Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 29
Vikublað 28.–29. apríl 2015 Garðurinn 11 Öðruvísi lausnir og skemmtileg útfærsla Blikkás Funi býður upp á sánahús, sánatunnur og heita potta B likkás Funi býður upp á sánahús og svokallaðar sánatunnur. „Þetta eru lítil handhæg hús með full- kominni sánaaðstöðu, kjörin í garðinn eða við sumarbú- staðinn,“ segir Rúnar J. Guðmunds- son sölustjóri. Húsin er hægt að fá í ýmsum stærðum og gerð- um og eru þau samsett eftir þörf- um og vilja hvers og eins. Finnsk rannsókn sem gerð var á 2.500 finnskum karlmönnum, sýndi fram á samband milli gufubaða og minnkandi tíðni kransæðasjúk- dóma. Þeir menn sem fóru í sána 3–4 sinnum í viku og eyddu þar um 19 mínútum voru í 40–60% minni hættu á að fá kransæðasjúkdóma. Gistiskáli (Camping Pod) og svefntunna Ódýr lausn sem gestahús við sumarbústaðinn eða fyrir þá sem eru nýbúnir að kaupa sér sumar- bústaðarland. Gistiskálarnir eru líka hentug lausn fyrir heima- og bændagistingu og hefur Fossatún í Borgarbyggð tekið þá ákvörðun að setja upp nokkur slík hús til útleigu í stað tjaldstæðis. Heitir pottar Pottarnir eru einfaldir og hitaðir upp með viðarbrennara og kjörn- ir fyrir svæði þar sem ekki er hita- veita. Hægt er að finna upplýsingar og panta á vefsíðunni www.ice- viking.com. Blikkás Funi ehf. er að Smiðju- vegi 74 (gul gata) í Kópavogi, sím- inn er 515-8700 og netfangið er www.funi.is. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.