Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 32
Vikublað 28.–29. apríl 201520 Neytendur Það sem snyrtivörurisar vilja ekki að þú lesir 10 heilsu- og fegrunarráð með töfraefninu matarsóda Í síðustu viku fjölluðum við um 20 leiðir til þess að nota mat- arsóda við heimilisþrif. Af við- brögðum lesenda má álykta að áhugi þeirra á efninu sé mik- ill og því ekki úr vegi að fjalla um notkun þess varðandi útlit. Hér verða útlistaðar nokkrar leiðir til að nota matarsóda til að hressa upp á útlitið og vinna á ýmsum kvillum. Þess má geta að kílóverðið af mat- arsóda er á bilinu 600–700 krónur og því er um afar hagkvæma lausn að ræða ef neytendur geta sparað sér rándýrar snyrtivörur. 1 Losnaðu við brjóstsviða Hrærðu teskeið af matarsóda út í hálfan bolla af vatni og skelltu svo blöndunni í þig. Matarsódinn ætti að slá á magasýrurnar sem valda brjóstsviðanum. 2 Fjarlægðu dauða húð Búðu til eins konar krem með því að blanda volgu vatni við matarsóda. Nuddaðu svo húðina lauslega með efninu og skolaðu hana með volgu vatni. Einnig má blanda matar- sódanum við eftirlætishúðvöruna til þess að ná svipaðri virkni. 3 Andlitsmaski Blandaðu saman matarsóda og vatni í jöfnum hlutföllum og skelltu blöndunni í andlitið. Leyfðu blöndunni að liggja á andlitinu í um 10 mínútur og hreinsaðu svo efnið af andlitinu með volgu vatni. Tvær gúrkusneiðar á augun eru al- gjört lykilatriði. 4 Til að hreinsa og hvítta tennur Settu matarsóda á grunnan disk og dýfðu rökum tann- bursta ofan í. Burstaðu tennurnar eins og þú ert vanur og skolaðu vel. Brostu svo framan í heiminn. 5 Hreinsaðu hárið Settu smá-vegis af matarsóda í lófann ásamt hefðbundnum skammti af eftirlætis sjampóinu þínu. Matar- sódinn virkar fullkomlega við að ná leifum af ýmissi hárvöru úr hárinu og það verður enn hreinna en áður. Að auki er talað um að fylling þess aukist. 6 Flösuvörn Prófaðu að nota matarsóda í stað sjampós í nokkur skipti. Matarsódinn ætti að vinna gegn svepp sem oft veldur flösu (þó er rétt að benda á að fjöl- margar aðrar ástæður geta legið að baki flösu). Áður en lesendur fyll- ast viðbjóði þá er rétt að upplýsa að þessi tiltekni sveppur sem heitir Malassezia lifir í hársverði allra en hjá sumum verður hann ofvirk- ur með þeim afleiðingum að flasa myndast. Fyrir enn betri virkni er gott að bæta við smá tetrjáarolíu. 7 Náðu lykt af höndunum Ef þú ert búinn að handleika eitthvað sem gefur frá sér sterka lykt, t.d. hvítlauk, þá er gott að þvo hendurnar upp úr blöndu af mat- arsóda og vatni í hlutföllunum 3 á móti 1. Fyrir utan þá staðreynd að lyktin hverfur þá verða hendurnar afar mjúkar eftir þessa meðferð. 8 Svitalyktareyðir Í stað þess að kaupa rándýran svita- lyktareyði er hægt að blanda saman matarsóda og maíssterkju í jöfnum hlutföllum, nudda því undir handar- krikana og þú ert klár í slaginn. Einnig er hægt að búa til svitalykt- arstauk í föstu formi því að bræða kókoshnetuolíu á pönnu og bæta sterkjunni og matarsódanum við. Hella svo blöndunni í eitthvert hent- ugt ílát og kæla hann. Mikilvægt er að geyma staukinn á svölum stað því við stofuhita myndi kókosolían bráðna með tilheyrandi sóðaskap. 9 Slökunarbað Uppáhald leikkonunnar Liv Tyler. Hún set- ur hálfan bolla af matarsóda út í bað- vatnið ásamt Epsom-söltum og læt- ur svo líða úr sér í baðinu. Losar um verki og bólgur í vöðvum og liðum. 10 Þurrþvottur Blandaðu saman matarsóda og barnapúðri, nudd- aðu blöndunni í rót hársins og burst- aðu svo hárið duglega eftir smá stund. Hárið verður ferskara en allt ferskt. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Töfraefnið matarsódi Notkunarmöguleikarnir eru nánast óþrjótandi og efnið hefur verið notað af mannkyninu síðan á tímum Forn-Egypta. Það má segja að notkunarmöguleikarnir hafi týnst í frumskógi af vel mark- aðssettum snyrti- og hreingern- ingarvörum sem óljóst er hvort virki í raun og veru jafnvel. E inn fremsti krabbameins- læknir Bandaríkjanna, dr. Tim Bryers, hefur síðustu áratugi rannsakað áhrifin af inntöku ýmissa fæðubótarefna. Kveikja rannsóknanna var sú að margt benti til þess að þeir sem neyttu mikils af ávöxtum og græn- meti virtust síður þróa með sér krabbamein og því vildi Bryers og hans fólk kanna hvort að hægt væri að auka áhrifin með því að neyta fæðubótarefna. Niðurstaðan varð þveröfug. „Við vitum ekki enn hverjar ástæðurnar eru en niðurstöðurn- ar eru að ofneysla slíkra efna virð- ist auka líkurnar á krabbameini.“ Sem dæmi má nefna að ofneysla beta-karótíns, sem hægt er að fá úr gulrótum og mangó, bendir til þess að líkurnar á lungakrabbameini og hjartasjúkdómum aukist um 20 prósent og ofneysla fólínsýru, einnig þekkt sem B9-vítamín og er í miklu magni í spergilkáli, eykur lík- urnar á sepamyndun í ristli. „Það er þó engin ástæða til að óttast inn- töku fjölvítamína og annarra bæti- efna. Ef neysla slíkra efna er innan ráðlagðra dagskammta þá geta þau verið heilsueflandi. Efnin munu þó aldrei koma í staðinn fyrir fjöl- breytta og næringaríka fæðu. n Ofneysla fæðubótarefna eykur líkur á krabbameini Koma ekki í stað fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu Fæðubót- arefni Neysla fjölvítamína og annarra bæti- efna í töflu- formi er ekki varhugaverð nema þeirra sé neytt um- fram ráðlags dagskammts. Slík efni koma þó aldrei í stað fjölbreyttrar fæðu. Mynd PhoTos.coM Verslunin flytur allt að 80% afsláttur ReykjavíkuRvegi 66 - 220 HafnaRfjöRðuR Sími: 565 4100 - www.nyfoRm.iS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.