Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 21
Vikublað 28.–29. apríl 2015 Garðurinn 3 „Það er ekkert verk of lítið eða of stórt fyrir okkur“ Bræðurnir Hjörleifur og Róbert reka Garðaþjónustu Íslands B ræðurnir Hjörleifur Björnsson og Róbert Bjargarson reka garðyrkju- fyrirtækið Garðaþjónusta Íslands, sem er í dag eitt stærsta garðaþjónustufyrirtæk- ið hér á landi. Bræðurnir stofn- uðu fyrirtækið árið 2007 og hefur það verið í örum vexti síðan. Þeir einbeita sér að einstaklingsmark- aðinum, en þjónusta jafnframt húsfélög og fyrirtæki. Þjónustan er ekki bundin við höfuðborgar- svæðið, þeir sinna einnig sumar- bústaðalóðum, hafa unnið verk á Suðurnesjum, Hellu og Selfossi. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá öllum landshlutum og skoðum allt,“ segir Hjörleifur. Eitt verkefni klárað í einu Bræðurnir eru vel tækjum búnir fyrir öll verkefni, bæði stór og smá. „Við höfum fjárfest í verkfærum og tækjum, sem gera okkur kleift að klára verkin hratt og vel. Það er ekkert verk of lítið eða of stórt fyrir okkur,“ segir Hjörleifur. Þeir taka að sér eitt verkefni í einu, vinna fram eftir og klára það. „Lóðabreytingar eru stór hluti af vinnu okkar. Við vinnum í samstarfi við lands- lagsarkitekta og iðnaðarmenn. Lóðabreytingar eru skemmtileg- ustu verkefnin og það kemur fólki alltaf mikið á óvart hvað við erum fljótir. Við erum í góðu samstarfi við aðra iðnaðarmenn sem hjálpa okkur að klára málin frá A til Ö, svo að fólk þarf ekki að leita til margra iðnaðarmanna til þess að kára dæmið.“ Persónuleg þjónusta og heiðarleiki er okkar mottó Hjörleifur segir að viðskiptavinur- inn fái alltaf fast verðtilboð eftir fyrsta fund, fólk veit því strax hver endanlegur kostnaður er og að engir aukareikningar fylgi, nema sé sérstaklega samið um það. „Við leggjum mikla áherslu á að af- henda alla reikninga persónulega og að allt standi sem samið var um.“ Starfsemi allan ársins hring Garðaþjónusta Íslands starfar allan ársins hring, eftirspurnin er þó mest á vorin og yfir sumarið. „Það er því best að panta sem fyrst,“ seg- ir Hjörleifur. Snemma á vorin og á haustin er verið að klippa og þá má einnig fara í lóðabreytingar. „Það er margt hægt að gera í garðinum á veturna, svo lengi sem ekki fryst- ir í jörð,“ segir Hjörleifur. „Við erum einnig að þjónusta fjölda húsfélaga hvað varðar garðslátt, beðahreins- anir og almenna umhirðu. Einnig eru margir einstaklingar sem nýta sér þá þjónustu, enda sumarið stutt og fólk vill kannski hugsa um annað en arfa og slátt á sumrin.“ Facebook-leikur 100.000 króna vinningur Á Facebook-síðu Garðaþjónustu Ís- lands er leikur í gangi þar sem er til mikils að vinna. Nóg er að heim- sækja Facebook-síðuna, „like“-a við hana og skrá nafn sitt og þá er við- komandi kominn í pott. Sigurvegar- inn verður dreginn út fyrir 15. júní og fær hann 100.000 króna inneign hjá Garðaþjónustu Íslands. Allar upp- lýsingar um Garðaþjónustu Íslands má fá í símum 866-9767 og 844-6547 eða með því að senda tölvupóst á netfangið garda@garda.is. n Bræðurnir Róbert Bjargarson og Hjörleifur Björnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.