Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 18
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 28.–29. apríl 2015 Hann er algjör draumur Ég er sterkari en það Þetta er ekkert puntustarf Volaða land - Hafísa land Alma Dögg nýtur móðurhlutverksins. – DV Steinunn Birna Ragnarsdóttir tekur við starfi óperustjóra. – DV Þ etta eru erfiðir tímar. Vor- ið andvana fætt. Vetur kon- ungur enn í öllu sínu veldi. Að baki er einhver erfiðasti vetur sem um getur. Lægða- súpa sem flæddi yfir frostbörðu eyjuna okkar. Ótrúlega margir Ís- lendingar hafa leitað huggunar á heitari slóðum. Það er þó skamm- góður vermir þegar veturinn hefur upp á sitt einsdæmi framlengt dvöl sína hér. Það er ekkert sem bendir til vor- vinda ef rýnt er í veðurkortin. Margir eru hreinlega búnir að fá nóg af þessum erfiða vetri. Lóan er kom- in og sér eftir því. Jafnvel dirrindí- ið hennar titrar í gegnköldum háls- inum. Sumarið í fyrra var afleitt, í það minnsta sunnanlands, og margir töldu sig svikna. En vetur- inn var ósvikinn. Hann hefur skilið eftir sig djúp spor og götur borgar- innar vitna um það á hverjum degi. Sálarlíf landans er líka örum rist eft- ir þessa útreið. Á þessum nótum er rétt að rifja upp að árum, ef ekki öld- um saman hafa Íslendingar feng- ið nóg af veðráttunni. Sérstaklega á þetta við á þessum tíma árs þegar „gluggaveður“ er það besta sem boðið er upp á. Gott dæmi um þetta hugarástand er að finna í kveðskap Matthíasar Jochumssonar. Níðkvæði um Ísland Volaða land horsælu hérvistar slóðir húsgangsins trúfasta móðir volaða land! … og síðar Hafísa land ískrandi illviðrum marið eilífum hörmungum barið hafísa land! Spáin fyrir næstu daga er held- ur ekki til að hleypa Íslendingum kappi í kinn. Bláar tölur og snjó- koma næstu daga – alla vikuna. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa stöku veður- fræðingar gefið undir fótinn með að sumar sé fram undan. Þeir eru þó flestir farnir að tala eins og stjórn- málamenn og vanda sig við að full- yrða sem minnst. Það er leiðinda- siður. Flestir vilja vita hvernig veðrið á að vera og fá alvöru spá. Norski veðurspárvefurinn www.yr.no spá- ir til að mynda frosti fram á mið- vikudag í næstu viku, fyrir norðan. Lengra nær spáin ekki. Þrátt fyrir þetta er öruggt að við fáum sumar. Hættan er þó, eins og einhverjir gár- ungar hafa bent á, að það beri ekki upp á helgi. Aðrir hafa spurt sig hvað það heitir á veðurfræðimáli þegar vetur og haust frjósa saman. Þessi kaldhæðni er skiljanleg í ljósi að- stæðna. Vonum bara að lóan gefist ekki upp. Hún á að kveða burt snjó- inn en ljóst er að það tekur lengri tíma en við eigum að venjast. Snjó- ruðningstæki í stað hjólhýsa er því miður sú mynd sem mun blasa við fram eftir maímánuði. Þegar sumar- ið loksins kemur er eins gott að við nýtum hverja stund. Það er ekki víst að þær verði svo margar. Gleðilegt sumar! n Til eftirbreytni Það er ekki algengt að stjórn- málamenn gangist við mistökum. Það gerðist hins vegar á dögun- um þegar Sigurður Ingi Jóhanns- son, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, viðurkenndi að hafa gert mistök í sambandi við flutning Fiskistofu til Akureyrar. Tilefnið var gagnrýni umboðs- manns Alþingis á framgöngu ráð- herrans í málinu. Umboðsmað- ur sagði að áform hans væru ekki í samræmi við vandaða stjórn- sýsluhætti. Ráðherrann sagði í viðtali við RÚV að enginn væri yfir það hafinn að læra af verk- um sínum og hann væri sam- mála áliti umboðsmanns Al- þingis. Þessi viðbrögð þykja vera ráðherranum til sóma og til eft- irbreytni fyrir aðra stjórnmála- menn. Magnús í stað Friðriks Sviptingar halda áfram á íslensk- um fjölmiðlamarkaði, nú síð- ast með tilslökun Samkeppnis- eftirlitsins sem gerir Símanum kleift að samein- ast dótturfélagi sínu, Skjánum. Við það er Friðrik Friðriksson hættur sem sjónvarps- stjóri, en Magnús Ragnarsson tek- inn við. Hann var einmitt sjón- varpsstjóri Skjás eins hér á árum áður og nú nýverið aðstoðarmað- ur Illuga Gunnarssonar mennta- málaráðherra. Hætta í Straumi og Arion banka Regína Bjarnadóttir, sem hefur verið forstöðumaður greiningar- deildar Arion banka frá því í árs- lok 2013, mun láta af störfum á næstunni og hef- ur bankinn aug- lýst eftir nýjum forstöðumanni. Regína mun tak- ast á við nýja áskorun sem framkvæmdastjóri þróunarverkefna fyrir Aurora velgerðarsjóðinn sem stofnað- ur var árið 2007 að frumkvæði hjónanna Ólafs Ólafssonar og Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Regína er ekki ókunn þróunarmálum en hún er með meistaragráðu í þróunarhagfræði auk þess að hafa starfað sem verkefnastjóri hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Davíð Stefánsson, sem starfaði einnig um tíma í grein- ingardeild Arion banka, ákveðið að hætta störfum í fyrirtækjaráð- gjöf Straums fjárfestingabanka. Tilkynnti hann um uppsögn sína í síðustu viku en Davíð hyggur á framhaldsnám í Frakklandi næstkomandi haust. Davíð var á meðal tveggja hagfræðinga sem sögðu sig úr starfshóp um endur- bætur á peningakerfinu, und- ir forystu Frosta Sigurjónssonar, skömmu áður en skýrslan var birt undir lok síðasta mánaðar. Vælum og skælum Í vælukjóasamfélaginu sem við höfum mótað áratugina „ eftir að Kaninn fór“ hafa sígildir kvalarar fengið meiri athygli en þeir sem urðu að þola ofbeldi þeirra í tímans rás. Og oft er engu líkara en þannig sé litið á málin að böðullinn þurfi á hjálp að halda af hendi þeirra sem hann hálf- partinn hengdi. Í afbakaða vælu- samfélaginu heyrast þær raddir að ofbeldismenn stundi einelti á sjálfum sér og lendi þannig í ein- angrun sem þeir brjótast út úr með því brjóta aðra niður. Þannig samúðarvilla er réttlætt með því að böðlast hafi verið á böðlinum í æsku og hann böðlist þess vegna á öðrum fullorðnum. Úr þessu nú- tímakraðaki myndast þörf þjóðar- innar fyrir kvalræði sem er upp- hafið í gömlum skoðunum: „Öll eigum við bágt og eigum í basli sem öðrum en okkur ber að leysa.“ Með þannig viðhorfi leggur þjóð- in sig í visst einelti. Hún níðist á sér í ráðleysi með upphafningu á aumingjaskap. Stundum er engu líkara en hún fyrirlíti sig um leið og hún upphefur sig í sjálfshóli píslar- vottar. Þannig er samasemmerki hennar á milli þess sem kvelur og hins kvalda: „Ég er kvalinn og kvel aðra með kvöl minni.“ Dæmi um þetta er Óli, sem fékk viðurnefnið pungur af því í skól- anum í þorpinu hans var ekki bara sparkað í punginn á strákum held- ur líka í punginn á stelpum. Óli er sendur í greiningu sálfræðinga og niðurstaðan sú að hann þurfi á hjálp að halda. Óli fær stuðn- ingshóp sem hamast með blíðu við að má burt skammaryrðið þótt enginn muni eftir því lengur nema „innri maður Óla“. Til að styrkja sjálfsvitund Óla fær hópurinn, með sálfræðing í broddi fylkingar, hann til að „vinna í sér“ og þá kem- ur í ljós að hann er með forystu- hæfileika og óvenjulegt vit á fjár- málum. Hvort tveggja hefur leynst í skammaryrðinu pungur, enda merkir pungur pyngja í sálrænum og félagslegum skilningi. Óli fyllist eldmóði. Hann drífur sig áfram og verður bankastjóri sem kemur vel fram í fjölmiðlum. Það sést á skján- um að hann er blanda af sveit og borg: rammíslenskur. Í eðli sínu er Óli það sem áður var kallað útvegs- bóndi, maður sem á hvort tveggja bát á sjó og belju í túni. Óla er hampað, enda alltaf sami pungurinn í öllu sem hann gerir. Í bankanum fær hann að vera frjáls- hyggjumaður, og í frjálsræði fjár- málanna sparkar hann í alla punga sem á vegi hans verða, karla og kvenna í pungslega samfélaginu. Auðvitað gengur sparkið ekki til lengdar. Óli er kærður fyrir fjár- málaspörk. Hann fær dóm og er færður á Kvíabryggju. Fréttin birt- ist feitletruð í öllum blöðum: Óli pungur kominn á Kvíabryggju. Þá fara hinir áður útspörkuðu að vorkenna honum. Rannsóknar- blaðamenn fara af stað. Óli pungur kemst aftur í blöðin með skugga- mynd af þjáðri mannveru sem hniprar sig sökum eineltis í barna- skóla og banka. Er annað hægt en að fá sam- úð með píslarvotti? Verður ekki að koma honum aftur inn í samfélag- ið og endurhæfðum á þing? Í hvaða flokki á hann heima? Kvótinn í kvalræðisflokkunum er tæmdur og væluskjóðurnar þar njóta hylli og aðdáunar. „Kvöl þeirra var mik- il en þær komust líka hátt,“ hugsar þjóðin. Hvaða flokkur hæfir Óla sem höfðar jafnt til kvíabryggjukjós- enda og almennings, íbúa ham- ingjusömustu en jafnframt grát- gjörnustu þjóðar í heimi sem hatar sig um leið og hún lofsyngur sig, gædd þeim einstæða hæfileika að geta síhengt sig í sama gálga hins sígilda böðuls? n Guðbergur Bergsson rithöfundur Til umhugsunar MyND SIGTRyGGuR ARI„Er annað hægt en að fá samúð með píslarvotti? Verður ekki að koma honum aftur inn í samfélagið og endur- hæfðum á þing? Í hvaða flokki á hann heima? Arnari Gauta er sama hvað fólk heldur um hann. – DV Leiðari Eggert Skúlason eggert@dv.is MyND AF www.vEDuR.IS / SAMSETT MyND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.