Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 14
Vikublað 28.–29. apríl 201514 Fréttir Erlent
„Getur einhver hjálpað
mér! Ég er Amanda Berry!“
Þ
að vakti heimsathygli
þegar þeim Amöndu
Berry, Michelle Knight og
Ginu DeJesus var bjarg-
að af heimili Ariels Castro
í Cleveland í Ohio þann 6. maí
2013. Konurnar þrjár höfðu allar
verið fangar Castros frá því að þær
voru unglingar og ungar konur. Þær
þekktust ekki áður en Castro rændi
þeim, en áttu það allar sammerkt
að hafa þegið far með honum. Am-
anda Berry og Gina DeJesus hafa
nú skrifað bók sem varpar ljósi á
mannránin og ofbeldið sem kon-
urnar sættu á heimili Castro. Bókin
heitir Hope: A Memoir of Survival
in Cleveland.
Ariel Castro svipti sig lífi í fanga-
klefa um mánuði eftir að hann var
dæmdur í lífstíðarfangelsi, auk
1.000 ára refsiþyngingar. Hann
hafði sagt lögreglu að mannránin
hefðu ekki verið skipulögð og að
hann hafi nýtt tækifæri sem honum
gáfust til að velja fórnarlömbin.
Ein máltíð á dag
Castro rændi Amöndu Berry þann
21. apríl 2003, daginn fyrir sautján
ára afmælisdag hennar. Gina
DeJesus var fjórtán ára þegar hún
hvarf, þann 2. apríl 2004. Hún var
vinkona dóttur Castros og hafði
raunar átt að gista heima hjá Ariel
Castro þetta kvöld. Ekkert varð af
því þar sem barnsmóðir Castros
taldi það ekki skynsamlegt. Síðar
sama dag rændi Castro henni, um
hábjartan dag, á götu úti. Í bókinni
kemur að auki fram að Castro hafði
samband við móður Amöndu, eftir
að hann rændi henni, og tók með-
al annars þátt í leitinni að Ginu
DeJesus.
Í dagbókum þeirra, sem lagðar
voru fram sem sönnunargögn í
málinu gegn Castro, kemur fram
að þær upplifðu grimmilegt and-
legt og líkamlegt ofbeldi, voru
læstar inni og hlekkjaðar við veggi
í myrkvuðum herbergjum og að
þær dreymdi um daginn sem þær
gætu sloppið. Konurnar fengu eina
máltíð á dag. Þær máttu baða sig
tvisvar í viku og voru neyddar til að
nota salernisaðstöðu úr plasti sem
var sjaldan tæmd. Castro fylgdist
náið með þeim og hélt þeim að-
skildum í fyrstu. Eftir nokkur ár gaf
hann þeim leyfi til að ræða saman
og verða vinkonur. Þegar hann fór
til vinnu voru konurnar læstar inni
á efri hæð hússins og áttu sér engr-
ar undankomu auðið. „Þegar við
heyrðum hann koma heim urðum
við hræddar, hjartsláttur okkar varð
örari. Við vissum aldrei hvort hann
kæmi upp stigann eða hvað myndi
gerast,“ segir Amanda.
Hún eignaðist dóttur í prís-
undinni. Dóttir hennar fæddist
skömmu eftir að hún fékk fregn-
ir af andláti móður sinnar. Am-
anda segir að henni hafi liðið eins
og að móðir hennar hafi sent henni
barnið. Hún fæddi það með aðstoð
Michelle Knight og virtist Castro
nokkuð ánægður með fæðingu
barnsins. Litla telpan fékk þó ekki
að fara út fyrir hússins dyr, en kon-
urnar þrjár reyndu að sjá til þess að
þroski hennar yrði sem bestur og
eðlilegastur.
Flóttinn
Í bókinni ræða þær um flóttann.
Hann atvikaðist þannig að Castro
gleymdi að læsa herbergi Amöndu
Berry, sem var þar með dóttur
sinni. Berry braut sér leið út úr hús-
inu og kallaði eftir aðstoð og veg-
farandi kom henni til bjargar. „Ég
ætlaði ekki að þora því og velti því
fyrir mér hvort ég ætti að láta á það
reyna. Ég hugsaði með mér: Hann
gæti komið á hverri stundu til baka
– ef þú ætlar að gera þetta þá þarftu
að gera það núna,“ segir hún og
segist hafa kallað: „Getur einhver
hjálpað mér! Ég er Amanda Berry!
Mér var rænt fyrir tíu árum –
getur einhver hjálpað mér?“
Bjargvætturinn kom og kon-
urnar og dóttir Amöndu fengu
loksins frelsi.
„Stundum trúi ég því ekki,
það koma dagar þar sem ég
trúi því ekki hvað kom fyrir
mig. Mér líður eins og ég geti
bara hreinlega ekki leyft mér
að trúa því sem kom fyrir mig,“
segir Amanda. Hún og Gina
búa báðar enn í Cleveland
og halda nánu sambandi.
Michelle Knight, skrifaði bók-
ina ekki með þeim Amöndu og
Ginu og er að sögn ekki í nein-
um samskiptum við þær. n
n Konurnar í Cleveland segja sögu sína n Fangar á heimili Ariels Castro
Ariel Castro rændi Michelle Knight um
hábjartan dag 21. ágúst 2002. Knight
sætti miklu harðræði, hún var beitt
ítrekuðu kynferðislegu og líkamlegu
ofbeldi. Castro nauðgaði henni ítrekað og
hún varð fimm sinnum barnshafandi eftir
hann. Hann barði hana þá og svelti þar til
hún missti fóstur.
Daginn sem hún hvarf átti hún að
mæta fyrir rétt og berjast fyrir forræði yfir
syni sínum. Lögreglan taldi að hún hefði
óttast að missa forræðið og að hún hefði
látið sig hverfa þess vegna. Hún var 21
árs. Amma hennar greindi fjölmiðlum frá
því í fyrra að Knight yrði að fara í erfiðar
skurðaðgerðir til að laga bein í andliti sem
hefðu brotnað og gróið vitlaust saman.
Þá hefði Knight misst heyrn á öðru eyra
vegna ítrekaðra barsmíða. Knight greindi
lögreglu frá því að Castro hefði einn
daginn fært henni gæludýr, hund, sem
hann drap síðar fyrir framan hana.
Michelle Knight
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Hræddar „Þegar við heyrðum hann koma heim urðum við hræddar, hjartsláttur okkar varð örari. Við vissum aldrei hvort hann kæmi upp
stigann eða hvað myndi gerast,“ segir Amanda hér lengst til vinstri, í miðjunni er Gina og Michelle lengst til hægri.
„Mér líður eins og ég
geti bara hreinlega
ekki leyft mér að trúa því
sem kom fyrir mig.
Segja frá Amanda og Gina
hafa skrifað sögu sína.
Augnheilbrigði
Hvarmabólga og þurr augu.
Thealoz inniheldur trehalósa sem er
náttúrulegt efni sem finnst í mörgum
jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru
umhverfi. Trehalósi eykur viðnám
þekjufrumna hornhimnunnar gegn
þurrki.
Fæst í öllum helstu apótekum.
Thealoz dropar
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn
þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum.
Blephagel gel
Blephagel er dauðhreinsað gel án rotvarnarefna, ilmefna og
alkóhóls. Gelið vinnur vel á hvarmabólgu, veitir raka og mýkir
augnlokin. Það er hvorki feitt né klístrað.
Blephaclean blautklútar
Blephaclean eru dauðhreinsaðir blautklútar án rotvarnar- og
ilmefna sem vinna vel á hvarmabólgu. Hjálpa við hjöðnun á
þrota í kringum augun.