Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 173
173
ljósrauðum lit. Út frá vafningunum ganga smærri lauf skyggð með grænum
lit sem nú er máður. Tvær rauðleitar blöðkur skreyta staflegginn að neð-
anverðu og að ofan. í þeim eru tveir rauðir litir, sá dökkrauði er málaður
yfir þann ljósa. Á jöðrum þeirra er ljós skinnrönd innan við svartar útlínur.
Páskar voru hæsta kirkjuhátíð ársins ásamt jólum. Erlend missöl eru oft
ríkulega myndskreytt með sögustaf sem sýnir upprisu Krists við upphaf
páskamessu. Stóra r-ið á þessum textastað í Missale Scardense gæti því
verið vísbending um að messubókin hafi ekki verið skreytt sögustöfum.54
í Missale Scardense eru ennfremur fimm meðalstórir stafir sem ná yfir
3 til 6 línur. Einn þeirra, E, á blaði 6r, nær yfir sex línur texta og nótna
(mynd 5). tvílitt þverband E-sins er grænt að neðan og rautt að ofan en
ljós lína skilur litina að. Rauður litur er innanvert í efri stafbelgnum en
grænn neðantil. Utanvert er stafbelgurinn gullmálaður og mynstrið öðru
vísi en í þverbandinu. Teiknað laufskrúðið inni í stafbelgnum og utan hans
skiptir einnig um lit við miðjan stafinn, er blátt að ofan en rautt að neðan.
upphafsstafir með tvílitum staflegg með mynstri sem fellur saman eins
og stykki í púsluspili kallast á ensku „puzzle initial“.55 Hér eftir verða þeir
nefndir púslstafir. aðrir meðalstórir stafir eru á eftirfarandi blöðum: L á
29r, D á 55v, M á 40v og G á 56r. Litlir upphafsstafir, einlita og án útlína,
ná langoftast yfir tvær línur ef frá eru taldir fáeinir stafir sem ná yfir þrjár
54 Í enskum missölum frá 15. öld eru myndstafir við upphaf helstu kirkjuhátíða ársins, allt
upp í þriðja tug í þeim handritum sem ríkulegast eru myndskreytt. Kathleen L. Scott, Later
Gothic Manuscripts, 1390–1490 I. Text and Illustrations II, Catalogue and Indexes. A Survey
of Manuscripts Illuminated in the British Isles 6. (London: Harvey Millar Publishers,
1999).
55 Á frönsku kallast þessi stafagerð lettre puzzle. Önnur heiti á þessari stafagerð um og eftir
1300 í Suður-Frakklandi og á ítalíu eru littera partita eða letre partida. um þetta sjá Patricia
Stirnemann og Marie-thérèse Gousset, „Marques, Mots, Pratiques: Leur signification et
leurs liens dans le travail des enlumineurs,“ í Vocabulaire du livre et de l’écriture au moyen âge.
Actes de la table ronde Paris 24–26 septembre 1987, 34–55, ritstj. olga Weijers. Etudes sur le
vocabulaire intellectuel du moyen âge 2 (turnhout, Belgium: Brepols, 1989), 36–37. Heitin
litterae duplices og «lettres émanchées» eru einnig notuð um þessa gerð af upphafsstöfum.
albert Derolez, „Les fondements typologiques d’une classification et d’une description
des initiales dans les manuscrits du bas moyen âge,“ í Ornamentation typographique et
bibliographique historique. Actes du Colloque de Mons, (26–28 août 1987), ritstj. Marie-thérèse
Isaac (Bruxelles: université de l’État à Mons, 1988), 22; albert Derolez, „observations on
the aesthetics of the Gothic Manuscript,“ Scriptorium 50 (1996): 9. um púslstaf sjá einnig
Patricia Stirnemann, „fils de la vierge. L’initiale à filigranes parisienne: 1140–1314,“ Revue
de l’Art 90 (1990): 59; Lena Liepe, Studies in Icelandic Fourteenth Century Book Painting.
Snorrastofa rit 6 (reykholt, Snorrastofa, Cultural and Medieval Centre, 2009), 286.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD