Gripla - 20.12.2016, Blaðsíða 195
195
staf. Skrifarar gætu hafa notað stafina sem fyrirmyndir.126 Allt eins líklegt
er þó að með stafrófinu sé ætlunin að gefa verkbeiðendum kost á að velja á
milli stafagerða þegar verið var að semja um ritun og lýsingu bóka.127
andlit sem sums staðar eru inni í litlum upphafsstöfum bræðranna eru
þó frábrugðin. Svipmikil andlitin í myndstöfum Jóns á Hóli sjást einnig í
litlu upphafsstöfunum í bókum sem hann lýsti. andlit í upphafsstafnum n
á bl. 11v í Skálholtsbók eldri (mynd 22) er líkt andliti Ólafs helga í f-inu á
bl. 2r, einkum augun og nefið. andlit í upphafsstafnum n á bl. 102v í aM
151 (mynd 23) frá hendi Jóns í Langeyjarnesi er sviplítið og líkist andliti
ólafs Helga í G-inu í staka grallarablaðinu Þjms 3411, einkum augu og
nef.
Út frá þeim mun sem rakinn hefur verið hér að framan má greina
hendur tveggja lýsenda á myndskreytingunni í Missale Scardense. Handa-
skiptingin kemur heim við rithendur bræðranna í textanum. Það bendir
til að þeir hafi sjálfir lýst handrit eða hluta handrita sem þeir skrifuðu.
Hvergi er hins vegar að finna handarverk Bjarna ívarssonar svo óyggjandi
sé. Athugunin hér að framan bregður því ekki ljósi á bókaskreytingar þessa
eina lýsanda sem heimildir nafngreina á 15. öld. Eins og fram hefur komið
er einn sögustafur eftir annan lýsanda en bræðurna á staka grallarablaðinu,
Þjms 4126. C-teiknari Teiknibókar hefur ekki lýst þennan umrædda staf
og er hér um áður óþekktan lýsanda að ræða.
í Teiknibókinni finnast engar fyrirmyndir sem beinlínis líkjast þeim
fáu myndum sem varðveist hafa í bókum og bókaleifum bræðranna. Eina
myndin sem kemst næst því er af sitjandi konungi á bl. 8r í Teiknibókinni
(mynd 24) sem bera má saman við mynd Ólafs helga á staka grallarablaðinu
Þjms 3411 (sjá mynd 8). Stellingar konunganna eru svipaðar. Báðir hefja
á loft einkennisgripi sína í vinstri hendi og hvíla hina á hægra hné sér.
Konungurinn á bl. 8r er tómhentur en ólafur helgi á grallarablaðinu heldur
á snaghyrndri öxi. Atriði svo sem andlitsdrættir og skegg, klæði og form
126 Um muninn á sjónabókum og fyrirmyndabókum, sjá Guðbjörg Kristjánsdóttir, Íslenska
teiknibókin, 18.
127 De Hamel, Scribes and Illuminators, 49, mynd 41. ítölsk fyrirmyndabók, talin gerð í
toskanahéraði um 1175 (Cambridge, fitzwilliam Museum, Ms. 83.1972), er eingöngu með
upphafsstöfum. alexander, Medieval Illuminators, 92–94, mynd 154; robert W. Scheller,
Exemplum: Model-Book Drawings and the Practice of Artistic Transmission in the Middle
Ages (ca. 900 – ca. 1470), þýð. Michael Hoyle (amsterdam: amsterdam university Press,
1995), nr. 7.
LÝSInGar Í ÍSLEnSKuM HanDrItuM Á 15. ÖLD