Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 44
Vikublað 28.–29. apríl 201532 Fólk Breytingin á Bruce í myndum B ruce Jenner komst fyrst á forsíður blaðanna árið 1976 þegar hann vann gull- verðlaun á Ólympíuleikun- um í Montreal. Þessa dag- ana fjalla blöðin hins vegar um breytingarnar á honum en Bruce játaði í viðtali við sjónvarpskonuna Diane Sawyer að hann væri kona föst í líkama karlmanns. Bruce ætlar þó að svara persónufornafninu „hann“ þar til breytingin verður lengra á veg komin. Mörg blöð hafa titlað Bruce „frægustu opinberu transmanneskju Bandaríkjanna“ og þar á meðal dag- blaðið Daily News sem á heiðurinn af þessari samantekt. n Menntskælingur Myndin er tekin úr ársbók elstu bekkinga árið 1968. Þarna var Bruce þegar orðinn afburða­ íþróttamaður og keppti í fimleikum, fótbolta og körfubolta. Ólympíugullhafi Bandaríska íþróttastjarnan fagnar sigri í tugþraut á Sumar­ ólympíuleikunum í Montreal árið 1976. Íþróttamaður Bruce grettir sig í myndavélina á tennismóti í New York árið 1972. Flottur Bruce mætti flottur í tauinu í partí í New York árið 1986. Kvikmyndastjarna Bruce Jenner í hlutverki sínu í kvikmyndinni Can't Stop the Music árið 1980. Myndin vakti ekki lukku og Bruce átti ekki afturkvæmt á stóra tjaldið fyrr en árið 2011 í mynd Adams Sandler, Jack and Jill, en þar lék Bruce sjálfan sig. Minna barkakýli Fyrsta myndin eftir að Bruce hafði látið minnka barkakýli sitt. Myndin var tekin í nóvember í fyrra. Eltur á röndum Bruce klæddur í uppáhaldsfötin sín, íþróttabuxur og hettu­ peysu. Myndin var tekin í byrjun desember 2014 þar sem raunveruleikastjarnan var að kaupa í matinn. Demantar og síðir lokkar Lokkarnir fengu að leika lausum hala á fyrstu myndinni sem ljósmyndarar náðu af Bruce á nýju ári. Demantseyrnalokkarnir vöktu sérstaka athygli. Hárið síkkar Bruce er myndaður á bensínstöð árið 2014. Bruce var sjaldan með stuttan strákakoll en þetta síða hár olli því að vangaveltur vöknuðu um hvort Bruce væri í transferli. Kris Jenner neitaði því í viðtali eftir að myndin birtist. 65 ára Á 65 ára afmælisdaginn, fyrsta afmælisdaginn eftir skilnaðinn við Kris Jenner. Ljósmyndarar höfðu fylgt honum allan daginn og mynduðu hann meðal annars þar sem hann gekk út af snyrtistofu með rauðar, nýlagaðar neglur. Myndin var svo tekin eftir að Bruce lagði út í kant og kveikti sér í sígarettu. Leyndarmálið afhjúpað Þann 25. apríl viðurkenndi Bruce, í tilfinninga­ þrungnu viðtali við sjónvarpskonuna Diane Sawyer, að hann væri kona föst í karlmanns­ líkama.K ri ng la n Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.