Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 20
Vikublað 28.–29. apríl 20152 Garðurinn Ræktaðu kryddjurtirnar heima Lifa ehf. - vatnsræktunartæki og gróðurljós F yrirtækið Lifa ehf. flytur inn Aerogarden-vatnsræktunar- tæki og aðra hluti tengda rækt- un fyrir garðyrkju og mat og kryddjurtaræktun. Aerogar- den-tækin henta venjulegum íslensk- um heimilum mjög vel og má sjá þau inni á fjölda íslenskra heimila. „Aerogarden er búið að vera lengi á markaðinum og eru fyrstu tækin sem við fluttum inn,“ segir Þorsteinn Torfason hjá Lifa. „Fjöldi fólks er ekki garðmanneskjur en finnst gott að fá ferskar kryddjurt- ir í matseldina.“ En það má einnig rækta blóm í kerfinu og Þorsteinn segir marga viðskiptavini nota Aero garden fyrir forræktun, hægt er að koma 70 plöntum af stað í mars- apríl og svo fara græðlingarnir út í garð þegar tími er kominn til. Með þessum hætti er fólk bæði laust við arfa og pöddur. Lifa flytur á næstunni inn tæki sömu gerðar frá Finnlandi, sem eru með led-lýsingu, en hjá Lifa fást einnig ítalskir lampar frá fyrirtækinu Bulbo, sem henta mjög vel fyrir svo- kallað „urban living“ eða búsetu í borgum. Bulbo-lamparnir eru einstaklega skemmtilegir og fallegir, en þeir eru ætlaðir til að hengja yfir blómapotta eða plöntur og má einnig nota við ræktun kryddjurta. „Bulbo-ljósin hafa hentað mjög vel fyrir borgarbúa þar sem að fólk vill rækta blóm eða kryddjurtir, en hafa ekki yfir garði að ráða,“ segir Þorsteinn. „Þú færð þarna smá sól- argeisla inn í íbúðina þína.“ Að sögn Þorsteins er markaðsstjóri fyrirtæk- isins með Bulbo-lampann fyrir ofan baðið hjá sér og finnst mjög indælt að liggja í baði með ljósið yfir sér. Ljóstíðni lampanna sem plönturn- ar geta unnið úr er eins og sólarljósið. Þessir lampar eru því mjög sniðugir fyrir Íslendinga þar sem að birtu nýt- ur aðeins við stuttan tíma á ári. Ljósin eru ítölsk og því hefur verið hugs- að um útlit jafnt og notagildi, skerm- arnir eru úr terrakotta og lamparnir því bæði smart og fallegir. Lampann má festa með álstöng ofan í blóma- pottinn eða hengja upp. Lampinn er einnig til í lengri útgáfu og kemur þá í grind og fer yfir nokkrar plöntur. Lifa ehf. er að Köllunarklettsvegi 4, Reykjavík, síminn er 511-0909, net- fang upplysingar@grodurhus.is n H já Kemi ehf. að Tunguhálsi 10 er úrval af umhverfis- vænum hreinsiefnum sem henta vel bæði fyrir garðinn og sumarbústaðinn, efni sem henta vel fyrir sumarbústaða- eigendur og vörur til flugna- og meindýravarna. Einnig býður Kemi ehf. upp á mikið úrval olíu og smur- efna á frábæru verði og aðstoðar við- skiptavini við val á réttu efnunum. „Við erum með krafthreinsi sem hefur hentað mjög vel á stéttir, til að ná grænni slikju af þeim og gróðri inn á milli hellnanna, mjög ein- falt, og starfsmenn okkar leiðbeina hvernig nota á efnið,“ segir Óskar Sigurður Harðarson, deildarstjóri landbúnaðar hjá Kemi ehf. Hjá Kemi ehf. fæst einnig úr- val af umhverfisvænum hreinsiefn- um sem eru Svansvottuð sem lögð er áhersla á að fólk noti við sumar- bústaði. „Fjöldi sveitahótela kaup- ir hreinsiefni af okkur og hafa þau reynst mjög vel,“ segir Óskar. Hjá Kemi ehf. starfar hópur af sérhæfð- um starfsmönnum sem aðstoða viðskiptavini með val á hreinsiefni, hvað hentar best og hvernig skal nota þau. „Hjá okkur fást tæki til mein- dýravarna, gildrur og fóðurstöðvar og fólk fær ráðleggingar um hvern- ig skal forða því að meindýr berist inn í hús og sumarbústaði,“ segir Óskar. Hjá Kemi ehf. fást einnig flugnabanar og flugnafæluefni frá Prevent, krem, klútar og úði og auk þess gúmmískór sem eru hentugir við garðverkin. „Sumarbústaðaeigendur eru í miklum viðskiptum við okkur og kaupa mikið fyrir rotþrærnar, við erum með sérvaldar örverur sem henta mjög vel fyrir rotþrær og hreinsa allt upp úr þrónni, þannig að öll tæming verður óþörf. Efnið hreinsar öll óhreinindi sem fara í umhverfið, þannig að vatnið sem kemur úr rotþrónni er algjörlega hreint og ómengað,“ segir Óskar. Fjöldi garðeigenda er með safn- kassa í garðinum og hjá Kemi fæst efnið Haugmelta. „Efnið er frá- bært í safnhauga, 100–200 milli- lítrar eru settir í safnkassann einu sinni til tvisvar í mánuði til að flýta fyrir niðurbroti,“ segir Óskar. „Með þessum hætti færðu moldina hrað- ar í gegn og haugmeltan brýtur jafn- framt niður vonda lykt í safnkassan- um.“ Kemi ehf. er að Tunguhálsi 10, Reykjavík. Síminn er 415-4000, net- fang kemi@kemi.is n Úrval af umhverfis- vænum hreinsiefnum Kemi ehf. - sérhæfing og góð þjónusta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.