Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 34
Vikublað 28.–29. apríl 201522 Sport Á Gylfi að vera í liði ársins? n Gylfi Þór Sigurðsson síst lakari en Philippe Coutinho n Fékk ekki sæti í liði ársins L ið ársins í ensku úrvals- deildinni var kunngjört um helgina og á topplið Chelsea sex fulltrúa í liðinu. Það eru leikmenn ensku úrvals- deildarinnar sem standa fyrir valinu og kemur nokkuð á óvart að ekkert pláss er fyrir þá Cesc Fabregas og Sergio Aguero. Fabregas hefur lagt upp flest mörkin í deildinni í vetur á meðan Aguero er markahæstur. Þá hlaut Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, ekki náð fyrir augum kollega sinna í ensku úrvals- deildinni þó að hann hafi átt frábært tímabil. Á miðjunni í liði ársins eru fjórir leikmenn; þeir eru Al- exis Sanchez, leikmaður Arsenal, Philippe Coutinho, leikmaður Liverpool og Chelsea-mennirnir Nemanja Matic og Eden Hazard sem var valinn leik- maður ársins. Ef nokkrir tölfræði- þættir eru skoðaðir frá yfirstand- andi tímabili sést að Gylfi Þór hefur átt síst lakara tímabil en til dæmis Philippe Coutinho. Gylfi hefur gef- ið fleiri stoðsendingar en þeir allir, skapað fleiri færi en Sanchez, Matic og Coutinho og skorað fleiri mörk en Matic og Cout- inho. Tölfræði segir vissu- lega ekki alla söguna og er Matic til dæmis varnarsinn- aðri en hinir fjórir. Þar af leið- andi hefur hann lagt minna til sóknarleiks síns liðs en hin- ir fjórir en þeim muna meira til varnarleiksins. DV bar nokkra lykil- tölfræðiþætti frá yfir- standandi tímabili saman. Saman- burðurinn nær til þeirra fjögurra miðjumanna sem valdir voru í lið ársins auk Gylfa Þórs Sigurðssonar. Notast var við töl- fræðiforritið Squ- awka sem er öll- um aðgengilegt á vefnum. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Sendingar fram völlinn Stoðsendingar Mörk Lykilsendingar Fjöldi sendinga Heppnaðar sendingar Hlutfall heppnaðra sendinga Unnar tæklingar Fjöldi skota Færi sköpuð Sendingar stöðvaðar Unnin skallaeinvígi Hreinsað frá eigin marki Gylfi Þór Sigurðsson Leikir: 29 Spilaðar mínútur: 2.420 Alexis Sanchez Leikir: 30 Spilaðar mínútur: 2.493 Nemanja Matic Leikir: 31 Spilaðar mínútur: 2.731 Philippe Coutinho Leikir: 30 Spilaðar mínútur: 2.342 Eden Hazard Leikir: 33 Spilaðar mínútur: 2.926 557 « 10 6 58 1.036 882 85% 22 61 68 38 14,29% 21 724 8 « 14 59 1.216 932 77% 44 « 95 67 36 34,29% 8 « 1.279 2 1 20 « 1.955 « 1.674 86% « 85 23 22 « 64 « 64% « 112 822 4 4 41 1.289 1.038 81% 41 83 45 14 11,43% 12 996 8 13 « 79 1.812 1.574 « 87% 24 68 « 87 22 28,26% 14 Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofanar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.