Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 129
129
byggingu og niðurröðun efnisins.8 Þeim má skipta í tvo meginflokka eftir
því hvort efnisröð þeirra telst fylgja röð þekkingargreinanna (ordo artium)
eða byggist á eðli hlutanna (ordo rerum). fyrrnefnda flokkinn skipa rit
sem byggjast á röð þekkingargreinanna og fara þá gjarnan frá þríveginum
(grammatica, rhetorica, dialectica) og rekja sig síðan eftir veraldlegum þekk-
ingargreinum, læknisfræði og lögfræði, yfir í guðfræði eða guðfræðileg efni.
Þannig byggir Isidorus fyrri hluta verks síns, Origines, upp með umfjöllun
um lærdómslistirnar sjö (þrívegur ásamt fjórvegi: arithmetica, geometria,
astronomia, musica) og fer þaðan yfir í lögfræði og guðfræði. Síðarnefnda
flokkinn skipa rit sem byggjast á hefð sem nær aftur til Historia naturalis
eftir Plinius og þaðan allt til Aristótelesar. Þau fjalla um heiminn, frum-
efnin fjögur (eld, loft, vatn, jörð) og fara síðan frá fyrsta eða efsta frum-
efni til þess síðasta eða neðsta í umfjöllun sinni um fyrirbæri náttúrunnar
(himintungl, vindar, höf, lönd). Sem dæmi um rit af þessu tagi mætti taka
annað rit eftir Isidorus af Sevilla, De natura rerum, heiti sem bergmálaði
allar miðaldirnar í verkum af sama toga; það fylgir eðli hlutanna.9 Til eru
tveir aðrir meginflokkar rita sem fjalla um svipuð efni. annars vegar eru
þá rit sem fjalla um náttúruna, en í stað þess að endurspegla efnisröðina í
náttúrusögu Pliniusar fylgja þau röð sköpunar heimsins eins og frá henni
er greint í fyrstu Mósebók, sexdagaverksins svonefnda (hexaemeron) og
voru því nefnd Hexaemera. Dæmi um rit sem byggist í grófum dráttum
á sexdagaverkinu er Speculum naturale eftir Vincent af Beauvais. Hins
vegar eru rit sem byggjast á því að tengja saman rúm, tíma og sögu, þ.e.
fyrst kemur lýsing heimsins, síðan tímatalsfræði og loks heimsaldrarnir
sex sem gefa yfirlit yfir mannkynssöguna: Imago mundi eftir Honorius
Augustodunensis væri dæmi um slíkt rit. Heimslýsingar ýmiss konar
fylgdu þó gjarnan tímatalsfræðum, enda byggðust þau á gangi stjarnanna,
og margvísleg blendingsform má finna í hinum ýmsu safnritum.
8 Christel Meier, „organisation of knowledge and encyclopeaedic ordo: functions and pur-
poses of a universal literary genre,“ Pre-Modern Encyclopeadic Texts: Proceedings of the Second
COMERS Congress, Groningen, 1–4 July 1996, ritstj. Peter Binkley (Leiden: Brill, 1997),
103–126.
9 Isidori Hispalensis De natura rerum liber, útg. Gustavus Becker (Berlin: Weidmann, 1857;
endurpr. amsterdam: Hakkert, 1967).
HauKSBÓ K oG aLfrÆÐ IrIt MIÐaLDa