Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 17
Vikublað 28.–29. apríl 2015 Fréttir Erlent 17
Minnistöflur
www.birkiaska.is
Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem
er undir álagi og fæst við flókin verkefni.
Hentar vel eldri borgurum, lesblindum og
nemendum í prófum. Dregur úr streitu,
eykur ró og bætir skap.
Bodyflex
Strong
Bodyflex Strong mýkir liðamót og dregur
úr verkjum í þeim og styrkir heilbrigði
burðarvefja líkamans. Inniheldur hvorki
laktósa, ger, glúten né sætuefni.
Birkilaufstöflur
Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á vökva-
jafnvægi bæði líkama og húðar og örvar
starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar
efnaskiptum, losar vatn úr líkamanum og
dregur úr bólgum.
Evonia færir hárrótinni næringu og styrk
til þess að efla hárvöxt. Evonia er hlaðin
bætiefnum sem næra hárið og gera það
gróskumeira.
Bætiefni ársins í Finnlandi 2012.
Evonia
Við elskum umslög
- en prentum allt mögulegt
• Nafnspjöld
• Reikninga
• Veggspjöld
• Bréfsefni
• Einblöðunga
• Borðstanda
• Bæklinga
• Markpóst
• Ársskýrslur
Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is
Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is
Stærstu skjálftar sögunnar
n Íslensku skjálftarnir smámunir miðað við þá stærstu n 230 þúsund fórust á öðrum degi jóla árið 2004
5 Rússland
Dagsetning: 4. nóv. 1952
Stærð: 9,0 á Richter Manntjón: 0
Eignatjón: 1 milljón dollara
Kamtsjatka, austast í Rússlandi, er þekkt jarðskjálfta- og eld-fjallasvæði. Skjálftinn umræddi,
var sá fyrsti sem mældist yfir 9 á Richter.
Hann olli flóðbylgju sem náði alla leið til
Norður-Ameríku. Ekkert manntjón varð af
völdum skjálftans en á Hawaii varð nokkuð
eignatjón. Annar risaskjálfti varð á sama
stað 1923, 8,5 á Richter.
6 Chile
Dagsetning: 27. feb. 2010
Stærð: 8,8 á Richter Manntjón: 500
Eignatjón: 30 milljarðar dollara
Um 800 þúsund manns urður heimilislaus og um 500 létust þegar jarðskjálfti og flóðbylgja
skóku Chile fyrir rúmum fimm árum. Skjálft-
inn hafði bein áhrif á 1,8 milljónir manna og
landið glímir enn við afleiðingarnar. Skjálft-
inn varð aðeins mánuði eftir risaskjálftann
á Haítí, sem varð um 200 þúsund manns að
fjörtjóni.
7 Ekvador
Dagsetning: 31. jan. 1906
Stærð: 8,8 á Richter Manntjón: 500–1.500
Tölur um mannfall af völdum þessa risaskjálfta, sem varð fyrir næstum 110 árum, eru á
reiki. Flóðbylgja skall á ströndum Mið-
Ameríkulandanna og náði jafnvel til San
Francisco og Japan. Fréttir af skjálftanum
og afleiðingum hans voru ekki miklar en
frásagnir eru til um gríðarstóra öldu sem
æddi á land í Honolulu Bay og hvolfdi öllum
bátum.
8 Alaska
Dagsetning: 4. feb 1965
Stærð: 8,7 á Richter Manntjón: 0
Alaska hafði verið sjálfstætt ríki í sjö ár þegar þessi risavaxni skjálfti reið yfir. Hann setti af stað tíu
metra háa flóðbylgju, sem menn urðu víða
varir við. Skjálftinn varð á afskekktum stað
í Alaska og manntjón því ekkert. Hvorki
skjálftinn né flóðbylgjan í kjölfarið ollu
teljandi tjóni.
9 Indónesía
Dagsetning: 28. mars 2005
Stærð: 8,6 á Ricther Manntjón: 1.000
Indónesíska eyjan Súmatra hefur fengið sinn skerf af hamförum, og ríflega það. Aðeins um þremur
mánuðum eftir mannskæða skjálftann,
þar sem 230 þúsund manns fórust, skók
annar risaskjálfti þessa fallegu eyju. Ríflega
þúsund manns féllu og mörg hundruð
til viðbótar urðu sár, aðallega í Nias, í
norðurhluta Súmötru í Indónesíu. Upptök
skjálftans urðu á hafsbotni og má rekja til
sömu hreyfinga og nokkrum mánuðum fyrr,
þar sem Indó-Ástralíuflekinn færist undir
Evrasíuflekann. Jafn sterkur skjálfti varð á
sama svæði 2012.
10 Indland - Tíbet
Dagsetning: 15. ágúst 1950
Stærð: 8,6 á Ricther Manntjón: 1.500
Talið er að ríflega 1.500 manns hafi farist í Tíbet, Assam og Indlandi þegar risaskjálfti upp á
8,6 skók svæðið. Víða opnuðust sprungur
og miklar skriður urðu í fjöllum, sem varð
til þess að ár stífluðust. Þegar vatnið náði
loks að ryðja sér leið urðu flóð sem hrifsuðu
með sér heilu þorpin. Skjálftinn varð við
sömu hreyfingu og hefur á 70 milljón árum
myndað Himalajafjöllin; þegar Indlands-
flekinn færist norður á bóginn og þrýstist
undir Evrasíuflekann.
Hvað er jarðskjálfti?
Jarðskjálfti er titringur eða hristingur
í skorpu jarðar, sem á upptök sín á
flekamótum eða -skilum. Við skjálfta
losnar spenna sem myndast vegna
núnings milli jarðskorpu fleka. Þessi
spenna getur hafa verið að safnast upp í
hundruð ára en losnar á einu augnabliki.