Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 31
Umræða 19Vikublað 28.–29. apríl 2015 Ég var viðundrið í bekknum Reynslan hefur verið góð Það þarf oft mikið til Helgi Hrafn var lagður í einelti í skóla. – DV Ingibjörg Þórðardóttir segir karlmenn síður leita sér hjálpar vegna ofbeldis. – DV Myndin Turninn við Borgartún Norðangarrinn lék um þessar konur þar sem þær glímdu við greiðsluvél Bílastæðasjóðs við Turninn. mynd Þormar VIgnIr gunnarsson Hvar er mannúðin? F lóttamenn flýja. Flýja örbirgð, vonleysi, stríð og ofsóknir. Sækja í von, vinnu, frið og framtíð. Menntun fyrir börn­ in sín. Vilja aftur eiga kost á brosi og leik. Sækjast eftir frelsi frá ótta, sársauka og varnarleysi. Hvert er álit okkar hinna, okkar sem sitjum við allsnægtir? Við vilj­ um helst sem minnst af þeim vita, sem minnst fyrir þau gera og helst hafa þau einhvers staðar allt annars staðar en fyrir okkar augliti. Það tekst hins vegar ekki alltaf. Stundum komast fréttirnar í gegn. 750 drukknuðu í Miðjarðarhafi í einni svipan. Það kom í fréttir. Okk­ ur fannst það hræðilegt. Aðrir urðu hungurmorða og enn aðrir voru teknir af lífi, kannski fyrir það eitt að vera annarrar trúar en sá sem mundaði morðvopnið. Við borgum til Rauða krossins, til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna og stöku happdrættis­ miða. Af því við viljum hjálpa. Pínu. En helst þannig að vandinn verði okkur áfram fjarlægur. Helst reka fólkið aftur til síns heima. Jafnvel þó að þangað sé lítið að sækja. Ef það tekst ekki splæsum við í búðir. Ekki fangabúðir sjáðu til, heldur flóttamannabúðir. Á þeim er þó varla mikið meira en stigsmunur, en ekki eðlis, því eins og í Kaliforníu­ hótelinu máttu skrá þig inn hvenær sem er, en færð aldrei að fara. Nema kannski aftur heim. Hvort sem þú vilt, eður ei. Evrópa byggir og borgar fyrir flóttamannabúðir utan Evrópu. Á stríðshrjáðum svæðum eins og Líbíu og Úkraínu. Jórdaníu. Afríku. Asíu. Komast flóttamennirnir fram hjá þeim, þá eru búðir á jaðarsvæðum innan Evrópu. Lambedusa á Ítalíu, á dönsku eyjunum, á Suðurnesjum. Hér og þar, en þó þannig að flótta­ mennirnir séu helst sem mest úr augsýn. Marggagnrýndar fyrir öm­ urlegar aðstæður og almennt sinnu­ leysi. Og alls ekki skal flóttamönn­ um gert kleift að gera það sem þeir helst vilja gera – og var aðalhvatinn að flóttanum – að fá að byggja sér og sínum nýtt og betra líf og leggja sitt á vogarskálar síns nýja samfélags. Ísland er lítið skárra. Flótta­ menn fá að hírast á Suðurnesjum og ár og dagar líða hvað varðar af­ greiðslu óskar þeirra um búsetu og möguleika á nýju lífi. Sumum tekst meira að segja hið ómögulega – að byggja hér upp nýtt líf með von og bros að leiðarljósi, en samt getur kerfið komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að senda viðkomandi aftur heim. Eða a.m.k. aftur til þess stað­ ar þar sem hann eða hún var síðast. Það er að segja áður en viðkomandi „saurgaði“ okkar fagra land með komu sinni og nærveru. Mannúðin víkur fyrir ósveigjanlegu kerfi, sem var náttúrlega byggt upp þannig að það myndi hlífa okkur við því að verða um of trufluð af örvæntingu einhverra sem í sjálfu sér koma okkur ekki við. Þau koma nefnilega annars staðar frá. Þess vegna erum við og viljum vera stikkfrí. Þegar flóttamenn eru annars vegar þá snúum við Blackstone á haus og teljum betra að tíu saklaus­ um sé snúið aftur „heim“ en að einn óæskilegur sleppi hugsanlega í gegn. Stundum tökum við okkur samt til og tökum við nokkrum flótta­ mönnum í litlum hóp og í samstarfi við minna samfélag á landsbyggð­ inni leitumst við við að koma þeim vel fyrir. En alls ekki of marga. Helst sárafáa. Nógu marga samt til að okk­ ur geti liðið vel með okkur sjálf. Af því að við gerðum eitthvað. Pínu. En mannúðin er ekki bara af skornum skammti þegar um er að ræða flóttamenn. Mannúðin virð­ ist um of á undanhaldi vítt og breitt. Sérstaklega þegar kemur að efna­ hagsmálum. Evrópa í dag tekst á við meintan heimatilbúinn efna­ hagsvanda fyrst og fremst með því að víkja til hliðar mannúðinni. Set­ ur eyrinn ofar manninum, auðgildi ofar manngildi. Eða hvað skal halda þegar ásættan legar efnahagsaðgerðir fela í sér 70 prósenta atvinnuleysi ungs fólks og 30 prósenta almennt at­ vinnuleysi eins og nú er í Grikklandi. Af því „trúverðugleikinn“ er svo mikilvægur og öllu ofar eins og fjár­ málaráðherra Þýskalands skrifaði í bandarískt blað í aðdraganda árs­ fundar Alþjóðabankans og Alþjóða­ gjaldeyrissjóðsins fyrir rúmri viku. Nei, ráðdeild og sparnaður ræður ríkjum. Því er ekki hægt að gera of mikið fyrir flóttamenn, þó að t.d. aukin fjárfesting í friði, framleiðslu, atvinnutækifærum og uppbyggingu í heimalöndum þeirra væri eflaust til lengri tíma ódýrara og árangurs­ ríkara en fleiri flóttamannabúðir og fleiri skip og verðir til að vísa þeim frá. Sparnaður og skuldaniður­ greiðslur eru mikilvægari en fjár­ festing í menntun og heilbrigði, framtíð og uppbyggingu. Og þrátt fyrir að veröldin hafi aldrei verið ríkari má ekki sækja fé til þeirra sem mest mega sín. Þeim skal pakkað betur í bómull. Mammon virðist því miður mikil­ vægari en mannúðin. Og stöðugleikinn maður. Stöðug­ leikinn. Á Íslandi virðist það einnig svo. Það er synd – og syndsamlegt. Svei. n „Ekki fangabúð- ir sjáðu til, heldur flóttamannabúðir. Friðrik Jónsson skrifar Af Eyjunni 1 23 ára afi og hvers- dagshetja Tommy Connolly var aðeins 23 ára þegar hann bjargaði frænku sinni af götunni. Hún var þá gengin 32 vikur með sitt fyrsta barn. Tommy fékk heimild til að verða fósturforeldri hennar og gerir sitt besta til að sjá þeim farborða. Lesið: 36.412 2 12 ára berst við krabbamein – Rekin úr skóla Rose McGrath, 12 ára krabbameinssjúklingur í Michigan í Bandaríkjunum, hefur alla sína skólagöngu stundað nám við St. Joseph-skólann sem er kaþólskur grunnskóli. Í síðustu viku fékk hún bréf um að henni væri vikið úr skólanum þar sem hún hefði ekki uppfyllt kröfur skólans um mætingu og einkunnir. Lesið: 26.935 3 „Ég hélt líka framhjá þér“ Eftir að kona ein komst að því að kærasti hennar hefði haldið framhjá henni ákvað hún að hefna sín á með því að gera myndband af sér upp í rúmi með öðrum manni. Lesið: 23.312 Mest lesið á DV.is Björk Vilhelmsdóttir segir ferðir ráðuneyta til útlanda skila árangri. – DV ATN Zebra 16 Z-spjótlyfta • Fjórhjóladrifin • Diesel • Vinnuhæð: 16,4m • Pallhæð: 14,4m • Lágrétt útskot: 9,3m • Lyftigeta: 230kg • Aukabúnaður: Rafmagns- og lofttenglar í körfu. • Til afgreiðslu strax Ýmsar aðrar ATN spjót- og skæralyftur til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.