Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 11
Fréttir 11Vikublað 28.–29. apríl 2015 Hvetja Íslendinga til að aðstoða UNICEF á Íslandi biðlar til al- mennings að vera til staðar fyrir börn sem nú eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir í Nepal á laugardag. Að minnsta kosti fimm þúsund manns létust í skjálftanum og yfir 50 þúsund eru slasaðir. Þá blasir gífurleg eyðilegging við í 35 hér- öðum landsins. UNICEF, Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, og samstarfsaðilar á svæðinu hafa brugðist skjótt við ástandinu og hafið neyðaraðgerðir. Í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi kemur fram að starfs- fólk UNICEF vinni nú dag og nótt við að útvega börnum og fjölskyldum þeirra lífsnauðsyn- leg neyðargögn. UNICEF leiðir neyðaraðgerðir í vatns- og hrein- lætismálum á svæðinu og út- vegar öllum 16 neyðarbúðun- um sem komið hefur verið upp í Katmandú-dalnum hreint vatn. Þess utan hefur sjúkrahúsum og neyðarskýlum verið séð fyrir næringarsöltum og sinktöflum til að koma í veg fyrir ofþornun af völdum niðurgangssjúkdóms. Að minnsta kosti 940 þúsund börn þurfa á brýnni aðstoð að halda og á næstu vikum og mánuðum hefur UNICEF ein- sett sér að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til 2,8 milljóna barna á skjálftasvæðunum. Hægt er að styrkja neyðar- söfnun UNICEF fyrir Nepal með þvi að senda SMS-ið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1.500 krón- ur til neyðaraðgerða vegna jarð- skjálftans eða leggja inn á söfn- unarreikning 701-26-102040 kt: 481203-2950. Skelfileg eyðilegging eftir jarðskjálftann í Nepal n Um 4.000 látnir n Íslendingarnir óhultir n Mæður íslenskra Everest-fara fengu góðar fréttir n Skortur er á vatni, mat og rafmagni á hamfarasvæðunum Ingólfur Axelsson Slapp með skrekkinn uppi á Everest. Vilborg Arna Gissurardóttir Lagði af stað í grunnbúðir Everest 3. apríl síðastliðinn. Mynd VIlborG ArnA GIssurArdóttIr þrátt fyrir hamfarirnar segist hún efast stórlega um það. „Það væri fáránleikinn uppmálaður í mín- um huga. Þetta er þjóðfélag sem er komið í rúst og þar er fólk sem á um sárt að binda sem vantar hjálp.“ Hún segist hafa fengið að vita snemma að dóttir hennar væri óhult á Everest. „Við fengum frétt- ir mjög fljótt frá skrifstofunni sem hún er að ferðast með. Þau létu vita mjög fljótt að allt væri í lagi.“ sautján milljónir í hjálparstarf Ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram tíu milljónir króna til hjálparstarfs í Nepal, Rauði krossinn hefur lagt fram fimm milljónir og SOS Barna- þorp tvær milljónir. Rauði krossinn, UNICEF og SOS Barnaþorp hafa einnig sett í gang safnanir hér á landi til að styðja við bakið á Nepölum sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna. n Mount Everest Þeir fyrstu sem klifu fjallið voru Nýsjálendingurinn Sir Edmund Hillary og sjerpinn Tenzing Norgay 29. maí 1953. Meira en 4.000 manns hafa komist á tindinn síðan þá. Hundruð manns reyna að klífa Everest á hverju ári. 658 manns komust á toppinn árið 2013. Meira en 200 manns hafa dáið við að reyna að komast á Everest. björgunarstarf Björgunarstarfs- menn leita að fólki í rústunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.