Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Qupperneq 83

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2015, Qupperneq 83
Menning 55Áramótablað 29. desember 2015 Brátt fer daginn að lengja á ný og við fögnum birtunni sem fylgir hækkandi sól. Við hjá RARIK viljum þakka fyrir viðskiptin á árinu sem nú er senn liðið og sendum bestu óskir um gleðilega hátíð og heillarríkt komandi ár. Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns? É g hef alltaf treyst á góð- vild ókunnugra,“ er lokalína Blanche þegar geðlæknirinn leiðir hana fárveika út af heim- ili Stellu og Stanleys eftir sum- arlanga dvöl á eldhúsbeddanum hjá þeim í New Orleans. Auðæfi fjöl- skyldunnar hafa sópast burt, ætt- ingjarnir látnir og Blanche hefur neyðst til þess að setjast upp á systur sína og mág, eftir að hafa með laus- læti fyrirgert allri von um virðingu í heimabæ sínum. Æskuljóminn er horfinn, hún er auralaus og tæp á taugum en heldur fast í ímynd yfir- stéttarungmeyjar frá horfnum tíma. Litla systir hennar, Stella, hefur aðlagast lágstéttarlífi og nýjum tím- um mun betur og er nú ólétt að fyrsta barni þeirra hjóna. Stanley dregur vini sína reglulega heim í póker þar sem spilað er langt fram á nótt og drukkið ótæpilega. Hann verður of- beldishneigður með áfengisneysl- unni og misþyrmir bæði eiginkonu sinni og félögum. Einn spilafélaga Stanleys, Mitch, verður hrifinn af Blanche og hún eygir síðustu vonina um að bjarga framtíð sinni með hjónabandi. Stanley ger- ir þá drauma að engu með upplýs- ingum um fortíð hennar. Í fjarveru Stellu, sem er að fæða barnið, kemur til uppgjörs milli Stanleys og dauða- drukkinnar Blanche, átökin enda með samförum og Blanche fær í kjöl- farið taugaáfall. Fantagóð í hlutverki Stellu Það er einstaklega hátíðlegt að vera á frumsýningu í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. Þessi frumsýningar- tími hentar þó líklega gestum betur en leikurum, að minnsta kosti í þetta skipti. Hvorki Nína Dögg né Baltasar Breki voru sannfærandi í hlutverk- um sínum sem Blanche og Stanley í fyrri hluta verksins. Raddbeiting Nínu Daggar var ofhlaðin dramat- ískum þindarstuðningi sem flatti raddsviðið og gerði hana beinlínis óáhugaverða og gróf undan trú- verðugleika taugaveiklunarinn- ar. Baltasar var litlaus, skorti bæði hita og þunga þess sem hefur sigrað heiminn í stríði, er konungur á sínu heimili og leiðtogi sinna félaga. Lára Jóhanna Jónsdóttir var hins vegar bæði heillandi og trúverðug frá fyrstu innkomu í hlutverki sínu sem Stella og bar sýninguna bókstaf- lega uppi fyrir hlé ásamt spilafélög- um Stanleys, ekki síst Guðjóni Davíð Karlssyni sem var frábær í hlutverki vonbiðilsins Mitch. Það komst hins vegar allt annar kraftur í sýninguna eftir hlé, persónur Nínu Daggar og Baltasars Breka lifnuðu við og verkið náði betur til mín. Of fáguð sviðsetning Það er áskorun fyrir leikstjóra verks- ins að binda endahnút þess, oftast gert með miskunnarlausri nauðg- un Stanleys á mágkonu sinni. Stef- án fer hér aðra leið sem geng- ur ágætlega upp og er kannski raunsærri útgáfa misþyrmingar- innar og þeirrar endastöðvar sem bíður Blanche þegar hún hverfur af sviðinu í sjúkrabíl. Sviðsetningin er samt nánast of fáguð, það skorti til- finningu fyrir svækju, skordýrum og hitamollugreddu New Orleans sem kveikir þann lostafulla ofsa sem í verkinu liggur. Það vantar bæði áhættu og frumleika. Að sjá brjóstum leikkvennanna endurtekið þrýst upp að hálfgegnsæjum baðherbergis- veggnum sem hluta af kynlífsathöfn vakti eiginlega bara upp spurningar um fyrir hvern þessi stelling væri og hvernig hún væri tilkomin. Það væri áhugavert að fá Röggu Eiríks til í að skoða sérstaklega þennan þátt verks- ins og fjalla um með faglegum hætti. Gerð er tilraun til að færa leik- ritið til nútímans en það bætir engu við og virkar einkennilega þegar Blanche fer að tala um skeyti í lok verksins. Búningar og gervi voru vel unnin ef undan er skilið furðulegt út- lit Eunice, sem var einstaklega mis- heppnað og lýti á sýningunni. Leik- myndin var að mörgu leyti mjög skemmtileg en velta má fyrir sér hvort miðlæg skipting rýmanna hafi gengið upp. Fremri stöngin á sviðinu var óþarflega fyrirferðarmikil í aug- um áhorfenda og óljóst hvaða til- gangi hún þjónaði. Hljóðmyndin var frábær. Ég býst við að uppsetningin muni þéttast betur á komandi sýn- ingum og líklega vinna sér inn fleiri stjörnur en hér eru gefnar. n Volgur vagn á lostaleið Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Sporvagninn Girnd Höfundur: Tennessee Williams Þýðing: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjórn: Stefán Baldursson Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Baltasar Breki Samper, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Edda Arnljótsdóttir, Pálmi Gestsson, Hallgrímur Ólafsson, Ísak Hinriksson, Baldur Trausti Hreinsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson Sýnt í Þjóðleikhúsinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.