Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.2015, Blaðsíða 24
Vikublað 28.–29. apríl 20156 Garðurinn M atthías Pétursson hús- gagnasmiður er með þrjá- tíu ára reynslu af smíði. Hann vinnur með Matth- íasi syni sínum sem er að ljúka námi í húsasmíði og mun taka við rekstri föður síns þegar fram líða stundir. Mattarnir taka að sér flest það sem lýtur að smíði, nýsmíði og lagfæring- um. „Nú þegar farið er að vora eru sól- pallar og helluögn það sem lífið snýst um. Sólpallar eru frábær framlenging á stofunni,“ segir Matti. „Þessi sum- arverk eru skemmtileg. Girðingar, skjólveggir, bekkir, kofar og geymslur spretta upp eins og gorkúlur í görð- um landsmanna,“ bætir hann við og er greinilega spenntur fyrir því sem sumarið ber í skauti sér. Fara um allt land „Við höfum tekið að okkur verk um allt land og finnst gott að fara aðeins úr erlinum í höfuðborginni. Á dögun- um fórum við til að mynda til Þing- eyrar þar sem við reistum 15 fermetra gestahús og 100 fermetra sólpall með skjólveggjum. Allt þetta gerðum við á einni viku,“ segir Matti brosandi. Ekki bara sólpallar Mattarnir tveir eru ekki bara í palla- smíði. „Við smíðum allt sem hugs- ast getur, innandyra sem utan,“ segir Matti. Svo fátt eitt sé nefnt: Parketlögn, parketslípun, milliveggjasmíð, upp- setning innréttinga, uppsetning hurða, niðurtekin loft, þakviðgerðir, hellulögn og fleira. Allar frekari upplýsingar má fá hjá Matta smið í síma 893-3300, á net- fanginu mattismidur@mattismidur.is eða heimasíðunni mattismidur.is. n Það skal vanda sem lengi á að standa Matti og Matthías sonur hans eru fjölhæfir þegar kemur að smíði Best er að úða fyrir miðjan júní Garðúðun Meindýraeyðir ehf. - garðúðun og meindýraeyðing S igurður Ingi Sveinbjörns- son hjá Garðúðun mein- dýraeyðir ehf. hefur unnið við garðúðun og mein- dýraeyðingu til fjölda ára og hefur í dag stóran hóp ánægðra viðskiptavina sem leitar til hans árlega. Fyrirtækið tekur að sér alla almenna eyðingu meindýra. „Nú í maí byrja köngulærnar að angra garðeigendur og er best að eitra fyrir þeim um miðjan mánuðinn,“ segir Sigurður. Sigurður notar tíkina Pílu þegar hann leitar að rottum og músum. „Hún er blendingur labradors og sheffers, það tekur enga stund að finna kvikindin eftir að ég þjálfaði tíkina í verkið. Leit sem gat tek- ið heilan dag tekur nú ekki nema klukkustund eða tvær,“ segir Sig- urður stoltur af Pílu sinni. Garðaúðun „Vorið er yndislegur tími en því fylgja líka vágestir sem herja á trén í görðunum okkar,“ segir Sigurður. Sum þessara smádýra eru mein- laus og valda litlum skaða. Önnur herja þannig á gróðurinn að úðun er nauðsynleg. „Upp úr miðjum maí þarf að fara að huga að úðun, helst þarf að úða fyrir miðjan júní,“ segir hann. Hafa má samband við Sigurð í síma 897-5206 eða með því að senda tölvupóst á meindyraeydir@ simnet.is. Algengustu skaðvaldar Sitkalús er mesti skaðvaldurinn í greni, hún er tveir millimetrar að lengd og fagurgræn. Hún sýgur safa úr barrnálunum. Ljósar þver- rákir og gulnun á nálum. Barrnál- in verður loks brún og drepst. Best er að úða að hausti. Þó er hægt að úða gegn henni allan veturinn og fram á sumar, ef hætta steðjar að trjánum. Birkifeti herjar á birki en lirfur hans vaxa upp í samanspunnum laufum eftir miðjan maí. Haustfeti herjar aðallega á birki og víði. Lirfan klekst úr eggi í byrj- un sumars. Hann veldur verulegu tjóni í görðum og skjólbeltum. Birkismuga er nýtt meindýr á Íslandi. Lirfan klekst út undir yfir- húð laufblaða og étur það innan frá. Laufið verður brúnflekkótt og hálfgagnsætt. Gegn henni er best að úða snemma, strax í apríl þegar frost leysir. Asparglitta er gljáandi, dökk- græn bjalla sem leggst á ösp og víðitegundir. Hún étur upp lauf trjáa, sem geta farið mjög illa. Hún á enga náttúrulega óvini sem halda henni í skefjum. n Asparglitta Haustfeti Sitkalús Birkifeti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.