Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 6
Vikublað 28.–29. apríl 20156 Fréttir Sjúklingum sama um stöðugleikann É g skora á þá að leysa þessa flækju, þetta verður auðvit- að leyst en spurningin er bara hvenær. Ég ætla ekki að gjalda með heilsufari mínu fyrir stöð- ugleikann á Íslandi. Það verður að leysa það einhvern veginn öðru- vísi. Og ég er ekki einn í þeirri stöðu að bíða, það er fjöldi fólks í svipaðri stöðu,“ segir Tryggvi Jónsson sem í lok mars var greindur með góðkynja heilaæxli sem til stóð að fjarlægja strax í apríl. Verkföll og óvissa hafa hins vegar sett strik í reikninginn hjá honum og biðin hefur reynst hon- um erfið. Heilsunni hrakar á meðan en Tryggvi er orðinn nánast blindur á öðru auga og farinn að sjá illa með hinu. Hann á sér þá ósk heitasta að fá að sjá börn og barnabörn sín vaxa og dafna – ekki bara heyra í þeim. Sama um stöðugleikann Í umræðunni um kjarasamninga hefur mikið verið rætt um það svig- rúm sem er til launahækkana og að ef gengið verði að kröfum launafólks muni það ógna efnahagsstöðugleika þjóðarinnar. Tryggvi segir fólk í hans stöðu, sjúklinga sem bíði eftir að fá bót meina sinna meðan karpað sé um prósentur og upphæðir, hafa um annað að hugsa. „Það er ekki efst á óskalistan- um. Okkur er örugglega alveg sama um stöðugleikann ef við höldum líf- tórunni eitthvað áfram. Það skiptir meira máli en hvort stöðugleikinn haldi,“ segir Tryggvi sem er 49 ára. Orðinn nánast blindur á öðru Þegar hann greindist með heilaæxlið í lok mars var honum sagt að hann ætti að fara í aðgerð strax í apríl. „En ég veit ekki hvenær. Það eru ekki margir dagar eftir af apríl. Með- an ég bíð þá minnkar sjónin. Ég er orðinn nánast blindur á öðru aug- anu og farinn að sjá verr með hinu. Mann langar að fylgjast með og sjá börn sín og barnabörn vaxa og dafna – ekki bara heyra í þeim. Ég held að þetta sé nú ekkert að ganga af mér dauðum en þeir geta ekki sagt mér hvort sjónin komi til baka eftir þetta eða ekki.“ Og á meðan engin tíma- setning sé komin þá sé óvissan mik- il og slæm. „Það er mjög óþægilegt, að finna heilsufarinu hraka og hanga svona í óvissu er alveg hrikalegt.“ Þrýstir á augnbotninn Tryggvi fór í blóðprufu á miðviku- daginn í síðustu viku og hitti svo lækninn á föstudag fyrir skoðun. „Það átti eftir að lesa úr blóðpruf- unum en samt var búið að merkja þær í forgang. Læknirinn hringdi og ýtti við einhverjum og það átti að redda því í hvelli. En svo hef ég ekk- ert heyrt.“ Hann segir þó að allt það starfs- fólk sem hann hafi talað við á heilsugæslustöðvum og sjúkrahús- um sé óskaplega ljúft fólk og hann sé ekki að benda á neinn einstakan sökudólg í þeirri stöðu sem upp er komin. „Svo veit maður ekkert, ég þekki ekki inn á heilbrigðiskerfið og veit ekki hvort þetta þyki bara eðlileg bið. Maður er svo heppinn að hafa verið heilsuhraustur fram að þessu.“ Aðspurður hvaða svör hann hafi fengið við þessari bið segir Tryggvi að hann hafi bara fengið þau svör að læknarnir geti tekið æxlið og hann eigi að ná heilsu. „Þeir geta bara ekki svarað mér með sjónina. Það er sjálf- sagt einstaklingsbundið, hvar þetta er og hvernig gengur að fjarlægja þetta. Þetta liggur einhvers staðar við augnbotninn, þrýstir á hann og er nærri heiladinglinum – án þess að ég sé einhver sérfræðingur í þessu.“ Aðspurður segir Tryggvi að æxlið sé góðkynja og sé því ekki að dreifa sér, aðeins að stækka með tilheyrandi tjóni. Meira umhugað um kjúklinga en sjúklinga Hann vill að stjórnvöld geri sitt og leysi málin. Þeir sem veikir eru hugsi ekki um prósentur til eða frá eða efnahagsstöðugleikann. „Það er að skrimta fram á haustið og eitt- hvað fram á næsta ár. Einhvers stað- ar heyrði ég að það jaðraði við lög að stofna lífi og heilsu annarra í hættu. Ef þetta er ekki dæmi um það þá veit ég ekki hvað. Ég efast ekki um að allt þetta fólk sé að vinna vinnuna af heilindum og reyna sitt besta en það eru ekki mörg ár síðan það voru sett lög á sjómenn. Af því að þeir kost- uðu þjóðfélagið svo mikið. Það voru sett lög á flugvirkja. Því þeir kost- uðu okkur svo mikið. Ég var því alveg brjálaður í gær [sunnudag] þegar ég heyrði vitnað í Harald Benediktsson [þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrv. formann Bændasamtakanna] þar sem púðrið fór í að kjúklingar hefðu það svo slæmt. Þetta er alveg frábært. Ef þingmenn leggja sig nið- ur við að bjarga kjúklingum – svo þeir lifi nú af til að komast í slátur- húsið. Þetta er ekki í lagi.“ Er þeim meira umhugað um kjúklinga en sjúklinga? „Já, en best ég segi ekki meir. Þetta er ótrúlegt þjóðfélag sem við búum í. Við erum eitt af ríkustu þjóðfélög- um heims ef við miðum við höfða- tölu – að geta svo ekki borgað fólkinu okkar mannsæmandi laun. Hverjum svo sem um er að kenna. Ég get ekki bent á neinn. Ég ætla ekki að fara að benda á þá sem eru í verkföllum sem einhverja sökudólga og ekki held- ur samninganefndirnar. Það er öll- um sniðinn þröngur stakkur. Ríkið gekk auðvitað undan með fordæmi við að semja við lækna og fleiri. Þeir opnuðu á þessa vitleysu alla. Og nú verður einhvern veginn að höggva á hnútinn.“ n n Tryggvi greindist með heilaæxli í mars n Óvissa vegna verkfalla Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is „Mann langar að fylgjast með og sjá börn sín og barnabörn vaxa og dafna – ekki bara heyra í þeim. Heilsunni hrakar í biðinni Tryggvi Jónsson átti að fara í aðgerð í apríl. Enn bíður hann. Verkföll og óvissan sem fylgir þeim hefur sett strik í reikninginn. Hann er orðinn nánast blind- ur á öðru auganu og sjónin dvínar á hinu. Mynd ÞOrMar Vignir Rafport ehf • Nýbýlavegur 14 • 200 Kópavogur • S: 554-4443 • rafport.is Við bjóðum uppá allar gerðir merkivéla og prentara sem henta inná hvert heimili og fyrirtæki Komdu við og kíktu á þetta frábæra úrval sem við höfum upp á að bjóða Úra og skart- gripaverslun Heide Glæsibæ Við erum líka á Facebook Tilvalin ferming- argjöf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.