Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 28.–29. apríl 2015 Komdu til oKKar ...Eða leigðu lyftu og gErðu við bílinn sjálf/ur auðbrEkku 25 (DalbrEkku mEgin) - s. 445-5562 Við gerum Við bílinn faglegar Viðgerðir Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík • S: 511-7000 • Opið virka daga kl. 10–18 Innrammarinn.is PANTAÐU Á NETINU Project1_Layout 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Kenro myndaalbúm og tilbúnir rammar Tjá sig ekki um starfslok forstjóra Fullyrt að Magnús Bjarnason hafi hætt hjá Icelandic Group vegna 770 milljóna virðisrýrnunar dótturfélags fyrirtækisins É g get ekkert tjáð mig um þetta,“ segir Magnús Bjarnason, fyrr­ verandi forstjóri Icelandic Group, spurður hvort 770 milljóna króna virðisrýrnun dótturfélags sem sjávarútvegsfyrir­ tækið keypti í janúar í fyrra hafi leitt til starfsloka hans rúmum níu mánuðum síðar. Breski vefmiðillinn Undercurrent News fullyrti í gær að 5,2 milljóna evra, jafnvirði 770 milljóna króna, afskrift á viðskiptavild dótturfélags­ ins Icelandic – Ný­Fiskur sé ástæðan fyrir starfslokum Magnúsar og Jóns Garðars Guðmundssonar, fyrrver­ andi aðstoðarforstjóra Icelandic Group. Hafliði Helgason, upplýs­ ingafulltrúi Framtakssjóðs Íslands (FSÍ), eiganda sjávarútvegsfyrirtæk­ isins, vill hvorki staðfesta né neita fullyrðingu breska vefmiðilsins. „Við vísum til þeirrar tilkynningar sem fór út við forstjóraskiptin í fé­ laginu,“ segir Hafliði. Fjárfestingin skili sér Icelandic Group, sem framleiðir og selur sjávarfang og er í eigu 18 líf­ eyrissjóða og Landsbankans, greiddi samtals 12,2 milljónir evra, jafnvirði 1,8 milljarða króna, fyrir Ný­Fisk hf. og Útgerðarfélag Sandgerðis sem nú mynda dótturfélagið. Eins og DV hefur greint frá nam virðisrýrnunin því tæplega helmingi kaupverðsins og skýrir að mestu 4,8 milljóna evra, rúmlega 710 milljóna króna, tap móðurfélagsins á síðasta ári. „Ég var forstjóri Icelandic í tvö ár og á þeim tíma tók ég fjölmargar ákvarðanir sem allar unnu að því að styrkja rekstur og starfsemi félags­ ins. Ein af þeim voru kaupin á Ný­ Fiski og Útgerðarfélagi Sandgerðis og þau voru gerð til að bregðast við óskum okkar stærstu viðskiptavina um aukið gagnsæi í virðiskeðjunni. Þetta var einnig tækifæri fyrir okk­ ur til þess að auka áhersluna á ís­ lenskan uppruna og taka vöruþró­ unina fastari tökum hjá okkur, og styrkja starfsemi okkar í Bretlandi og Belgíu. Þessi kaup hafa sannarlega gert það,“ segir Magnús. „Þegar ég lít til baka þá voru mjög margar ákvarðanir teknar þessi tvö ár sem ég var hjá Icelandic og allar miðuðu þær að því að styrkja félag­ ið. Langstærsta ákvörðunin var sam­ runinn í Bretlandi sem var gríðarlega þarft og erfitt verkefni sem leiddi af sér miklar breytingar og mun styrkja rekstur Icelandic til lengri tíma. Þess­ ir tveir markaðir, Bretland og Belgía, njóta nú góðs af fjárfestingunni í Ný­ Fiski,“ segir Magnús. Huglægu eignirnar ofmetnar Eins og kom fram í frétt DV þá keypti Icelandic Group fyrirtækin í janúar 2014. Stjórnendur Icelandic Group ákváðu í kjölfarið að kanna virði viðskiptavildar Icelandic ­ Ný­Fisks sem samanstendur af huglægum eða óefnislegum eignum dótturfé­ lagsins. Kom þá í ljós að hún hafði verið ofmetin um 770 milljónir króna eða sem nemur tæpum tveim­ ur prósentum af heildareignum samstæðunnar. Afskriftin nam aftur á móti fjórum prósentum af eigin fé Icelandic Group sem var 130 millj­ ónir evra, um 19,2 milljarðar króna, í lok síðasta árs. Ekki náðist í Söru Lind Þrúðar­ dóttur, framkvæmdastjóra sam­ skiptasviðs Icelandic Group, við vinnslu fréttarinnar. n Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Eign lífeyris- sjóða og Landsbankans Icelandic Group er í eigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ). Lífeyrissjóður verslunar- manna er stærsti einstaki hluthafi FSÍ með 19,9 prósenta hlut en þar á eftir koma Landsbankinn með 17,7 prósent og Gildi lífeyrissjóður með 15,4. Sextán aðrir lífeyrissjóðir eiga níu prósent eða minna. Stjórn Icelandic Group lagði til við aðalfund félagsins í mars að enginn arður yrði greiddur út til hluthafa vegna síðasta rekstrarárs. Höfuðstöðvarnar Magnús Bjarnason var ráðinn forstjóri Icelandic Group í desember 2012. Hann gegndi starfinu til október- loka 2014. Mynd SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.