Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 159
159
bækur sínar eða hvort á þeim megi finna handbragð utanaðkomandi lýs-
anda sem gæti þá hugsanlega verið Bjarni ívarsson.
2. C-teiknari Teiknibókar
C-teiknarinn hefur gert langflestar myndir í Teiknibókinni og er greinilegt
að mun meira hefur varðveist af fyrirmyndasafni hans en hinna teikn-
aranna. Fyrirmyndir hans eru af ýmsum toga á 22 síðum í bókinni. Þar
á meðal eru þrír upphafsstafir, á bl. 3v, 7r og 18v sem sýna að hann hefur
verið handritalýsandi og kann það að hafa verið hans aðalstarf.
Þrátt fyrir að margvíslegar fyrirmyndir hans í Teiknibókinni bendi
eindregið til að C-teiknarinn hafi starfað að listsköpun sinni um eitt-
hvert skeið hefur einungis ein mynd sem talin er eftir hann varðveist utan
Teiknibókar. Björn Th. Björnsson listfræðingur vakti fyrstur manna athygli
á andlátsmynd á stöku blaði með nótum, sem varðveitt er í Þjóðminjasafni
Dana í Kaupmannahöfn (Inv. D 1849a).9 Blaðið mælist um 312x204 mm.
Skorið hefur verið af því að ofan og til beggja hliða. Skinnið er ljóst, text-
inn á blaðinu er tvídálka og talsvert vantar á hægri dálkinn. Myndin er
í stafnum C við upphaf sálms úr sálutíðum sem hefst á orðunum Credo
quod redemptor (Ég trúi á endurlausnarann) (mynd 1).10 Staka blaðið er
úr veglegri kirkjubók, huganlega missale (messubók), þó það verði ekki
fullyrt, þar sem sálutíðir voru á ýmsum helgisiðabókum.11 Atriði í andláts-
9 Björn Th. Björnsson, Íslenska teiknibókin í Árnasafni (reykjavík: Heimskringla, 1954),
117–118. til Þjóðminjasafnsins kom blaðið úr Leyndarskjalasafni Dana (Det kongelige
geheimearkiv) árið 1883. Þar hafði það verið utan um reikninga frá Hróarskeldu, sbr. bréf
fritze Lindahl, museumsinspectør, til Det arnamagnæanske Institut, dags. 15. desember
1969. Á bakhlið blaðsins stendur danska nafnið anders Pedersen milli lína, en á því er hins
vegar ekkert íslenskt spássíukrot.
10 Sálutíðir saman standa af þremur tíðum, Vespers, Matins og Lauds. Vespers voru beðnar
í kirkju kvöldið fyrir útförina en Matins og Lauds að morgni útfarardagsins. Paul Binski,
Medieval Death: Ritual and Representation (London: British Museum Press, 1996), 52–53;
roger Wieck, „the Death Desired: Book of Hours and the Medieval funeral,“ í Death
and Dying in the Middle Ages, ritstj. Edelgard E. DuBruck og Barbara I. Gusick. Studies in
Humanities, Literature, Politics and Society 45 (new York: Peter Lang, 1999), 432.
11 Árið 1470 lagði séra Semingur til kirkjunnar í Saurbæ í Eyjafirði messudagabók (missale)
með „syngjandi sálutíðum.“ Diplomatarium Islandicum. Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni
að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár, er snerta Ísland eða íslenzka menn,
16. b., útg. Jón Sigurðsson et al. (Kaupmannahöfn / reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1857–1972), 5: 311. Hugsanlegt er að staka blaðið sé úr slíkri bók. Í máldögum er getið
um sérstök sálutíðakver eða bækur og stundum tekið fram að sálutíðir séu með á öðrum
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD