaup Áhlaup viðskiptavina Sparisjóðs Vestmannaeyja (SV) nam tæpum 700 milljónum króna, en viðskipta- vinir höfðu nokkrum dögum fyrr byrjað að taka út reiðufé í aukn- um mæli og færa innlán til annarra banka. APRÍL 7. apríl Verkföll hefjast Verkföll hjá Ljósmæðrafélagi Ís- lands, Stéttarfélagi lögfræðinga, Stéttarfélagi háskóla- manna á matvæla- og næringarsviði, Félagi háskóla- menntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Félagi ís- lenskra nátt- úrufræðinga, Félagi geisla- fræðinga og Félagi lífeindafræðinga hefjast. 500 starfsmenn lögðu niður störf í ótímabundnu verkfalli, með tilheyr- andi röskun á þjónustu. 7. apríl Hvaða Óli Ingibjörg Kristjánsdóttir, eiginkona Ólafs Ólafssonar, telur að niður- staða Hæstaréttar í Al-Thani-málinu byggi á misskilningi. Hún segir að Hæstiréttur hafi vísað, í forsendum dómsins, til símtals í gögnum máls- ins þar sem kemur fram að ítrekað sé talað við „Óla.“ Ingibjörg segir að þar ekki sé verið að tala um eigin- mann sinn heldur annan mann, lögfræðing, sem ber sama fornafn. Björn Þorvaldsson, saksóknari sem sótti Al-Thani-málið fyrir hönd sérstaks saksóknara, segir ekki rétt að í gögnum málsins sé verið að tala um annan „Óla“. Hann segir að ef svo væri þá hefði það ekki breytt neinu um niðurstöðu dómsins. 7. apríl Íslendingar á leið á stríðssvæði Tveir sendifulltrúar Rauða krossins, Elín Jakobína skurðhjúkrunar- fræðingur og Jón Magnús bráða- læknir, koma til með að sinna stríðssærðum. Þau verða í skurðlæknateymum Alþjóða Rauða krossins (ICRC) en í hverju slíku teymi eru skurð- læknir, svæfingalæknir og hjúkrunarfræðingur. 9. apríl Sömdu Gísli Freyr Valdórsson, fyrrum að- stoðarmaður innanríkisráðherra, og Tony Omos hafa náð sátt um bæt- ur fyrir þann skaða sem Tony hlaut vegna lekamálsins svokallaða. Eins og þekkt er orðið lak Gísli Freyr persónuupplýsingum um Tony til fjölmiðla og úr því varð lekamálið. Tony krafði Gísla Frey upphaflega um fimm milljónir króna í bætur fyrir þann skaða sem hann hlaut vegna málsins, en ekki liggur fyrir hvernig sátt náðist í málinu. Gísli hafði áður gert samkomulag við aðra málsaðila, íslenska konu sem var nafngreind í minnisblaði sem hann sendi fjölmiðlum með trúnað- arupplýsingunum, og Evelyn Glory Joseph, barnsmóður Tonys. 9. apríl Einn sekur, ellefu saklausir Aðeins einn af þeim tólf starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfs- ins sem grunaðir voru um verðsamráð, var dæmd- ur sekur, hinir voru allir sýknaðir. Sá sem var dæmdur var fram- kvæmdastjóri fagsölu- sviðs Byko en hann fékk eins mánaðar skilorðsbundinn dóm til tveggja ára. Mennirnir neituðu allir sök, en málareksturinn tók fjögur ár frá því að mennirnir voru handteknir. 10. apríl Lést í bílslysi Alexandru Bejinariu, Rúmeni búsettur í Hveragerði, lætur lífið þegar fólks- bifreið lenti utan vega á Biskups- tungnabraut skammt frá Alviðru. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að hann var far- þegi í farangursrými bif- reiðarinnar sem er skutbíll. Maður- inn kastaðist út úr henni enda ekki í öryggisbelti og endaði bifreiðin ofan á honum. 12. apríl Máttu ekki reka Snorra Akureyrarbæ var óheimilt að segja upp Snorra Óskarssyni, sem oftast er kenndur við Betel, í byrjun árs 2015. Ástæður uppsagnarinnar voru ummæli Snorra um samkynhneigð, en hann skrifaði bloggpistla sem Akureyrarbær taldi ekki samrýmast starfi kennarans. Eftir uppsögnina vísaði Snorri málinu til innanríkis- ráðuneytisins sem taldi að brott- rekstur hans væri ólöglegur. Akur- eyrarbær reyndi fyrir dómstólum að hnekkja þeim úrskurði en varð und- ir og þurfti að greiða tvær milljónir í málskostnað. 14. apríl Hann leitar að börnunum Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu skip- ar lögreglumann í fulla stöðu við að hafa uppi á ungmennum sem týnast eða láta sig hverfa. Lögreglu- maðurinn, Guðmundur, fór ítar- lega yfir verkefnið í viðtali við DV, þar sem hann greindi meðal annars frá því að þeir sem tæla til sín ungmenni og hjálpa þeim ekki að komast aft- ur heim geti átt yfir höfði sér kærur. 14. apríl Ekkert Eurovison? Verkföll sliga landsmenn og þjóðar- búinu stendur ógn af vinnudeilum. Verkfall BHM hefur þegar haft víð- tæk áhrif, en DV greinir frá því að ekki sé nóg að fasteignakaup og þinglýsingar sitji allar á hakan- um heldur geti Eurovision- þátttöku Íslands verið stefnt í stórfellda hættu vegna þess að engar lög- bókandagerðir geti farið fram. Málið leystist far- sællega stuttu seinna, en það stóð tæpt um tíma. 14. apríl Slys við Reykdalsstíflu Tveir bræður lenda í kröppum dansi við Reykdalsstíflu í Hafnar- firði þegar annar þeirra ákveður að elta bolta út í vatnið. Hann lenti í vandræðum og fór þá bróðir hans á eftir honum. Drengirnir festust í af- fallinu og voru í sjálfheldu og lentu tveir karlmenn sem reyndu að að- stoða þá einnig í vandræðum. Báðir drengirnir voru fluttir þungt haldn- ir á sjúkrahús, en hafa náð fullum bata. 19. apríl Vatnið streymir Um 400 lítrar af níu gráða heitu vatni streyma á hverri sekúndu úr misgengissprungu sem opnaðist í Vaðlaheiðargöngum. Þetta er í ann- að sinn sem stór vatnsæð opnast í Vaðlaheiðargöngum. Í febrúar í fyrra opnaðist sprunga sem dældi um 380 lítrum af 46 gráðu heitu vatni inn í göngin Eyjafjarðarmegin. 20. apríl Nýr rektor Jón Atli Benediktsson fékk 54,8% at- kvæða í seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands og er því nýr rektor háskólans. Mótframbjóðandi hans, Guðrún Nordal, hlaut 42,6% at- kvæða. MAÍ 2. maí Flugfélögum fjölgar enn Flugfélögin Airberlin og Lufthansa frá Þýskalandi, hið banda- ríska Delta og spænska lággjaldaflugfélagið Vueling bætast í hóp átta flugfé- laga sem bjóða upp á reglulegar ferðir til og frá Keflavíkurflug- velli. Metfjöldi ferðamanna sækir Ísland heim á hverju ári og ekkert lát virðist á þeirri þróun. 5. maí Dýrin skulu burt DV greinir frá því að bann hafi verið lagt á dýrahald í leiguíbúðum Ör- yrkjabandalagsins við Hátún og Sléttuveg. Stjórn Dýraverndarsam- bands Íslands telur mannfjandsam- legt að krefjast þess af íbúum að þeir losi sig við dýrin. Íbúar safna undirskriftum en ákvörðuninni fæst ekki haggað. 6. maí Skorað á forsetann Ríflega 30 þúsund Íslendingar skrifa undir áskorun til forseta Íslands um að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu öllum lögum sem Alþingi Gylfaflöt 3 - Sími 567 4468 - www.gummisteypa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.