Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 4
Vikublað 28.–29. apríl 20154 Fréttir 2007 Illugi kjörinn á þing í fyrsta sinn. Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2007–2009. Mikil afskipti af stjórnmálum áður. Formaður Heimdallar, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra (2000 til 2005) o.fl. 2009 Formaður þingflokks sjálf- stæðismanna 2009–2010 og aftur 2012–2013. 2009 Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2009 2010 Illugi ákveður að taka sér hlé frá þingstörfum meðan sérstakur saksóknari rannsakar málefni peningarmarkðssjóða, en hann sat í stjórn sjóðs 9 hjá Glitni þegar bankinn hrundi. 2011 Tekur á ný sæti á Alþingi um haustið. Vann ráðgjafarstörf fram að því fyrir Orka Energy. 2012 Illugi fær 5–6 milljóna króna eingreiðslu frá Orku Energy í febrúar. Illugi viður- kennir að hafa fengið greiðslur árið 2012 frá félaginu en vísar til ráðgjafastarfa sinna fyrir félagið árið áður. 2013 Mennta- og menningar- málaráðherra síðan 23. maí 2013. 2013 Illugi selur Hauki Harðarsyni eiganda Orka Energy íbúð sína Ránargötu 6a fyrir 53,5 milljónir króna. Afsal: 23. júní, mánuði eftir að Illugi er orðinn ráðherra. Gerir leigusamningvið Hauk til tvegga ára. Greiðir 230 þúsund krónur á mánuði í leigu. 2015 21.–27. mars: Illugi fer til Kína með 9 manna opinbera sendinefnd, þar á meðal rektor- ar þriggja íslenskra háskóla. Auk þess viðskiptasendinefnd skip- uð 8 fulltrúum Orka Energy og 3 fulltrúum Marels. Með í för er Haukur Harðarson, aðaleigandi Orka Energy. 2015 20. apríl berast svör Ill- uga við eftirfarandi spurningum DV. Svörin að sumu leyti óskýr og ófullnægjandi. Spurningar DV voru: 1. Tókst þú við nær 6 milljóna króna greiðslu frá Orka Energy eða tengdu félagi í febrúar 2012? 2. Voru gefnir út launaseðlar eða sendir þú reikninga með þinni kennitölu? 3. Hvenær fékkst þú síðast greiðslu fyrir þjónustu þína (ráðgjafarstörf o.fl) í þágu Orka Energy? 4. Ég gef mér að greiðslur frá Orka Energy hafi verið gefnar upp til skatts. En í hvaða landi? 5. Hver eru tengsl þín við Hauk Harðarson eiganda Orka Energy? Er hann vinur, viðskiptafélagi, stuðningsmaður í pólitík og hve langt aftur í tímann ná tengslin? 2015 25. apríl og síðar: Stundin upp- lýsir um íbúðaviðskipti Illuga og Hauks Harðarsonar 2013. Illugi stígur fram í fréttum RÚV og greinir frá eðli viðskiptanna og segist vilja hafa allt uppi á borð- um. Hringbraut birtir dagskrá Kínaferðarinnar í mars o.fl. Illugi og Orka Energy S igmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra segir að siðareglur fyrir ráðherra, sem samþykktar voru og birtar árið 2011, séu enn hafðar til viðmiðunar. Þetta kom fram í svörum hans við fyrirspurn Svandísar Svavars- dóttur, VG, sem gerði siðareglurnar að umtalsefni á þingi í gær með vísan í hagsmunatengsl Illuga Gunnars- sonar menntamálaráðherra og Orka Energy og Hauks Harðarsonar, helsta eiganda þess, en upplýst hefur verið um þau í fjölmiðlum á undanförnum dögum. Svandís spurði hver ætti að túlka siðareglurnar þar sem nefnd um siðferðileg viðmið fyrir ráðherra og stjórnsýsluna hafi verið lögð niður og hvort Sigmundur ætlaði að endur- meta afstöðu til slíkrar nefndar þar eð siðferðisvandi kæmi ítrekað upp í ríkis stjórninni. Margvísleg tengsl Ljóst er nú að auk þess sem Illugi tók að sér ráðgjafarstörf fyrir Orka Energy og Hauk Harðarson á árunum 2010 og 2011 – er hann tók sér hlé frá þing- störfum –fékk hann milljónagreiðslur frá fyrirtækinu árið 2012. Hann hafði þá setið nokkra mánuði á þingi eftir fjarveruna 2010/11. Eftir þetta seldi hann Hauki og fyrirtækinu OG Capital íbúð sína við Ránargötu árið 2013. Af- salið var gert í júní 2013 eftir að hann var orðinn ráðherra, eins og Stundin hefur upplýst. Einnig er upplýst að OG Capital hafði einnig verið í eigu Illuga en verið selt Hauki og Orka Energy. Illugi tjáði sig um íbúðarviðskiptin í fréttum RÚV síðastliðinn sunnudag og hefur útskýrt málið síðar á Face- book. Almanna- og einkahagsmunir Jón Þór Ólafsson Pírati sagði á þing- fundi í gær að allt snerist þetta um að misbeita ekki í þágu sérhagsmuna því almannavaldi sem þingmenn og ráð- herrar öðlast sem kjörnir menn. Hann taldi athugandi að taka upp viðurlög gegn brotum gegn hagsmunaskrán- ingu þingmanna og ráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra taldi heppilegt að þingið gengi eftir því að hagsmunaskráning ráð- herra og þingmanna yrði uppfærð tvisvar á ári að frumkvæði þingsins sjálfs. DV spurði Illuga um tengsl hans við Hauk Harðarson, helsta eiganda Orka Energy, fyrr í mánuðinum. Í svari sem barst 20. apríl segist Illugi hafa kynnst stjórnendum fyrirtækis- ins fyrst er hann tók að sér verkefni fyrir fyrirtækið í Singapúr. „ Fyrirtækið starfar einungis í Asíu, en kaupir þjón- ustu íslenskra sérfræðinga og vísinda- manna á sviði jarðvarma. Eðli máls samkvæmt hef ég þekkt þá síðan þá. Tengsl okkar hafa ekki legið í gegn- um nein samtök, hvorki félagasamtök né stjórnmálasamtök. Er ég fór í leyfi frá Alþingi varð ég launalaus. Til að afla mér tekna tók ég meðal annars að mér verkefni fyrir Orka Energy í Singa- pore,“ sagði Illugi í svari sínu. Eins og fram kemur í meðfylgj- andi tímalínu um samskipti Illuga og Orka Energy var spurt beint um tengsl Illuga við Hauk Harðarson. Í svarinu upplýsti Illugi ekkert um kaup Hauks á íbúðinni við Ránargötu og leigusamning sem Illugi gerði við hann. Þær upplýsingar komu fram hjá Stundinni og honum sjálfum í fréttum RÚV um síðustu helgi. n n Milljónagreiðslur árið 2012 n Leigir íbúðina af Hauki Harðarsyni Jóhann Hauksson johannh@dv.is Haukur með í för til Kína Viðskiptasendinefnd Orka Energy í för með Illuga Gunnarssyni menntamála- ráðherra til Kína 21.–27. mars síðast- liðinn n Haukur Harðarson n Guðmundur Ólason n Jóhannes Sigurðsson n Charlotte Zhao n Sveinn Einarsson (Þrír til viðbótar komu frá öðrum löndum og bættust í hópinn) smáskömmtum Illugi upplýsir í Heimilið Áhvílandi voru 55 milljónir á íbúðinni þegar Haukur hjá Orka Energy keypti hana af Illuga snemmsumars 2013 eftir að hann varð ráðherra. Haukur ábyrgðist skuldirnar og leigði Illuga íbúðina. HEIMILIS ÞVOTTUR 511 1710 svanhvit@svanhvit.is www.svanhvit.is Við tökum við hefðbundnum heimilisþvotti. Við þvoum, þurrkum og brjótum saman þvottinn þinn. Lítil vél 1.890 kr. Millistór vél 2.590 kr. Stór vél 3.490 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.