Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 36
Vikublað 28.–29. apríl 201524 Lífsstíll Þegar líða fer að sumri n sumarið skemmtilegur tími n líkamsrækt utan dyra n Hollt og gott á grillið g leðilegt sumar kæru lesendur! Ég held að það séu flestir hér á klakanum orðnir spenntir fyrir kom­ andi sumri, enda komið gott af snjó og kulda í bili. Þessi vet­ ur var ekkert lamb að leika sér við og höfum við Íslendingar svo sannar­ lega unnið okkur fyrir sól og hita. Svo þarf að krossleggja fingur svo að það rætist eitthvað úr því. Engu að síður fylgir sumrinu ögn meiri hiti, birta, hækkandi sól og önnur gleði, sem er ekkert nema jákvætt. Mér finnst sumarið virkilega skemmtilegur tími, það verða allir eitthvað svo léttir í lundu og jákvæð­ ir. Svo er hægt að nýta hlýnandi veður til þess að njóta útiverunnar, grilla og hafa gaman. Útiveran Mér finnst leiðinlegt að sjá hvernig fólk kýs nú orðið að fara allra sinna ferða á bíl. Ég hef því tamið mér að fara reglulega í göngutúr á kvöldin þegar veður leyfir og hyggst setja stefnuna á að verða duglegri og gera það oftar með sumrinu. Það er nefnilega lúmskt gott að fara í stutta göngu, þarf ekki að vera nema 30 mínútur til að fá blóðflæðið af stað, hreinsa hugann og anda að sér fersku lofti. Við notum göngutúra óspart í æfingarplönum Betri ár­ angurs og gerum það til að hvetja aðrar til að njóta útiverunnar. Það er um að gera að stíga út fyr­ ir þægindaramman og líkamsrækt­ arstöðina og fá smá fjölbreytni í hreyfinguna. Það er hægt að fara í göngu­ túra, hjólreiðatúra, renna sér á línu­ skautum, stunda útihlaup eða jafn­ vel fara í sund og synda nokkrar ferðir. Það skemmtilega við útiver­ una er að hana má líka stunda með öðrum eins og til dæmis fjölskyldu og vinum og þannig gera sér góð­ an dag. Betri kostir á grillið Með hækkandi sól er grillið dregið fram og flestir góðir sólardagar nýtt­ ir í slíka eldamennsku. Það er hægt að hafa betri kosti bak við eyrað við grillið eins og í eldhúsinu. Ég fékk vinkonur mínar í heimsókn um daginn og matreiddi fyrir þær dýr­ indis hamborgara og kartöflubáta sem ég færði að sjálfsögðu í hollari búninginn og smellti myndum af til að deila þeirri snilld með öðrum. Það var ekki veður fyrir útigrillið, en heilsugrillið mitt stóð fyrir sínu. n „Gúrmara“ hamborgarinn Ég hef það á tilfinningunni að þessi verði matreiddur oft í sumar. Úr þessari upp- skrift má gera um 4–5 hamborgara Það sem þú þarft í hamborgarakjötið er: n 600 g nautahakk (ég kaupi hakkið oftast nær í kjötbúð, þar sem það er hreinna en það sem fæst í pakka í stórmörkuðunum) n 1 heilt egg n 1 lítinn snakkpoka (ég notaði svart Doritos) n Salt og pipar ásamt Fajita spice mixi frá Santa Maria Meðlæti: n Lífskornabollur n Sýrður rjómi, 5 prósent n Salsasósa n Avókadó n Jalapeno n 17 prósent ostur n Iceberg Ég nota alltaf Lífskornabollurnar sem hamborgarabrauð því þær eru talsvert matarmeiri og betri kostur en hvítu hamborgarabrauðin. Svo vel ég fitu- minnsta ostinn og sýrða rjómann. Hamborgarakjötið útbúið Ég setti hakkið í skál og stappaði það niður með gaffli, þegar það var orðið lausara í sér bætti ég egginu við sem mýkir hakkið en festir það jafnframt betur saman, þannig verður auðveldara að gera bollur úr því. Til þess að hafa smá mexíkanskt bragð á þessu, í samræmi við meðlætið sem ég valdi ofan á hamborgarana, bætti ég við um lúku af svörtu Doritos sem ég var búin að mylja vel niður. Áður en ég gerði bollurnar setti ég salt og pipar út á hakkið ásamt fajitas- kryddinu, en það gefur mjög gott bragð. Úr þessu gat ég gert um fjórar bollur sem ég gerði að hamborgurum og setti svo á heilsugrillið og grillaði þar til þeir voru tilbúnir. Hamborgarinn gerður klár: Ég tók svo kjötið af grillinu og setti ost ofan á hvert stykki fyrir sig sem bráðn- aði meðan ég hitaði Lífskornabollurnar á grillinu. Því næst dreifði ég smá avókadó, sýrðum rjóma og salsasósu á efri og neðri hluta brauðsins eftir smekk, kjötið sett fyrir miðju og ofan á bætti ég við smá jalapeno og iceberg. Kartöflubátar á betri máta Ég var mjög sátt við hollari útgáfuna á kartöflubátunum mínum sem hægt er að borða með góðri samvisku samhliða grillmatnum í sumar. Það sem þú þarft er: n Bökunarkartöflur n Fituminni eldunarúði n Salt og pipar Aðferð Ég skar bökunarkartöflurnar niður í þunnar skífur og raðaði þeim á ofnskúffu með bökunarpappír undir. Því næst úðaði ég yfir þær olíunni og saltaði og pipraði vel. Þetta setti ég í ofninn og tók út eftir um 20 mínútur, eða þegar skífurnar voru orðnar brúnaðar og stökkar á endunum. Alexandra Sif Nikulásdóttir ale_sif@hotmail.com Göngutúr „Gott er að fara í göngutúr á kvöldin. Á sumar- daginn fyrsta fór ég í göngutúr með Lilju vinkonu minni og strák- unum hennar, Castro og Erró.“ SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm. Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT-O-AID UMHVER FISVÆN VARA F RÁ KEM I Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.