Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 10
10 Fréttir Vikublað 28.–29. apríl 2015 Skelfileg eyðilegging eftir jarðskjálftann í Nepal n Um 4.000 látnir n Íslendingarnir óhultir n Mæður íslenskra Everest-fara fengu góðar fréttir n Skortur er á vatni, mat og rafmagni á hamfarasvæðunum U m 4.000 manns hafa fund- ist látnir í Nepal eftir jarð- skjálftann sem reið þar yfir á laugardaginn. Meira er 7.500 manns slösuðust og þúsundir búa í tjöldum eftir að heimili þeirra eyðilögðust. Búið er að koma upp tjaldborg- um í höfuðborg Nepal, Katmandú, fyrir þá sem eiga um sárt að binda. Skortur er á vatni, mat og raf- magni, auk þess sem aukin hætta er á að sjúkdómar breiðist út. 200 fjallgöngumönnum bjargað Að minnsta kosti 200 fjall- göngumönnum hefur verið bjarg- að á og við hæsta fjall heims, Mount Everest, eftir að jarðskjálft- inn kom snjóflóðum af stað. Þeirra á meðal eru Vilborg Arna Giss- urardóttir og Ingólfur Axelsson sem voru flutt heil á húfi með þyrl- um niður í grunnbúðir fjallsins. Þau voru stödd í búðum eitt, sem eru fyrstu aðlögunarbúðir Everest í um sex þúsund metra hæð og í átta tíma göngufjarlægð frá grunn- búðunum. Að minnsta kosti sautján fórust í snjóflóðunum. Fjórir Íslendingar til viðbótar voru á fjallgöngu nærri borginni Pokhara í Nepal þegar jarðskjálft- inn gekk yfir en þeir eru heilir á húfi. Hættu við í fyrra Bæði Vilborg Arna og Ingólf- ur voru stödd við rætur Everest í apríl í fyrra en hætt var við ferðina þegar sextán sjerpar fórust í snjó- flóði í Khumbu-ísskriðunni í hlíð- um fjallsins. Það var mannskæð- asta slysið í sögu Everest. Everest átti í fyrra að vera sá síðasti af sjö hæstu fjallstindum hverrar heims- álfu sem Vilborg Arna, sem verð- ur 35 ára í sumar, ætlaði að klífa á einu ári. Þar með hefði hún orðið fyrsta íslenska konan til að kom- ast á tindinn, sem er 8.840 metra hár. Áður hafði Vilborg Arna meðal annars skíðað alein yfir suðurpólinn á sextíu dögum. Átak að fara aftur af stað Vilborg Arna og Ingólfur lögðu af stað í sinn annan Everest-leiðang- ur um síðustu mánaðamót í sitt- hvorum hópnum. Vilborg Arna hóf gönguna í grunnbúðirnar 3. apríl en með henni í teymi voru tvær konur og sjö karlar. Leiðsögu- mennirnir voru tveir, Guy Cott- er sem var ráðgjafi í væntanlegri Everest-kvikmynd Baltasars Kor- máks, og Rob sem hún þekkti frá ferð sinni á suðurskautið. Stefnan var sett á að vera kominn niður af tindinum dagana 20. til 25. maí. Í bloggi sínu lýsti Vilborg Arna því hversu skrítin tilfinning það væri að vera á leiðinni aftur upp í grunnbúðirnar eftir harmleikinn frá árinu áður og að það hafi ver- ið helmingi meira átak að fara að stað núna en í fyrra. „Það fylgir því líka ákveðin spenna að fara aftur á staðinn og hún magnast eftir því sem nær dregur. Það skiptir samt máli fyrir mig að fara aftur því mig langar líka til að eiga aðrar minn- ingar frá fjallinu,“ skrifaði hún. Vonbrigði og hnéaðgerð Í spjalli við DV um leiðangurinn á Everest, skömmu áður en jarð- skjálftinn gekk yfir um síðustu helgi, hafði Ingólfur Axelsson sömu sögu að segja. „Líkamlegur undirbúningur hófst í febrúar síð- astliðinn, nánir vinir sáu að mig vantaði smá hjálp þannig að þeir hvöttu mig til að hefja æfingar og taka mér tak. Án þessarar hvatn- ingar væri ég ekki hérna á þessum stað í mjög góðu líkamlegu at- gervi. Það var mjög erfitt að hefja æfingar af fullum krafti eftir von- brigði síðasta árs og hnéaðgerð i lok nóvember,“ sagði Ingólfur, en hvorki náðist í hann né Vilborgu Örnu við vinnslu þessarar fréttar. Með áttföldum Everest-fara Í gönguhóp Ingólfs voru Rob Cass- erley, sem hefur klifið Everest átta sinnum, auk hans hóps sem samanstóð af þeim Dan, Marie og Tindu. Eftir búðir þrjú ætlaði Ingólfur að ganga með klifursjerpa að toppnum, sem mun vera nauðsynlegt öllum þeim sem reyna við Everest í fyrsta skipti. Ljóst er að ekkert verður af því í þetta sinn. „Leiðangurinn samanstendur af tólf klifrurum, níu sjerpum, mat- reiðslumeistara, grunnbúðastjóra og leiðangursstjóra. Síðan eru það Himalayan Guides sem sjá um alla aðfangastjórnun auk leyfa,“ sagði Ingólfur, en eins og hann greindi frá á Facebook fórust þrír úr hans hóp í snjóflóðinu. Mamma í sjöunda himni Mæður Ingólfs og Vilborgar Örnu eru að vonum fegnar að þau skuli vera komin heil á húfi af fjallinu hættulega. Ingibjörg Ragnarsdótt- ir, móðir Ingólfs, heyrði í honum í gærmorgun. „Ingólfur er mjög yfir vegaður. Hann er það að eðlis- fari. Hann vildi láta okkur vita að hann væri kominn niður í grunn- búðirnar,“ segir hún. „Við erum í sjöunda himni yfir því að hann sé heill á húfi. Þetta er kannski það flóknasta í öllu ferl- inu, þegar eitthvað svona kemur fyrir. Náttúruhamfarir eru náttúru- lega hörmulegar og það er hræði- legt hversu margir létu lífið en það er nú einu sinni svo að maður verður afskaplega feginn ef fólkið manns er heilt á húfi. Þarna voru allir Íslendingarnir heilir þannig að auðvitað gleðst maður óskap- lega yfir því.“ Hún segist að sjálfsögðu hafa verið hrædd þegar hún fékk fyrst fregnir af jarðskjálftanum. „Við lágum yfir öllum erlendum rásun- um en við vorum ótrúlega heppin að hann náði sambandi við okk- ur strax á laugardagsmorgun til að láta okkur vita að þau væru heil á húfi. Það skipti algjörlega sköpum í þessu öllu.“ Fáránlegt að fara aftur upp Sólveig Aradóttir, móðir Vilborgar Örnu, hafði ekki heyrt í dóttur sinni til að fá nýjustu upplýsingar þegar blaðamaður ræddi við hana í gær, mánudag. „Þetta er hamfarasvæði og maður er ekkert að hringja þegar maður veit að hún er óhult,“ segir Sólveig. „Við erum látin vita ef eitthvað er að og maður ber virðingu fyrir því í hvaða ástandi þjóðin er. Þess vegna dettur manni ekki í hug að reyna að hringja.“ Spurð hvort dóttir hennar ætli að reyna strax aftur við tindinn Mount Everest Göngugarpar snúa aftur frá Mount Everest. Um tvö hundruð manns hafa látist við að spreyta sig á hæsta fjalli veraldar. Freyr Bjarnason freyr@dv.is „Náttúruhamfar- ir eru náttúrulega hörmulegar og það er hræðilegt hversu margir létu lífið en það er nú einu sinni svo að maður verður afskaplega feginn ef fólk- ið manns er heilt á húfi. Fegin móðir Ingibjörg Ragnarsdóttir, móðir Ingólfs, var að vonum fegin að heyra að sonur hennar væri heill á húfi. Plast, miðar og tæki ehf. Krókhálsi 1 110 Reykjavík s. 567 8888 www.pmt.is gæði – þekking – þjónusta ISHIDA WM-NANO FILMUPÖKKUNARVÉL MEÐ MIÐAVOG Nánari upplýsingar á www.pmt.is eða í síma 567 8888 Filmupökkunarvél á borð með Uni 7 sem er nýjasta miðavog Ishida Ishida Nano hentar fyrir pökkun á ávöxtum, kjöti og fisk Hægt er að nota pökkunarvél með eða án vigtunar og prentunar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.