Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Blaðsíða 40
Áramótablað 29. desember 20156 Völvuspáin 2016 fleira starfsfólk þarf til að sinna þessum fjölda og útlendingar eru stærsti hluti þeirra sem taka ný störf. Þjóðþekktir einstaklingar halda áfram að streyma til sögu­ eyjunnar. Þó ekki allir sem ferða­ menn. Heimsfrægir leikarar munu staldra hér við um skeið við tökur á nýrri stórmynd. Mikið fjölmiðlafár fylgir þeirri heimsókn. En það heimsækja ekki allir landið af fallegum hvötum. Fálka­ eggjaþjófar verða gripnir á Norður­ landi og kemur í ljós að þeir hafa áður stundað iðju sína hér á landi. Svo mikill verður ferðamanna­ straumurinn um hásumarið að heimamönnum á smærri stöðum, einkum á Suðurlandi, er nóg boðið. Landið er að drukkna í ferðamönn­ um. Hin alþekkta og margrómaða íslenska gestrisni nær ekki til allra og æ fleiri sögur heyrast af ferðafólki sem kveður landið ósátt við komu sína hingað – svikin loforð um fá­ menni og ósnortna náttúru. Enn á ný kemur til átaka við Geysi og Kerið, þegar landeigendur vilja heimta aðgangseyri af ferða­ mönnum. Ráðherra ferðamála er í miklum vandræðum en það mál leysist á óvæntan og einfaldan hátt í samstarfi við einkafyrirtæki sem kemur með lausnina tilbúna. Árni PÁll hættir – Steingrímur hornkerling „Guð en krúttlegt!“ Hún hrópar upp yfir sig. Það fæðist lítið ráðherra­ barn síðla árs. Hún segir ekki meira. Brosir bara. Ríkisstjórnin má vel við mannlegum og jákvæðum fréttum. En þar með er upp talið það sem er krúttlegt í kristalskúlunni um stjórnmál. Það ríkir áfram frost í sam­ skiptum stjórn­ ar og stjórnar­ andstöðu. Frostið leitar þó líka inn á við hjá stjórnarandstöðu. Sífellt hávær­ ari raddir heyrast um sameiningu á vinstri vængnum. Viðræður hefj­ ast á árinu. Þar verður hver höndin uppi á móti annarri. Fólk sem aldrei hefur get­ að sameinast um neitt á erfitt með að finna sam­ stöðuna nú. Margir vinstra megin við miðju og af yngri kyn­ slóðinni telja að lausnin felist í að hreinsa vel til og fá eldra og reyndara fólk til að draga sig í hlé. Steingrímur J. mun eiga mjög undir högg að sækja og kemur ýmis­ legt upp á yfirborðið úr ráðherra­ tíð hans sem tengist hruninu. Hann hrökklast undan og missir þann þunga sem hann hefur haft sem formlegur og óformlegur leiðtogi VG í gegnum árin. Hann neitar að hætta en hann er vart svipur hjá sjón. Hornkerling í stjórnmálum og hans tími er liðinn. Í þessum darraðar­ dansi mun afhjúpast mikil og djúp­ stæð óvild millum hans og Ög­ mundar Jónassonar. Verst geymda leyndarmál VG verður lýðum ljóst. Flokkurinn logar stafnanna á milli. Það verður VG þó til lífs að Katrín Jakobsdóttir heldur sínu striki og nýtur vaxandi vinsælda. Sífellt fleiri á vinstri vængnum horfa til hennar sem mögulegs leiðtoga og sam­ einingartákns. Katrín tekur vel í þetta og skoðar stöðuna. Árni Páll Árna­ son lifir ekki árið sem formaður Samfylkingar. Hann þráast fyrst við, en óvænt út­ spil opnar hon­ um útgönguleið og hann stekkur á það. Nýtt nafn og óvænt er við sjóndeildarhringinn. Þó gæti millileikur verið í spilunum. Björt framtíð á sér ekki framtíð. Sú tíra dofnar endanlega. Róbert Marshall og Guðmundur Stein­ grímsson tala æ meira um sam­ einingu eftir því sem fylgi flokks­ ins dalar. En vandinn er sá að enginn flokkur vill líta við þeim. Þeir eru útbrunnir í pólitík, ungir menn. Píratar missa flugið á árinu. Samt er fylgi þeirra umtals­ vert og getur ráðið úrslitum um framhaldið í kosningum 2017. Skoðanakannanir eru fyrstu mánuði ársins á þeim nótum sem verið hefur, en þegar líður fram á vor kemur upp einhvers konar hneyksli sem meira að segja óánægjufylgið getur ekki sætt sig við. Birgitta heldur áfram að fljúga á Saga Class skoðanakannana þrátt fyrir þetta og sú sérkennilega staða er uppi að flokkur sem kennir sig við lögleysu er alvöru afl í landinu – samkvæmt skoðanakönnunum. Tengsl Wikileaks­gengisins og Pírata verður ljósara og talsmenn samtakanna eru staðnir að verki hér á landi í tilraunum sínum við að brjótast inn í tölvukerfi hins op­ inbera. Þetta mál mun draga dilk á eftir sér fyrir margar þjóðþekktar persónur. ÓlíkindatÓlið Sigmundur Sigmundur Davíð er ólíkindatól í stjórnmálum. Gagnrýni á hann verður síst minni á þessu ári en ver­ ið hefur undan­ farið. Hann styrkir þó stöðu sína lítil­ lega á árinu og er þar einkum að þakka afnámi hafta en í ljós kemur að sú áætlun stóðst og gott betur. Þjóðin elskar forsætisráðherrann eða hatar og er síðarnefndi hópurinn stærri, en fer þó minnkandi. Sigmundur er einstaklega laginn að strjúka stjórn­ arandstöðunni öfugt og kveikja litla og stóra elda sem þarf að eyða orku í að slökkva. Hann gerir breytingar á ríkisstjórninni þegar komið er fram á haust. Einum ráðherra er skipt út og einhver tilfærsla verður í verka­ skipan. Bjarni BenediktSSon Bjarni mun vaxa í hlutverki for­ manns Sjálfstæðisflokksins. Hann uppsker að hafa ekki tek­ ið þátt í gífuryrða­ samkeppni undan­ farinna ára og þau mistök hans að skattyrðast und­ ir lok síðasta árs við forseta Íslands draga ekki alvar­ legan dilk á eftir sér. Bjarni skip­ ar framtíðarnefnd á árinu sem hefur það markmið að uppfæra flokkinn og færa hann nær mikið SjÓnarSPil Nýtt hverasvæði verður til fyrir norðan. Fólk verður í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.