Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 180
GRIPLA180
Gamla testamentinu um fórnardauða Krists á krossinum og merkir heil-
agt sakramenti.74 Það sem rennir stoðum undir að myndin sé af fórn ísaks
er að í texta grallarans er bæn tómasar frá akvínó (d. 1274), Ecce Panis
Angelorum,75 þar sem þetta er útskýrt: In Figuris praesignatur, cum ysaac
immolator (á myndunum er það sýnt þegar Ísak var fórnað).76
Myndstafurinn við upphaf inngöngusálms á fyrsta sunnudegi eftir átt-
undar helgi dýradags á aftari síðu á Lbs fragm 46 bendir til að grallarinn
sem blaðið er úr hafi verið óvanalega glæsilegur. Til marks um það er að á
sama stað í texta Graduale Gufudalense stendur lítill upphafsstafur sem nær
yfir tvær línur leturs og nótna.77 Skinnið í blaðinu er þó ekki ljóst eins og
blaðið AM 80 b 2 fol. og því varla úr hámessugrallaranum syngjandi sem
Bjarni ívarsson gaf jungfrú Maríu á Munkaþverá og nefndur er í máldaga
klaustursins frá 1525. Ætla má að hann hafi verið íburðarmikill.78
6.6 Grallarablað í Þjóðminjasafni
Enn eitt blað úr grallarabroti með hendi Jóns í Langeyjarnesi er varðveitt
í Þjóðminjasafni íslands, Þjms 4126.79 Blaðið mælist 370x249 mm og
á því eru þrettán nótnastrengir. Það kom til safnsins 5/7 1895 frá Jóni
Hjaltalín skólastjóra á Möðruvöllum í Eyjafirði, sbr. vélrituð skráning sem
því fylgir. Á fremri síðu blaðsins eru tvær sekvensíur með nótum Laudes
christo redempti og Victime Paschale. Messusöngur á blaðinu er að mestu sá
sem orðubók niðaróss fyrirskipar á fyrsta og öðrum degi í gangdögum,
það eru dagarnir þrír fyrir uppstigningardag. Samkvæmt orðubókinni
átti ekki að syngja sekvensíur á þessum dögum (Sequensia non dicitur).80
Hér er því misræmi við boðað helgisiðahald í niðaróssbiskupsdæmi og
hugsanlega um staðbundna hefð að ræða. Það verður þó ekki fullyrt fyrr
74 Gotfredsen og Frederiksen, Troens billeder, 127–128.
75 Þetta er 10. vers úr Lauda Syon salvatorem, sjá Sequences I og II, 121–123 og ljósprent 175.
76 Á sama degi samkvæmt orðubók niðaróss er lexía eða pistill um fórn Ísaks úr I. Mósebók:
22: 1–19. Ordo Nidrosiensis ecclesiae (Orðubók), útg. Lilli Gjerløw. Libri liturgici provinciae
nidrosiensis Medii aevi 2 (osloiae: universitetsforlaget, 1968), 257–258.
77 Sjá Sequences II, ljósprent 222.
78 DI 9, 306.
79 andersen, „Colligere fragmenta,“ 17, nmgr. 1; attinger, „Icelandic Manuscripts Containing
Sequences,“ 132–133.
80 attinger, „Icelandic Manuscripts Containing Sequences,“ 132–133; attinger, „Sequences
in two Icelandic Mass Books,“ 173–174. um gangdaga á Íslandi sjá Árni Björnsson, Saga
daganna (reykjavík: Mál og menning, 1993), 81–89.