Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 12
Vikublað 28.–29. apríl 201512 Fréttir
Glerhreinsir • Gólfsápa • WC hreinsir
Rykmoppur og
sápuþykkni frá
Pioneer Eclipse
sem eru hágæða
amerískar hreinsi-
vörur.
Teppahreinsivörur
frá HOST
Hágæða hreinsivörur – hagaeda.is og marpol.is – Sími: 660 1942
Frábærar þýskar
ryksugur frá SEBO
Decitex er
merki
með allar
hugsanlegar
moppur og klúta í þrifin.
UNGER gluggaþvottavörur,
allt sem þarf í gluggaþvottErum einnig með:
Marpól er með
mikið úrval af
litlum frábærum
gólfþvottavélum
Tilboð fyrir hótel og
gistiheimili í apríl/maí!
Ráðuneytið vill leyfa
tvöfalt hærri bónusa
Að „skaðlausu“ að kaupaukar til starfsmanna fjármálafyrirtækja megi vera 50% af árslaunum
F
jármálaráðuneytið telur að
það yrði að „skaðlausu“ að
veita fjármálafyrirtækjum
heimild til að greiða tvöfalt
hærri bónusgreiðslur en nú-
verandi reglur kveða á um og þær
megi því vera allt að 50% af föstum
árslaunum starfsmanna. Þá mætti
einnig skoða að smærri fjármála-
fyrirtækjum yrði leyft að greiða
hlutfallslega enn hærri kaupauka
til starfsmanna, til dæmis 100% af
árslaunum, heldur en stóru við-
skiptabönkunum.
Þetta kemur fram í minnisblaði
sem fjármála- og efnahagsráðu-
neytið sendi í gær til efnahags- og
viðskiptanefndar vegna frumvarps
sem nefndin hefur til umræðu um
viðamiklar breytingar á lögum
um fjármálafyrirtæki. Í frumvarpi
Bjarna Benediktssonar fjármála-
ráðherra er gert ráð fyrir því að
kaupaukagreiðslur til starfsmanna
fjármálastofnana haldist óbreyttar
– að hámarki 25% af árslaunum –
frá því sem verið hefur síðustu ár.
Eins og áður hefur verið greint
frá í DV hafa fjármálafyrirtækin
hins vegar farið fram á að
kaupaukar geti verið allt að 100%
af föstum árslaunum og eins að til
staðar verði heimild fyrir hluthafa-
fund að hækka hlutfallið í 200%.
Slíkt fyrirkomulag yrði í samræmi
við það sem þekkist almennt í ná-
grannaríkjum Íslands.
Þrátt fyrir að ráðuneytið leggi
ekki til að öllum fjármálafyrirtækj-
um verði veitt heimild til að greiða
fjórfalt hærri bónusa – ráðuneytið
telur að hækka megi hlutfallið úr
25% í 50% – þá tekur það að stórum
hluta undir sjónarmið Samtaka fjár-
málafyrirtækja (SFF) um að lágt há-
markshlutfall kaupaukagreiðslna
muni ekki halda aftur af launa-
skriði hjá fjármálafyrirtækjum.
Þvert á móti, útskýrir ráðuneytið
í minnisblaðinu, gæti slíkt fyrir-
komulag frekar leitt til hærri fasts
rekstrarkostnaðar.
Fram kemur í minnisblaðinu,
sem er 28 blaðsíður að lengd, að
færa megi rök fyrir því að ef fjár-
málafyrirtækjum verði settar of
þröngar skorður við að geta greitt
út bónusa til starfsmanna þá geti
það orðið sveifluaukandi fyrir starf-
semi félaganna. „Hætt er við því að
föst laun hjá fjármálafyrirtækjum
hækki í uppsveiflu í hagkerfinu sem
geti leitt til launaskriðs meðal sam-
bærilegra hópa.“
Gæta þurfi meðalhófs
Ráðuneytið er því þeirrar skoðun-
ar að „gæta þurfi meðalhófs“ þegar
hámark bónusgreiðslna sé ákveðið
og horfa þurfi til þeirra viðamiklu
breytinga sem verið er að gera á
umgjörð slíkra greiðslna. Reynt sé
að gæta þess að „skammtímahags-
munir starfsmanna geti ekki leitt til
skaða fyrir fyrirtækið og samfélag-
ið til lengri tíma“. Þá bendir ráðu-
neytið einnig á að ljóst sé að „aðrar
starfsstéttir sæta ekki jafn íþyngj-
andi takmörkunum á samnings-
frelsi sínu“.
Þau sjónarmið fjármálaráðu-
neytisins að heimila smærri fjár-
málafyrirtækjum að greiða enn
hærri bónusgreiðslur en kerfislega
mikilvægum fyrirtækjum – Íslands-
banka, Arion banka og Landsbank-
anum – virðast eiga sér hljómgrunn
í efnahags- og viðskiptanefnd.
Þannig sagði Frosti Sigurjónsson,
þingmaður Framsóknarflokksins
og formaður nefndarinnar, í frétt
DV sl. föstudag að hann teldi rök
hníga að smærri félögum verði
veitt sérstök heimild í lögunum
til að greiða hlutfallslega hærri
kaupauka til starfsmanna heldur
en stóru bönkunum.
Gæti minnkað áhættu
Í minnisblaði ráðuneytisins er
meðal annars nefnt að útfæra
megi reglurnar þannig að fjár-
málafyrirtækjum verði skipt í
þrennt. Ströngustu reglurnar gildi
um kerfislega mikilvæg fyrirtæki,
aðrar reglur um viðskiptabanka
og sparisjóði sem flokkast ekki
sem kerfislega mikilvæg fjármála-
fyrirtæki, og að lokum reglur sem
taka til þeirra fjármálafyrirtækja
sem taka ekki við innstæðum. Tel-
ur fjármálaráðuneytið að þessi út-
færsla geti leitt „til hvata fyrir stóra
eða meðalstóra viðskiptabanka til
þess að aðskilja ákveðna starfsemi
frá aðalstarfsemi sinni með starf-
rækslu dótturfélaga með takmark-
að starfsleyfi. Slíkt gæti minnkað
áhættu í fjármálakerfinu.“
Samkvæmt frumvarpinu er
gert ráð fyrir því að fresta þurfi
að minnsta kosti 40% af bónus-
greiðslum til starfsmanna í að lág-
marki þrjú ár. Í minnisblaðinu tek-
ur fjármálaráðuneytið hins vegar
undir með Seðlabankanum um
að fresta skuli 60% af kaupauka-
greiðslunum í fimm til sjö ár ef
sú leið verður farin að hækka há-
markshlutfall sem greiða má
starfsmönnum í bónusa. n
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
„Aðrar starfs-
stéttir sæta
ekki jafn íþyngjandi
takmörkunum á
samningsfrelsi sínu
Bankabónusar Starfsmenn Arion banka og Íslandsbanka fengu greiddar 900 milljónir í kaupauka á síðasta ári.
Á
ætlaður árlegur tjónakostn-
aður vegna fjársvika í heimin-
um eru um og yfir 3.500 millj-
arðar dollara og er talin vera
að meðaltali 5% af heildartekjum fyr-
irtækja og stofnana. Einnig tekur um
3,5 ár að uppgötva fjársvik og í flest-
um tilfella kemst upp um misferli í
gegnum ábendingar frá aðilum sem
hafa grunsemdir um óeðlilega við-
skiptahætti.
Þetta kemur fram í skrifum Guð-
jóns Ágústssonar, sérfræðings í hug-
búnaðarlausnum hjá Nýherja, á vef
fyrirtækisins. Nokkrir af helstu sér-
fræðingum í heimi fjársvika og tölvu-
glæpa munu veita innsýn í heild-
stæðar lausnir og gegn fjársvikum
og tölvuglæpum á morgunverðar-
fundi hjá Nýherja sem fer fram í dag.
Er fundurinn haldinn í samvinnu við
IBM og FraudID í Danmörku.
Guðjón segir að fjársvik og mis-
ferli hafi færst í aukana og eru sívax-
andi vandamál í daglegum rekstri
fyrirtækja og stofnana. Í kringum
67% fjársvika séu framkvæmd af
karlmönnum og flestir svikarar á
aldursbilinu 32–45 ára.
„Fjársvik eru það margvísleg,
margbrotin og háþróuð að þau eru
erfið viðureignar fyrir þá sem reyna
að takmarka eða koma í veg fyrir tjón
vegna þeirra. Heildstæðar fjársvika-
lausnir geta þar af leiðandi hjálpað
fyrirtækjum og stofnunum að kom-
ast fljótar að svikum, komið í veg fyrir
fjárhagslegt tjón og þannig takmark-
að hnekki á orðspori. Með greiningu
á gögnum úr mismunandi tækjum
og kerfum er hægt að finna grun-
samleg atvik sem eiga sér stað í ýms-
um þáttum viðskipta og þjónustu,“
segir Guðjón. n
Fjársvik kosta 3.500
milljarða dollara
Kostnaðurinn 5 prósent af heildartekjum fyrirtækja