Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 9
Fréttir 9Vikublað 28.–29. apríl 2015
Smart föt
fyrir smart konur
Sjáðu
úrvalið á
tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464
Stærðir 38-54
Útgjöld á mánuði alls með húsnæðiskostnaði:
Dæmigert:
Útgjöld: 383.684 kr.
Útborguð laun: 228.478 kr.
Mismunur: -155.206 kr.
Mismunur ef miðað er við 100 þúsund krónur í húsnæðiskostnað: -106.086 kr.
Grunnviðmið:
Útgjöld: 248.878 kr.
Útborguð laun: 228.478 kr.
Mismunur: -20.400 kr.
Ef miðað er við 100 þúsund krónur í húsnæðiskostnað: 28.720 kr. afgangur
Launakrafan langt frá því
að duga fyrir framfærslu
mið n Kröfurnar hófsamar, segir SGS
Húsnæðiskostnaður
Tveggja herbergja íbúð í austurbæ Reykjavíkur.
Meðalleiguverð á hvern fermetra skv. leigugagnagrunni Þjóðskrár: 2.052 kr.
60 fermetra íbúð: 123.120 kr.
Hiti og rafmagn: 16.000 kr.
Hússjóður: 10.000 kr.
Samtals: 149.120 kr.
Starfsgreinasamband Íslands miðar við 100 þúsund krónur í húsnæðiskostnað á
mánuði, þar sem miðað var við landsbyggðina.
ans hvernig dæmið lítur út ef mið-
að er við aðeins 100 þúsund krónur
í húsaleigu. Þar má sjá að enn vant-
ar talsvert upp á þegar miðað er við
dæmigerða viðmiðið, rúmar 106
þúsund krónur. En einstaklingur-
inn, sem leigir fyrir 100 þúsund eða
minna á mánuði, getur átt smá af-
gang ef miðað er við grunnviðmiðið.
Hófsamar og varfærnar kröfur
En í ljósi þess að lágmarkslaunakröf-
ur SGS eru enn undir flestum opin-
berum viðmiðum er þetta þá síst of
mikið eins og viðsemjendur sam-
bandsins vilja meina? „Það er alltaf
að koma betur í ljós að þetta eru hóf-
samar, skynsamar og varfærnar kröf-
ur. Þær eru það, þó að þeir súpi hvelj-
ur yfir þessu,“ segir Drífa og bætir við
að það sé fullkomið ábyrgðarleysi
af atvinnurekendum að vera ekki
búnir að koma til móts við kröfur
sambandsins. „Eða gefa eitthvað til
kynna sem gerir það að verkum að
hægt sé að tala saman. Þess vegna
erum við nauðbeygð til að fara í verk-
fall, sem er ekkert gaman og neyðar-
úrræði, en við höfum ekki feng-
ið svo mikið sem bréfsnifsi frá þeim
sem er viðræðugrundvöllur. Þannig
að ábyrgðin er þeirra, boltinn er hjá
þeim. Og þessi grein Hörpu ýtir und-
ir þá staðreynd.“
Krafan ekki óraunhæf
Í áðurnefndri grein í Morgunblað-
inu sagði Harpa Njálsdóttir að niður-
stöðurnar, sem eru áþekkar niður-
stöðum DV, sýndu að launakrafa
SGS gæti hvorki talist óraunhæf né
ofmetin með tilliti til framfærslu-
kostnaðar í íslensku samfélagi. Það
hljóti að teljast réttlát krafa að fólk
hafi laun fyrir fulla vinnu sem dugi
fyrir mannsæmandi framfærslu
einstaklinga og fjölskyldna. Og lýkur
greininni með þeim orðum: „Það er
óásættanleg þjóðarskömm að bjóða
upp á kjör á almennum vinnumark-
aði sem hneppa fólk í skort og fátækt.
– Nú er mál að linni!“ n
Kröfuganga
Algjör pattstaða er
í kjaraviðræðum og
íslenskt þjóðfélag
logar í verkföllum. Ein
af háværustu kröfum
baráttunnar er um
300 þúsund króna
lágmarkslaun innan
þriggja ára. Ljóst er
að sú upphæð myndi
duga flestum skammt.
MynD EyþóR ÁRnaSon
S
amtökin '78 hafa lagt fram
tíu kærur vegna ummæla
einstaklinga sem féllu í síðustu
viku í tengslum við umræðu
um hinsegin fræðslu í grunnskólum
Hafnarfjarðar. Alls voru skoðuð um-
mæli 30 einstaklinga sem samtökin
telja að feli í sér refsiverða háttsemi.
Kærurnar voru lagðar fram hjá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu á
mánudag.
„Þeir einstaklingar sem hefur ver-
ið ákveðið að kæra hafa kynt undir
orðræðu sem við teljum vega gróf-
lega að rétti hinsegin fólks til frið-
helgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta
jafnréttis. Réttinda sem vernduð
eru af stjórnarskrá lýðveldisins Ís-
lands og þeim alþjóðlegu sáttmálum
sem Ísland er aðili að, þar með talið
mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir
í yfirlýsingu samtakanna.
Í kærunum er vísað til 233. grein-
ar almennra hegningarlaga, en hún
kveður á um að þeir sem opinber-
lega rægi, hæðist að, smáni eða ógni
vegna þjóðernis, litarháttar, kyn-
þáttar, trúarbragða, kynhneigðar
eða kynvitundar skuli sæta sektum
eða fangelsi allt að tveimur árum.
Viðurlög geta verið sektargreiðsl-
ur eða fangelsisvist allt að tveimur
árum. n
Kæra hatursfull ummæli
Segja orðræðu hafa vegið gróflega að rétti hinsegin fólks
Bregðast við hrottaskap Hilmar
segir að ekki sé hægt að líta framhjá þeim
hrottaskap sem hafi einkennt umræðuna
síðustu daga. MynD SiGTRyGGuR aRi JoHannSSon