Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 66
Áramótablað 29. desember 201538 Fólk Viðtal S agan mín er ekki harmsaga. Þetta hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og ég myndi ekki vilja breyta því,“ segir Alma Ýr Ingólfs- dóttir lögfræðingur. Hún er glæsileg kona, sjálfsörugg og geislar af lífs- gleði. Þann 15. desember síðastliðinn voru einmitt liðin 20 ár frá því að hún veiktist alvarlega sem varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur rétt fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Þá var hún á átjánda ári, stundaði nám við Menntaskólann á Laugarvatni og heimahagarnir voru í Ólafsvík. En skyndilega breyttist allt. „Ég veiktist af heilahimnubólgu og fékk blóðsýkingu í kjölfarið. Þetta var mjög svæsin sýking og ég var lengi á spítala. Líkami minn gaf sig í raun- inni,“ segir Alma, en hún var mjög hætt komin. Haldið sofandi í fjórar vikur Það varð mjög fljótlega ljóst að hluti fótanna var ónýtur vegna sýkingar- innar, en það var ekki hægt að fjar- lægja þá strax. Sýkingin þurfti að fá að ganga til baka að einhverju leyti svo hægt yrði að sjá hvað skaðinn náði hátt upp fótleggina. Þar að auki var líkami Ölmu mjög veikburða. Fæturnir voru því ekki teknir fyrr en 13 dögum eftir að hún veiktist. Og fingurnir ekki fyrr en um miðjan jan- úar. Ölmu var haldið sofandi með hlé- um í um fjórar vikur en hún var samt alltaf meðvituð um það sem var að gerast. Hún vissi að fæturnir höfðu verið fjarlægðir fyrir neðan hné og að búið væri að taka framan af níu fingr- um. „Manni er sagt allt, það er sama hvaða ástandi maður er í. Ég vissi kannski ekki alltaf hvað var í gangi hverju sinni en þetta fór inn í undir- meðvitundina. Ég var líka alltaf vak- in inni á milli til að kanna hvort allt væri í lagi. Ég fékk til dæmis að skála á áramótunum. Ég mátti ekki drekka vatn, en ég fékk að sjúga svamp sem hafði verið dýft ofan í kampavíns- glas,“ segir Alma hlæjandi. Þurfti að læra að sitja aftur Það var ekki fyrr en um páskana að hún fékk að fara út af spítalanum Alma Ýr Ingólfsdóttir var á átjánda ári þegar hún veiktist alvarlega af heilahimnubólgu sem varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur, rétt fyrir neðan hné, og framan af níu fingrum. Hún sökkti sér aldrei í þunglyndi og sjálfs- vorkunn vegna breyttra aðstæðna heldur hélt áfram veginn með jákvæðni og jafnaðargeð að vopni. Hún hefur aldrei látið fötlunina stýra sér og ögrar sjálfri sér mjög reglulega, yfirleitt ómeðvitað. Réttindabarátta fatlaðs fólks er henni eðli- lega mjög hugleikin og hún vill sjá breytt viðhorf til fatlaðs fólks í samfélaginu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Sagan mín er ekki harmsaga“ Jákvæðnin hjálpaði Alma segir það hafa hjálpað sér hvað hún er jákvæð að eðlisfari. Það kom aldrei til greina að sökkva niður í þunglyndi og sjálfsvorkunn. Mynd SigtRygguR ARi „Það hurfu all- ir vöðvar á meðan ég var rúmliggjandi. Ég gat ekki setið. Ég þurfti að læra að sitja upp á nýtt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.