Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 94

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 94
66 Menning Áramótablað 29. desember 2015 Fjölbreytilegt jólabókaflóð Kolbrún Bergþórsdóttir stiklar á stóru í jólabókaflóðinu en þar var ýmislegt sem heillaði M esta gróskan í jólabóka­ útgáfunni þetta árið var í útgáfu ljóðabóka og barna­ og ungmenna­ bóka. Lengi hafa menn haft áhyggjur af minnkandi bókalestri ungs fólks, en barna­ og unglinga­ bækur fengu þetta árið glæsilegar viðtökur. Bókin er ekki á undanhaldi og unga kynslóðin gleymir sér í bók­ um líkt og þeir sem eldri eru. Skáldsagan lifir miklu sældar­ lífi. Í þeim geira kom ekki margt sér­ lega á óvart. Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir hafa undanfarin ár heillað lesendur og selt verk sín í bílförmum og engin breyting varð á því þetta árið. Þýska húsið og Sog­ ið rötuðu til aðdáendanna en þar voru höfundarnir á svipuðum slóð­ um og áður. Bækurnar voru ekki meðal þeirra allra bestu en þó vel yfir meðal lagi. Þriðja bókin og fleiri skáldverk Bóksalar landsins tala stundum um „þriðju bókina“ í jólabókaflóðinu og eiga þá við þá skáldsögu sem vekur mesta athygli lesenda fyrir utan bækur Arnaldar og Yrsu. Í fyrra var það Ófeigur Sigurðsson sem stal jólunum óvænt með skáldsögunni Öræfi sem var óvenjuleg metsölu­ bók, ekki hefðbundin í formi og ekki alltaf auðveld aflestrar. Þetta árið er það Auður Jónsdóttir og skáld­ saga hennar Stóri skjálfti, um ofbeldi og flókin mannleg samskipti, sem lesendur hrifust áberandi mikið af. Það eru alls ekki eins óvænt tíðindi og metsala Öræfa, því Auður hef­ ur átt áberandi vin sældum að fagna síðustu ár. Staða hennar í íslenskum bókmenntaheimi er orðin mjög sterk. Skáldsagnahöfundar landsins voru á nokkuð öruggu róli í verkum sínum. Bergsveinn Birgisson á heiðurinn af því að hafa skrifað sér­ viskulegustu skáldsögu ársins, Geir­ mundar sögu heljarskinns sem rituð er á fornu máli. Þetta er ein þessara bóka sem lesendur verða annaðhvort hrifnir af eða ná engu sambandi við. Skáldsaga Bergsveins er unnin af töluverðum metnaði og frumleika en það nægði ekki til að tryggja höfundi tilnefningu til Íslensku bókmennta­ verðlaunanna. Fyrrum handhafi þeirra verðlauna Eiríkur Örn Norð­ dahl sendi frá sér nýja skáldsögu Heimsku sem var ekki vel heppnuð og hljótt var um hana. Skáldsaga Braga Ólafssonar, Sögumaður, hefði sannarlega mátt fá meiri athygli en þar er Bragi í essinu sínu og hinn lúmski húmor hans nýtur sín einkar vel. Aðdáendur Ólafs Jóhanns Ólafs­ sonar geta ekki annað en verið ánægðir með Endurkomuna sem er með hans betri bókum. Einar Már Guðmundsson á heiðurinn af því að eiga skemmti­ legustu skáldsögu ársins. Hunda­ dagar einkennist af mikilli frásagnar­ gleði og er bæði dramatísk og fyndin. Þetta er skáldsaga sem er sneisafull af litríkum persónum og allar auka­ persónur hennar hefðu getað orðið aðalpersóna í skáldsögu. Jón Gnarr, Hallgrímur Helgason og Mikael Torfason settu sjálfa sig í forgrunn í bókum sínum Útlaginn, Sjóveikur í München og Týnd í Para­ dís. Bók Hallgríms var áberandi best stíluð af þessum bókum en frásagnir Jóns Gnarr sættu þó mestum tíðind­ um og ollu jafnvel deilum. Þórunn Valdimarsdóttir tók að sér að laga kynjahallann í skáldævisögunum og sagði sögu sína í Stúlka með höfuð, sem var skemmtileg þótt ekki sé hún með bestu bókum hennar. Tilnefningar í takt við spár Enginn hefði átt að verða mjög undr­ andi þegar kom að tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta, en þær voru í aðalatriðum í takt við spár. Venju­ lega geta bókaáhugamenn gengið út frá því að ein tilnefning í þessum flokki komi á óvart. Þetta árið var það bók Hermanns Stefánssonar, Leiðin út í heim. Fyrirfram má ætla að baráttan í þessum flokki standi á milli Hundadaga Einars Más og hinnar einkar vel stíluðu Eitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson. Frelsi og Thor Það var mikil gróska í ljóðabóka­ útgáfu þetta árið, en þrátt fyrir fjölda góðra ljóðabóka eftir vinsæl og viðurkennd ljóðskáld var engin þeirra tilnefnd til Íslensku bók­ menntaverðlaunanna. Sú ljóðabók sem flestir söknuðu af tilnefninga­ listanum er Frelsi, kröftug ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur. Nokkuð há­ værar umræður um að gengið hefði verðið framhjá Lindu urðu til þess að Frelsi var ljóðabók sem tekið var eftir og hún seldist upp fyrir jólin. Fyrsta ljóða­ bók Bubba Morthens, Öskraðu gat á myrkrið, fékk verðskuldað lof gagnrýnenda og góða sölu og mun hafa verið fyrsta bók jóla­ bókaflóðsins sem var endurprentuð. Guðmundur Andri Thorsson skrif­ aði sína allra bestu bók þegar hann gerði föður sinn að um­ fjöllunarefni í Og svo tjöllum við okkur í rall­ ið. Í bókmenntaheiminum fá menn ekki alltaf tilnefningar og verðlaun fyrir sína bestu bækur og þessi und­ urgóða og hrífandi bók var ekki til­ nefnd til Íslensku bókmenntaverð­ launanna. Er hún þó ein af allra bestu bókum ársins. Bók um Nínu Sæmundsson og bók með skissum Kjarvals voru kær­ komnar og einkar fallega úr garði gerðar. Páll Baldvin Baldvinsson á heiðurinn af þyngstu bók ársins, sem er fjögur kíló. Þessi fróðlega bók, Stríðsárin 1938–1945, er til­ nefnd til Íslensku bókmenntaverð­ launanna og rataði á metsölulista. Hún seldist upp fyrir jól, en útgef­ andinn dó ekki ráðalaus og seldi gjafabréf sem tryggja eintak af endurprentun sem kemur í janúar. Unaðsleg ævintýri og áhrifamikil skáldsaga Útgáfa þýddra úrvalsverka hefur oft verið meiri en þetta árið. Grimms­ ævintýri í endursögn Philips Pullman er sannar­ lega ein af bókum árins. Pullman set­ ur þessi vel þekktu ævin týri í einkar að­ laðandi búnað og undurfallegar myndir styrkja útgáfuna enn frekar. Spámennirnir í Botnleysufirði, eftir danska rithöfundinn Kim Leine, er önnur bók sem sætir tíð­ indum, en hún fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2013. Þetta er sögu­ leg skáldsaga sem gerist á 18. öld þar sem samskipti Grænlendinga og Dana eru skoðuð með gagnrýnum augum. Gríðarlega vel samin bók og áhrifamikil – ekki fyrir viðkvæma! Gunni Helga heillar börnin Þetta árið var mesta gróskan kannski í útgáfu fyrir börn og ungmenni þar sem höfundar sýna oft mikla hug­ myndaauðgi í verkum sínum og oftar en ekki fær fantasían þar að njóta sín. Bækurnar virðast sannar­ lega rata til sinna því sala á barna­ og unglingabókum var einkar góð þetta árið. Gunnar Helgason er sigur vegarinn í þessum flokki en bók hans Mamma klikk! sló rækilega í gegn og fékk afar góða dóma. Ævar Þór Benediktsson rataði einnig ofar­ lega á metsölulista með Þín eigin goðsaga. Að sögn útgefenda og bóksala var bóksalan fyrir þessi jól afar góð. Þjóðin er að lesa bækur – og er það harla gott. n Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Auður Jónsdóttir Hún er orðin mikið eftirlæti íslenskra lesenda. Mynd SiGTryGGUr Ari Einar Már Guðmundsson Bók hans Hundadagar er skemmtilegasta skáldsaga ársins. Mynd SiGTryGGUr Ari Linda Vilhjálmsdóttir Margir voru ósáttir við að ljóðabók hennar var ekki til- nefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Mynd JoHAnn PALL VALdiMArSSon og svo tjöllum við okkur í rallið Bók Guðmundar Andra um Thor Vilhjálmsson er án nokkurs vafa ein af bestu bókum ársins. Grimmsævintýri Bók sem allir ættu að lesa. Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net Fyrirtæki og húsfélög, gerum tilboð ykkur að kostnaðarlausu Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir íbúðir sem eru í túristaleigu Hefur þú þörf fyrir þrif
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.